Félagsheimili FBÍ Elliðaárdal

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Félagsheimili FBÍ Elliðaárdal

Pósturaf Jón G » 10 Apr 2004, 10:23

Áhugavert væri að fá sundurliðaða kostnaðaráætlun nýja félagsheimilisins, hve mikill heildarkostnaður er áætlaður, og hve mikið er til í sjóðum FBÍ, hve mikil lán er áætlað að taka þurfi, með hvaða tekjustofnum þau verða greidd niður og á hve löngum tíma ?

Hvernig stendur til að standa að byggingunni, með sama hætti og skemmum FBÍ, eða bjóða allt verkið út á föstu verði til eins verktaka ?

Þess má geta að Kvartmíluklúbburinn á eignir metnar á kostnaðarverði ca 70.000.000 kr, en söluverðmæti þeirra er langt undir kostnaðarverði. Kvartmílubrautin var nánast skuldlaus eftir 2 sýningar 1980-2, en þá komu ca 2 íbúðarverð í aðgangseyri á einni sýningunni.

Vissulega hefur FBÍ verið vel rekin, en áhugavert væri að fá að fylgjast með.

Aðalfundur 23. maí 2004 samkvæmt reikningum FBÍ eru 55.000.000 kr til í verðbréfum og lausafé, sem er góð byrjun, en lóð/gatnagerðargjöld mun frí, og einnig mun Orkuveita greiða samnýtt bílastæði utanhúss og tengibyggingu á milli Fornbílaseturs og Orkuveitu, sem verður báðum til afnota. Þess má geta að stjórn FBÍ þakkar Alfreð Þorsteinssyni borgarfulltrúa og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur farsæla lausn og stuðning í félagsheimilis máli FBÍ. Breytingar hafa verið gerðar á upprunalegum teikningum, t.d var kjallari aflagður, sem sprengja hefði þurft fyrir, en efri hæðin stækkuð á móti um 200 m2 ásamt samnýtingu 500 m2 tengibyggingar. Sýningarsalur mun verða um 800 m2, sem þýðir um 30 bílar sýndir samtímis. Stjórn FBÍ hefur ákveðið að bíða hausts, þegar þensla á verktakamarkaði minnkar og verða bæði hús FBÍ og Orkuveitu boðin út saman, og gætir samlegðar áhrifa í hagkvæmi, því stærra sem útboðið er. Tilvalið vetrarverkefni fyrir stóra verktaka, sem aðeins eru að leita verkefna, til að halda mannskap yfir veturinn. Lausleg kostnaðar áætlun mun nú vera um 70-80.000.000 kr

Skuldir FBÍ eftir byggingu gætu orðið 15 - 25.000.000 kr greiðast niður með tekjum af Bifreiðageymslum á Esjumelum, sem voru 2.800.000 kr nettó 2003 miðað við fulla nýtingu.

Ljóst er að árleg gjöld af slíku félagsheimili yrðu há, fasteignamat tengt söluverði, síðan hiti og rafmagn. Er hægt að ná samningum við Orkuveitu um rekstur hita og rafmagns vegna menningarhlutverks Fornbílaseturs
og Reykjavíkurborg um fasteignagjöld ? Samlíking við skóla, listasöfn og aðrar opinberar stofnanir er ekki fjarri lagi, nema að viðhald, laun og umsýsla yrði ekki á kostnað Borgarinnar/Orkuveitu. í stuttu máli niðurfelling á fasteignagjöldum, rafmagni og hita. Á móti kemur nokkurs konar Húsdýragarður nr 2, en einkarekinn. Borgin þarf fleira en sýningarsali fyrir mynd/leiklist. Óvíst er um tekjur af Fornbílasetri, og ekki hægt að rukka skólahópa, aðsókn getur enginn sagt fyrir um. Sverrir Andrésson Selfossi var svartsýnn um rekstur slíks Fornbílaseturs, sem væri mjög skuldugt. Hans vandamál er að sömu 8 bílarnir eru til sýnis allt árið, einnig að 200 m2 Fornbílasetur Sverris er jafnt geymsla og sýningasalur. Aðgangseyrir þyrfti að standa undir launum húsvarðar/sýningastjóra, en þó þarf að stilla aðgangseyri í hóf.
Fornbílasetur í Elliðaárdal verða Kjarvalsstaðir bifreiða áhugamanna.
Síðast breytt af Jón G þann 25 Maí 2004, 11:49, breytt samtals 1 sinni.
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Pósturaf jsl » 10 Apr 2004, 11:41

Allar upplýsingar um fjárhagsstöðu FBÍ og rekstur eru lagðar fram á Aðalfundi FBÍ. Kostnaðaráætlun vegna félagsheimilis hefur verið kynnt á fundi sem allir félagsmenn fengu fundarboð um í desember 2003.
Allir félagar geta komið með fyrirspurnir á aðalfundi um rekstur FBÍ.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Pósturaf Jón G » 10 Apr 2004, 21:40

jsl skrifaði:Allar upplýsingar um fjárhagsstöðu FBÍ og rekstur eru lagðar fram á Aðalfundi FBÍ. Kostnaðaráætlun vegna félagsheimilis hefur verið kynnt á fundi sem allir félagsmenn fengu fundarboð um í desember 2003.
Allir félagar geta komið með fyrirspurnir á aðalfundi um rekstur FBÍ.



Takk fyrir skír svör.
Hve margir félagar eru í FBÍ, og hve margir voru á fundi 3 des 2003, mismunurinn á þessum 2 tölum er sá hópur félagsmanna FBÍ, sem ekki þekkja málið. Fjöldi félagsmanna FBÍ hefur ekki tækifæri á að mæta á aðalfund, t.d. búa margir utan höfuðborgarsvæðisins. Er nokkuð athugavert við það að kynna félagsmönnum svo stórt mál, sem fjárhagsáætlun byggingu félagsheimilis ? Vissulega fengu félagsmenn FBÍ fundarboð 3 des 2003, en ekkert var sundurliðað um fjárhagsáætlun í jan 2004 Skilaboðum FBÍ, aðeins að byggingin hefði verið samþykkt 58/15.
73 félagsmenn voru á fundinum, en um 600 greiða félagsgjöld, þannig að 12% félagsmanna FBÍ þekkja málið frá byggingarfundi.

Áhugavert væri að fá umræður um þessi mál hér á spjallsíðunni.
Kanske einhver félagsmaður, sem var viðstaddur geti frætt hina ?
Væri ekki áhugavert að kynna þær breytingar jafnóðum, sem verða á hönnun og fjárhagsáætluninni, einkum til að vekja áhuga félagsmanna, sem hugsanlega verður leitað til í sjálfboðavinnu.
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Pósturaf jsl » 11 Apr 2004, 11:40

Það er rétt að um 600 félagar eru í FBí. 71 % af þeim eru á höfuðborgarsvæðinu svo að ekki er hægt að tala um að margir komist ekki á aðalfund.
Vegna kynningar á áætlun við félagsheimili, þá er einfaldlega ekki búið að gera endanlega teikningu af húsinu, þar sem öll leyfi voru ekki kominn fyrr en núna í lok mars.
Ég held að allir geri sér grein fyrir því að svona hús í dag er ekki byggt í sjálfboðavinnu, nema þá vegna frágangs inni.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron