Síða 15 af 15

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 21 Jún 2012, 11:30
af HafthorR
Jæja þá er best að létta á símanum og halda þessum þræði á lífi.

Þessi Skodi var auglýstur á Bland.is og átti að vera keyrður 36.þúsund an var orðinn leiðinnlega dapur.

Mynd
Mynd
Mynd

Þennan rakst ég á niðrí hlíðum þegar ég var að sníglast þar,

Mynd
Mynd

Svo var þessi eðal Volvo staddur fyrir utan Asparfell um daginn

Mynd
Mynd

Svo á leiðinni í vinnuna í morgun þá sá ég þennan Jagúar standa fyrir utan Frumherja á Dalveginum og varð að hendast inná planið og taka myndir.

Mynd
Mynd
Mynd

Og svo ein bjalla til að reka lestina þetta er 1955 módel nokkuð heill bíll.

Mynd
Mynd
Mynd

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 21 Jún 2012, 13:07
af Gunnar Örn
Svo á leiðinni í vinnuna í morgun þá sá ég þennan Jagúar standa fyrir utan Frumherja á Dalveginum og varð að hendast inná planið og taka myndir.

Mynd


Flottar myndir.

Er þessi silfurlitaði ekki Ford?

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 21 Jún 2012, 13:35
af HafthorR
Jú Gunnar það er rétt hjá þér ég gekk bara út frá því að þetta væri Jagúar þar sem að kattar kvikindið var hoppandi þarna framan á bílnum og stýrið ekki á sínum stað í bílnum....

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 05 Júl 2012, 11:04
af Hinrik_WD
Sá þennan CJ3B Willys í Flugumýri, Mosfellsbæ. Væri gaman að sjá hann uppgerðan. Veit ekki hver á hann.

Mynd

Stýrið er GPW/MB herjeppastýri, grænt frá 1942 :)

Mynd

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 22 Júl 2012, 18:17
af Jón Hermann
Þessi varð á vegi mínum í gær að sjá bíll í finu standi.

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 22 Júl 2012, 18:20
af Jón Hermann
Þessi á leið í uppgerð.

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 26 Júl 2012, 00:43
af Heimir H. Karlsson
Sæl Öllsömul.

Var á Akureyri í seinustu viku.

Nokkuð af eldri bílum þar, á gömlu svörtu númeraplötunum í umferð.
Ekkert sem heillaði mig, mest allt bílar framleiddir í landi sem ég í bílafordómum mínum vill ekki sjá. Tók þess vegna engar myndir.
Skal samt viðurkenna að það var gaman að sjá þá.

Sá þó einn appelsínugulan Skoda ofarlega í Helga-Magra stræti, bíllin sést vel frá Þingvallastræti, eiginlega beint á móti Sundlaug Akureyrar.
Bíll í notkun.

Að venju var drappliti Subaru-inn á bílaplaninu við Íþróttamiðstöðina (Tunnuna) hjá Sundlaug Akureyrar.
Sá bíll virðist vera í fullri notkun, vetur sem sumar, og sér lítið á honum.
Því má eflaust þakka norðlenskri greind og gáfnafari, að ógleymdum ökuhæfileikum, að salta ekki götur bæjarins að vetrarlagi !
Umrædur Subaru hefur þó greinilega verið málaður einu sinni, það vantar nokkur merki sem voru á honum fyrir nokkrum árum, og ryðblettir í hjólskálum og afturhlera eru horfnir, ef ég man rétt.
Getur einhver sagt mér meira um þann bíl ?

Að venju var VW Bjallan sem stendur á bílastæði á móti Ísbúðninni Brynju í innbæ Akureyrar á sínum stað, ekki mkið meira ryðguð en venjulega, en það bætist hægt og róleg við samt. Áhugaverð árgerð, hallandi framljós og allar rúður sléttar. Var að bera þessa árgerð VW saman við hann "Kríla" sem ég á.
Veit af einum "Kríla" á Dalvík, þökk sé Sigurbirni fornbílagúrú.
Hafði ekki tök á því að skreppa til Dalvíkur, ekki heldur til Ólafsfjarðar að skoða Opel Kapitan.
Skoðaði Opel Rekord A flak og Opel Kadett B í þessari ferð líka.
Tók myndir, þær koma kannski seinna.
Komst að því að grunngerð Kadett B er vel rúmum 100 kílóum léttari en Litli Guli Kadett-inn minn. Eða næstum jafn léttur og "Kríli"litli, Kadett A. Ég veit að það munar um stóra vél og skiptingu, en ég vissi ekki að það væri svona mikill munur.

Á heimleiðinni var litið við í Samgönguminjasafninu að Stóragerði, það fer stækkandi.
Skemmtilegt að sjá.

Bilar að sunnan farnir að berast safninu að Stóragerði.
Merkileg hringferð gamalla bíla á Ílsandi, þeir eru hirtir upp úti á landi, fluttir með ærnum tikostnaði til Reykjavíkur, gerðir upp og enda að lokum á safni úti á landi.

Á Akureyri er Jói Rækja með Mótorhjólasafn Íslands, það er opið, þó ekki sé það fullklárað.
Fengum að skoða það í fyrra, þó ekki væri formlega búið að opna þá.

það verður farið aftur að stað í aðra fornbíla- og bílflakaskoðun þegar tími, veður og peningar leyfa.
þangað til eru allar ábendingar um athyglisverað staði með bílflökum eða gömlum bílum norðanlands vel þegnar.

Set inn myndir seinna, eða á Facebook síðuna mína.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 26 Júl 2012, 09:40
af Derpy
Svo er einn Opel Rekord E árgerð 1985 sem þú þarft að fá að skoða :) lítur vel út að ofan en er því miður hálf slæmur vinstra megin undir sílsunum. Sá var bjargað frá því að vera pressaður í Apríl síðastliðnum með ónýta vél.

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 30 Júl 2012, 21:07
af Heimir H. Karlsson
Sæl Öllsömul.

Sæll Derpy.

Komst bara ekki í það að skoða þennan Rekord. Hef mikin áhuga á að skoða vélina nánar í honum.

2.0 vél færi vel ofan í Möntunni minni. Þessi Rekord er með vél sem lítur alveg eins út og ódýra 1.6 vélin sem er upprunaleg í Möntunni. Er sama vélinn í grunninn. Það sér engin munin nema Opel dellukallar.

Þesar vélar voru framleiddar frá 1966 til 1986, næstum óbreyttar, og með breytingum til 1996 í Opel Frontera, þar voru þær orðnar ventlasúpuvélar.
Bara mismunandi hve miklu aukadóti var raðað utan á vélina. Og hvort þær voru með innspýtingu eða blöndung. Settir á þetta mismunandi blöndungar, stærðarmunur, og þjappan gat verið mismunandi í 6 strokka vélunum.
4 strokka vélarnar svipaðar, mismunandi blöndungar og stærð, var hægt að fá svolitla öflugri "sprint" vél. það munar nokkuð um slíkt í litlum bílum eins og Opel Kadett.
En í grunnútliti lítur þetta allt eins út fyrir ókunnuga.

það er 2.0 vél í "Sprengjuhöllinni" , Opel Rekord B Caravaninum sem ég á. Nýleg vél, það eru 2 boltar fremst í vélarblokkinni sem eru ekki á eldri vélunum, er seinni tíma viðbót í framleiðslu, því eldri vélar (eins og í Rallý-Kadett-inum mínum) vildu smita olíu þarna fremst, og það voru leifar af festingum fyrir vökvastýri utan á vélinni. Og auðvitað má lesa ýmislegt úr vélarnúmeri.

Ef ég fer með rétt mál, þá er innspýtingsvél í þessum Rekord sem þú ert með, ég er hrifnari af blöndungsvélum.

Þegar tölvustýringar í inspýtingum bila, þá eru þær bilaðar og lítið sem maður getur gert sjálfur. Oftast ærin kostnaður og umstang að redda sér nýjum hlutum í þetta tölvudót. Manstu hve mikið þessi vél er keyrð ? það er eitt og annað sem ég gæti notað úr henni, þó tölvudraslið í kringum hana sé ónýtt.

Ég man vel eftir þessum Rekord bílum. það komu ekki margir nýir norður.
Umboðið sem seldi þessa bíla vildi heldur selja dráttarvélar, heybindivélar og eitthvert bíllíki framleitt í Brasilíu, heldur en þýska bíla.

Upplýsingar um 1.9 eða 2.0 vél úr Opel , vél sem er á lífi og föl, ekki yngri en kringum 1986, eru vel þegnar. Ég gæti líka notað hluti úr 1.5 og 1.7 Opel vélum.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Re: Á förnum vegi.

PósturSent inn: 31 Jan 2018, 22:32
af gerlof
Jón Hermann skrifaði:Ég held að hann hafi verið eitthvað líkur þessum þetta er Mack.

Does someone have more information about this beautiful Mack firetruck? Does anyone know how many Mack firetrucks were at the airport of Reykjavik?
Best regards,
Gerlof