Renault 4CV

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Renault 4CV

Pósturaf Lovisa » 17 Okt 2013, 21:00

Gott kvöld,

Ég er að þýða bók af frönsku yfir á íslensku og var bent á að senda fyrirspurn hingað.
Það er talað um "4 CV" í bókinni, og ég var búin að finna út að þar er átt við Renault 4CV, það passar við tímaramma sögunnar, eða rétt eftir stríð.
Ég er að velta því fyrir mér hvort þessi bíll hafi gengið undir einhverju ákveðnu heiti hér á landi, líkt og t.d. Citroën 2CV var kallaður Citroënbraggi.

Með fyrirfram þökk um allar ábendingar,
Lovísa
Lovisa
Byrjandi
 
Póstar: 2
Skráður: 17 Okt 2013, 20:53

Re: Renault 4CV

Pósturaf KPV » 18 Okt 2013, 17:34

Sæl Lovísa.
Ég er ekki viss um að þetta sé sami Renault og sá sem kallaður var "Hagamús."
Sjá grein úr Morgunblaðinu frá 9. október 1984.
Hef heyrt um Station bíl úr þeirri frægu sendingu sem kallaður var Rottan.
Google er góður.
Með kveðju, Kristján.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/158050/
Kristján P. Vigfússon.
Ford GPW 62312
Notandamynd
KPV
Þátttakandi
 
Póstar: 19
Skráður: 12 Maí 2013, 21:19

Re: Renault 4CV

Pósturaf KPV » 18 Okt 2013, 17:59

Renault 4CV er víst ekki Hagamús.
Þetta kemur fram hjá Ómari Ragnarssyni á Blogginu hans.
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1216780/
Í athugasemdum er eftirfarandi texti;
"Hagamúsin var Renault Juvaquatre, sem kom fram 1939 og var með gamalli hönnun, hliðarventlavél frammi í, drif að aftan í heilli hásingu.
Hún var 200 kílóum þyngri en 4CV, eyðslufrekari og slappari.
Ástæða þess að 4CV kom ekki til Íslands var sú að Frakkar fóru ekki að flytja hann út að ráði fyrr en 1948 en þá var búið að skrúfa fyrir innflutning til Íslands vegna gjaldeyrisskorts.
Renault umboðið hafði hins vegar flutt inn um 100 "Hagamýs" á skjön við innflutningsreglur, og ekki þótt framkvæmanlegt að flytja þær út aftur.
Það hefði sparað Íslendingum talsverða fjármuni ef 100 4CV hefðu verið fluttir inn.
4CV var nýtískulegasti smábíllinn 1946, nýtískulegri en Bjallan, þótt báðir bílarnir væru afturí, því að vélin í 4CV var vatnskæld og gormar á sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og auk þess lauflétt tannstangarstýri.
Á móti sparneytni og lipur 4CV kemur að Juvaquatre var sterkbyggður bíll og hentaði vel fyrir íslenska vegi.
Hann datt yfirleitt frekar upp fyrir vegna ryðs en bilana.
Ómar Ragnarsson, 14.1.2012"
Kristján P. Vigfússon.
Ford GPW 62312
Notandamynd
KPV
Þátttakandi
 
Póstar: 19
Skráður: 12 Maí 2013, 21:19

Re: Renault 4CV

Pósturaf Lovisa » 18 Okt 2013, 18:09

Kærar þakkir fyrir þetta Kristján.

Ég var einmitt búin að lesa bloggið hans Ómars og hafði í kjölfarið samband við hann til þess að leita meiri upplýsinga. Hann var allur af vilja gerður til þess að aðstoða mig og benti mér á að Renault 4 (sem var framleiddur á eftir 4 CV, 1961-1990) hafi gengið undir nafninu "Fjarkinn". Þeir voru víst fáir 4 CV sem komu til landsins, og því ekki orðið til neitt gælunafn yfir þá, en má skoða að nota "eldri Fjarkinn".

Þakka þér fyrir svarið. Þetta eru áhugaverðar pælingar.

Lovísa
Lovisa
Byrjandi
 
Póstar: 2
Skráður: 17 Okt 2013, 20:53

Re: Renault 4CV

Pósturaf Eggert Rutsson » 08 Mar 2014, 21:32

Renault 4CV eru þessir litlu gömlu með rassmótorunum og sjálfsmorðsframhurðunum, framleiddir frá 1947 til 61. F-4 tók svo við og var framleiddur í gríðarlegu magni frá 1961 til 91 og komu hingað einkum sem kassabílar á níunda áratugnum. Ég hef aldrei heyrt talað um eldri og yngri "fjarka"
Eggert Rutsson
Þátttakandi
 
Póstar: 17
Skráður: 01 Des 2007, 20:23
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 3 gestir