Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf Ottinn » 08 Nóv 2013, 09:50

Sælir

Pabbi minn á Wrangler árgerð 1990 sem hann er að fara byrja á að gera upp.
Fjölskyldunni langar að gefa honum í jólagjöf gamalt steðjanúmer sem hann var með á fyrsta bílnum sínum og myndi klárlega setja "punktinn yfir i-ið" í útliti bílsins.

Vandamálið er að bílar framleiddir eftir 1989 hafa ekki leyfi til að bera svona númer, er einhver leið til að "sveigja" framhjá þessum reglum eða er þetta bara ómögulegt?
Óttar Steinn Magnússon
Ottinn
Byrjandi
 
Póstar: 1
Skráður: 08 Nóv 2013, 09:45

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf Móri » 08 Nóv 2013, 10:13

Þetta er því miður ekki hægt, sjá reglugerð. Þú getur fengið þetta sem einkanúmer.

Reglugerð um skráningu ökutækja
nr. 751/2003, með áorðnum
breytingum
29. gr.
Ökutæki skráð fyrir 1. janúar 1989.
Ökutæki, skráð fyrir 1. janúar 1989, mega vera merkt með skráningarmerki af eldri gerð sem
heimilt var að nota á þeim tíma enda séu merkin heil og vel læsileg. Það er skilyrði að á skoðunarskyldum
ökutækjum sé framrúða þar sem festa má skoðunarmiða.
Torfærutæki má bera skráningarmerki sem það var merkt með við gildistöku reglugerðar nr.
78/1997 og til 31. desember 2007.

30. gr.
Fornbifreiðir[og fornbifhjól]30.
Fornbifreið [og fornbifhjól]31, sbr. skilgreiningu um gerð og búnað ökutækja, má merkja með
skráningarmerkjum af eldri gerð, sem voru notuð til og með 1988, í stað skráningarmerkja samkvæmt 18.
gr. Umferðarstofa kveður í verklagsreglum á um gerð og áletrun eldri merkjanna með hliðsjón af aldri
[ökutækjanna]32 og gildandi reglum á sínum tíma.
Þorgeir Kjartansson
Formaður Fornbílaklúbbs Íslands.
sími 895-8195
Notandamynd
Móri
Formaður FBÍ
 
Póstar: 84
Skráður: 13 Jan 2006, 23:42
Staðsetning: Kópavogur

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf admiral » 08 Nóv 2013, 17:35

Þetta hélt ég líka að bílar skráðir
eftir 31.12.1988 gætu ekki verið á
steðja númerum en hvað skoðið
JI 558- Ford Bronco 2 Fyrst skráður
24.02.1989 er á steðja plötum
X 970 Næsta skoðun 01.07.2015

KV. Símon
admiral
Mikið hér
 
Póstar: 94
Skráður: 30 Maí 2008, 20:29
Staðsetning: hveragerði

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf Z-414 » 08 Nóv 2013, 18:39

admiral skrifaði:Þetta hélt ég líka að bílar skráðir
eftir 31.12.1988 gætu ekki verið á
steðja númerum en hvað skoðið
JI 558- Ford Bronco 2 Fyrst skráður
24.02.1989 er á steðja plötum
X 970 Næsta skoðun 01.07.2015

KV. Símon

Mig minnir að ég hafi einhvertíman heyrt að einhverjir bílar hafi sloppið fram yfir áramótinn 1988-89 vegna þess að það hafi verið búið að forskrá þá fyrir áramót, sel það ekki dýrara heldur en ég keypti það.

Ég man að röksemdin fyrir því að hætta við svæðisbundin flakkandi númer var sú að það væri of mikið vandamál að halda utan um allar þær umskráningar sem því fylgdu. Íslendingar eru um 320 þúsund og maður veltir fyrir sér hvernig Þjóðverjum sem eru um 80 milljónir og Austurríkismönnum sem eru 8 milljónir ásamt fleiri Evrópuþjóðum tekst enn þann dag í dag að halda utan um sviðað kerfi og Íslendingar voru með fyrir 1989.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf jsl » 09 Nóv 2013, 02:43

Kerfinu var aðallega skipt út þar sem það var sprungið, fór hæðst í 99999 og eftir það hefði ekki verið hægt að skrá fleiri bíla í Reykjavík :)
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf jsl » 09 Nóv 2013, 02:49

admiral skrifaði:Þetta hélt ég líka að bílar skráðir
eftir 31.12.1988 gætu ekki verið á
steðja númerum en hvað skoðið
JI 558- Ford Bronco 2 Fyrst skráður
24.02.1989 er á steðja plötum
X 970 Næsta skoðun 01.07.2015

KV. Símon


X 970 er skráður árgerð 1988 og er þess vegna innan marka.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf Z-414 » 09 Nóv 2013, 13:03

jsl skrifaði:Kerfinu var aðallega skipt út þar sem það var sprungið, fór hæðst í 99999 og eftir það hefði ekki verið hægt að skrá fleiri bíla í Reykjavík :)

Hefðu þeir opnað á að hæðsti stafurinn gæti líka verið bókstafur hefðu þeir fengið 320þús. númer til viðbótar. Hvernig tölurnar eru notaðar með eða án bókstafa er aukaatriði meginbreitinginn var að taka upp fastnúmerakerfi og þar með kemur líka um leið það vandamál að þú þarft miklu fleiri númer þar sem þau eru ekki endurnýtt. Allir bílar hafa sitt eigið fastnúmer sem er aldrei eins á tveimur bílum og það er "VIN" númer bílsins þannig að það er engin þörf á að auðkenna bíla með sérstöku fastanúmeri.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf Derpy » 23 Nóv 2013, 18:21

JSL, hvernig er með minn Skoda 105 '88? hann er skv. US.is skráður árgerð 1988, en fyrst skráður í Janúar 1989. :(

Skráningarnúmer: JI329
Fastanúmer: JI329
Verksmiðjunúmer: TMB10MOOLJ3639457
Tegund: SKODA
Undirtegund: 105
Litur: Blár
Fyrst skráður: 25.01.1989
Staða: Úr umferð
Næsta aðalskoðun: 01.09.2000
C02 losun (gr/km):
Eiginþyngd (kg): 875

Get ég samt ekki fengið steðjanúmer þar sem hann er skráður "árgerð 1988" eins og JI-558 að ofan?
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf jsl » 25 Nóv 2013, 06:12

Þarft fyrst að skrá hann sem fornbíl í notkunarflokk og svo að ath. með að fá skráð steðjanúmer á hann áður en þú pantar hjá okkur.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf willys » 13 Mar 2014, 16:14

hvað er til ráða hér eru nokkrir sem virðast vera með gömlu númerin af því að þeir séu skráðir árg 88 þó nýskr jan 89 ég var að enda við samtal við umferðastofu útaf mínum bíl sem er nýskr 19 jan 89 samt skr árg 88. svarið var einfald ekki leyfilegt nýskráningin er jan 89 búið mál skiptir ekki máli með árgerðina. er einhver fróðari í dag um þessi mál væri gaman að fá viðbrögð um þetta. kv þ.G.
willys
Byrjandi
 
Póstar: 2
Skráður: 26 Feb 2012, 13:48

Re: Fyrirspurn vegna steðjanúmera

Pósturaf jsl » 15 Mar 2014, 02:25

Það er bara hægt að vísa í Umferðastofu, hún hefur með skráningar að gera og endanlegan úrskurð með skráningu. Ef bílar eru með eldri númer sem ættu ekki að vera samkvæmt árgerð þá hlítur að vera einhver skýring á því hjá US, en US er ekkert skylt að upplýsa það til óviðkomandi.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 5 gestir

cron