Skrítnasti fundurinn!!

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Skrítnasti fundurinn!!

Pósturaf Anton Ólafsson » 10 Nóv 2013, 23:09

Þetta verður án efa að teljast skrítnasti fundurinn sem hefur komið til mín, en Tryggvi Sím fór að segja mér að hann hefði verið að hjóla í hrauninu ofan hafnarfjarðar og þar hafi hann rekist á hvalbak, alveg eins og lincann minn, ég tók því nú passlega trúanlega og áhvað nú að afsanna að þetta væri lincolnpartur lengst út í hrauni..

En Jújú út í hraun fór ég og þarna er framklippa af lincoln, sennilega 73, og miðað við litinn þá grunar mig að þetta sé restin af píanólinkanum, en hann var vissulega rifinn eftir tjónið, eða þetta er smyglaður frammendi af vellinu og menn hafi ekki vitað hvar skildi henda hounum eftir að vél og skipting hafa verið tekin úr.
Mynd
Pallettan sem þetta var á var hraustlega fúinn og grindarbotninn búinn af riði þannig að eitthvað er þetta búið að sitja þarna.
Mynd

Eftir að hafa verið í læri hjá miklum hvalbaksfrömuði var nú ekki annað en hægt að taka hann með...
Mynd

Stoltur með nýja Lincolninn
Mynd

Kominn á Lincolnstaði og byrjaður að "rífa"
Mynd

Mynd

Búinn að rífa og restin komin í járnakarið..
Mynd


EN ótrulegt en satt þá á ég eitt nammibox af dóti úr þessu, sumar plastspennur sem voru brotnar í mínum vorur nefnilega heilar þarna, einnig hirti ég hurðalaminrnar, sennilega minna slitnar en mínar.

Kv

Anton
A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri

Re: Skrítnasti fundurinn!!

Pósturaf gmg » 11 Nóv 2013, 23:31

Anton, þú ert snillingur, takk fyrir að deila þessu með okkur, ég er enn skælbrosandi :lol:
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg ´72 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg. 1989 GMG
BMW 735i árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson
Notandamynd
gmg
Alltaf hér
 
Póstar: 199
Skráður: 01 Apr 2004, 15:43
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Skrítnasti fundurinn!!

Pósturaf Anton Ólafsson » 12 Nóv 2013, 21:48

A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri

Re: Skrítnasti fundurinn!!

Pósturaf Gaui » 12 Nóv 2013, 23:06

Engin smá vél á skjánum mínum 920 cu,in. ?
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Skrítnasti fundurinn!!

Pósturaf Anton Ólafsson » 06 Des 2013, 14:22

Gaui skrifaði:
Engin smá vél á skjánum mínum 920 cu,in. ?



það voru gerðar prentvillur þá rétt eins og nú, en svona Lincoln kemur útbúinn 46o cu.in (7,5L) vél.


Kveðja

Anton
A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri

Re: Skrítnasti fundurinn!!

Pósturaf Ramcharger » 07 Des 2013, 08:15

Smá forvitni, hvað kom fyrir hann?
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Re: Skrítnasti fundurinn!!

Pósturaf Anton Ólafsson » 07 Des 2013, 21:26

Ramcharger skrifaði:Smá forvitni, hvað kom fyrir hann?



Tja Askenaski (klárlega skrifað öðruvísi) lincolinn tjónaðist fljótlega eftir komuna og Gummi Kjartans eignaðist leifarnar og reif hann, sem gerir það enn óskýranlegra af hverju ég fann hvalbakinn þarna, þess vegan grunar mig pínu að þetta sé smygl af vellinum og menn hafa ekkki þorað að fara með þetta í ruslaport eftir að vélin hefur verið tekinn úr, en hinnsvegar passar árgerðin og liturinn við píanólincolninn þannig að hann kemur sterklega inn, ég hringdi nú í Gumma og hann mundi ekki hvar hann henti flakinu.


Kv

Anton
A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron