Hvað er í skúrnum og hvað er að gerast þar?

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Hvað er í skúrnum og hvað er að gerast þar?

Pósturaf Bjarni567 » 19 Feb 2014, 07:15

Það lítur út fyrir að þetta spjall sé að deyja út svo ég ákvað að reyna að hressa aðeins uppá það með að starta þessum þræði þar sem menn vilja vonandi setja inn stutta lýsingu á hvað er í og hvað er að gerast í skúrnum,
allavega í mínum skúr eru þrír fornbílar og verða tveir þeirra vonandi akandi í sumar.

1. Chevrolet Corvette 1984 er í flottu standi en er að vinna í að skipta um lit verður tilbúin fyrir sumarið.
2. Opel GT 1969 átti að fara inn í málingu og smá viðgerðir sem stækkuðu frá dagi til dags aðalega vegna riðs og endaði með að ég keipti ryðlaust body í hreppnum til að nota í varahluti og verður hann vonandi tilbúin seinnipart sumars.
3. Chevrolet Belair 1953 gamall wagon sem verkstæði Árna Gísla breytti í pickup í kringum 1963 að mér skilst og var notaður þar sem verkstæðisbíll í fjölda ára. Ekki mikið að gerast í honum eins og er þar sem hinir tveir eru í forgang fer vonandi að vinna í honum næsta vetur en planið er að gera hotrod móterhjóla transporter úr honum. Hvenar hann sést aftur á götunum já ég hef ekki þorað að hugsa svo langt :D

Ef einhver á gamlar myndir af Belair þá þetti mér vænt um að sjá hvernig hann leit út í gamladaga.

Hvað er í skúrnum þínum? fræddu okkur hin og vonandi hressist þetta spjall við með hækkandi sól.
Bjarni Halfdanarson
1971 Opel GT
1969 Opel GT
1984 Corvette
Bjarni567
Mikið hér
 
Póstar: 52
Skráður: 04 Jan 2009, 01:53
Staðsetning: Ofan í húddi

Re: Hvað er í skúrnum og hvað er að gerast þar?

Pósturaf siggi e12 » 19 Feb 2014, 13:14

Sælir

Ég er með gamlan BMW e12 í skúrnum hjá mér sem ég hefið verið að dunda í.
Hann kemur vonandi á götuna núna í sumar. :D

kv
Siggi e12
Sigurður Höskuldsson
Bmw e12 ´80
siggi e12
Byrjandi
 
Póstar: 2
Skráður: 14 Okt 2010, 12:56
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað er í skúrnum og hvað er að gerast þar?

Pósturaf Hjalti » 21 Feb 2014, 22:26

Sammála um að þetta er svona hálf dauflegt, annars er sérstakur þráður um verkefni í skúrnum sem mætti alveg lífga upp á. Það er aðallega á fornjeppasvæðinu, kringum Hinrik og hina herjeppakallana, sem eitthvað er að gerast, þeir fá prik frá mér.
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvað er í skúrnum og hvað er að gerast þar?

Pósturaf Bjarni567 » 22 Feb 2014, 15:21

Já það er satt Hjalti þó ég hafi engan áhuga á herjeppum sem slíkum þá er mjög gaman að fylgjast með umræðunum um þá og Hinni á heiður skilið fyrir sín mjög svo flottu innleg á þessu spjalli. Vonandi vakna fleiri og fara að skrifa hér svo þetta spjall leggist ekki af sem því miður mér sýnist allt stefna í.
kv:Bjarni
Bjarni Halfdanarson
1971 Opel GT
1969 Opel GT
1984 Corvette
Bjarni567
Mikið hér
 
Póstar: 52
Skráður: 04 Jan 2009, 01:53
Staðsetning: Ofan í húddi


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 5 gestir

cron