Spjallið

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Spjallið

Pósturaf hallif » 21 Feb 2014, 19:27

Eins og segir í þræðinum hér fyrir neðan "Það lítur út fyrir að þetta spjall sé að deyja út".
Við skulum vera duglegir að halda þessu spjalli á lífi, því facebook líður undir lok.
Eitt er það sem er við þetta spjall, að setja myndir er aðeins of mikið mál og það að þurfa að sækja um aðgang þetta hjálpar ekki við að halda því á lífi.
Er ekki hægt að hafa þetta aðgengilegra, eins og myndir að þurfa að minnka mynd og fara með í public,þetta letur fólk. Svo hef ég tekið eftir því að það er stór hópur sem fylgist með hér sem er ekki meðlimir, kannski ekki alveg marktækt því menn skrá sig kannski ekki alltaf inn þegar þeir eru hér.

Ein til gamans
Mynd
Hallfreður Elísson
Áhugamaður GPW MB
GPW42.47624
GPW42.64131
GPW42.64447
MB Slat Grill,árg41.105232.fr öxull 12,17,41.af öxull 12,18,41
MB 42 boddý no104064
8935413
hallfredure@gmail.com
Notandamynd
hallif
Alltaf hér
 
Póstar: 227
Skráður: 22 Feb 2010, 23:08
Staðsetning: ísland á góðum stað

Re: Spjallið

Pósturaf jsl » 22 Feb 2014, 23:23

Ef það þyrfti ekki að skrá sig þá verður spjallið yfirfult af spami og klámi áður en það er hægt að snúa sér við, skráning er líka alveg sjálfvirk og gerist strax. Mjög margir vilja bara skoða en vilja ekki pósta eða taka þátt og það er bara þeira val.

Myndir er auðvelt að minnka í sinni tölvu áður og það er bara dónaskapur að pósta stórum myndum því texti flæðir með þeim og það þarf alltaf að vera færa stikuna til að lesa.

Svo í lokin þá er fyrir löngu búið að auglýsa eftir einhverjum til að halda utan um spjallið og sjá um það, en eins og venjulega þá standa menn ekki í biðröðum til að taka að sér verkefni.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Re: Spjallið

Pósturaf Hjalti » 23 Feb 2014, 21:17

Já, við verðum sjálf að vera dugleg að setja inn pósta til að halda þessu lifandi. Líklega er aðallega við Facebook að sakast. Gallinn við þann miðil að efnisflóðið er líklega of mikið og lítið flokkað, svona á stangli sér maður eitthvað áhugavert, t.d. á svæðinu "Bílar frá 1920-1990"
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Spjallið

Pósturaf Gaui » 21 Apr 2014, 15:21

Að setja inn myndir er allt of flókið. Svo segi ég fyrir mig, rifrildi nöldur sem var um tíma dró úr mér allan mátt.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Spjallið

Pósturaf thor_man » 18 Maí 2014, 19:44

Það væri sniðugt að hafa svipaða útfærslu og jeppaspjall.is, sem notar sama forrit fyrir sitt spjall, phpBB. Þar er hægt að sjá nokkrar nýjustu færslurnar í annarsvegar spjallinu og hinsvegar auglýsingum til hliðar við aðalgluggann. Sérstaklega held ég að þetta virki vel þegar innleggjum fer að fækka eins og gerst hefur hér.

Kv. ÞB.
Þorvaldur Böðvarsson
thor_man
Þátttakandi
 
Póstar: 12
Skráður: 20 Feb 2011, 09:48
Staðsetning: Reykjavík

Re: Spjallið

Pósturaf jsl » 20 Maí 2014, 05:51

Gerir það sama með því að smella á View unread posts og þá sérðu bara það sem þú ert ekki búin að skoða.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Re: Spjallið

Pósturaf sveinn » 22 Maí 2014, 11:27

það sem Þorvaldur er að meina er þessi valkostur á Jeppaspjallinu og er ég honum alveg sammála...

http://www.jeppaspjall.is/search.php?search_id=active_topics

Þarna sjást nýjustu umræðurnar í öfurgri tímaröð þar sem nýjasta færslan er efst. Nota þetta á flestum spjallborðum til að skoða nýjustu umræðurnar. Þessi valkostur hefur hinsvegar aldrei virkað hér og hefur alltaf skilað tómum lista. Spurning hvort það sé hægt að laga það.

http://jsl210.com/spjall/search.php?search_id=active_topics

..."view unread post" er ekki það sama.
Notandamynd
sveinn
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 07 Apr 2004, 10:57
Staðsetning: 105 Reykjavík

Re: Spjallið

Pósturaf jsl » 22 Maí 2014, 13:51

View active topics virkar þá núna, þurfti að fara inn á hvert "borð" til að stilla það á, greinlega ekki hægt að gera það fyrir allt í einu.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Re: Spjallið

Pósturaf sveinn » 22 Maí 2014, 17:45

Frábært, takk fyrir þetta Jón. Það verður mun þægilegra að fylgjast með umræðunum hér núna :)
Notandamynd
sveinn
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 07 Apr 2004, 10:57
Staðsetning: 105 Reykjavík


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 5 gestir