Tveir á toppnum / Stuttmynd

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Tveir á toppnum / Stuttmynd

Pósturaf filmmaking » 08 Apr 2014, 23:36

Halló halló

Ég er að gera stuttmynd - sem mun verða notuð sem promo á mynd í fullri lengd.

Mig vantar aðstoð - í að finna bíla í tvær senur.

Aðeins um myndina:
Myndin fjallar um tvo æskufélaga, Pétur(75) og Þórarinn(77), sem eru samankomnir á elliheimili. Þeir hafa báðir misst konur sínar en láta ekki einmannaleika elliheimilisins fanga sig, og stunda það að strjúka af elliheimilinu, á sinn eigin griðarstað sem er hús í rólegu umhverfi í fallegum Mosfellsdalnum. Þar eru þeir með bílskúr og gera upp bíla, sem þeir nota í að keppa í kappakstri á götum Reykjavíkur. Þetta er kómedía þar sem boðskapurinn er að vera hamingjusamur og lifa lífinu, þrátt fyrir aldur. Einmannaleiki elliheimilisins mun finna andstöðu sína í líf og fjöri götukappakstursins.

Önnur senan krefst um 5-8.fornbíla á túni í Mosfellsdalnum. Tegundir skipta ekki máli. Helst að þeir eru mismunandi tímum (þannig að áhorfandinn finni fyrir því að þeir gömlu hafi verið að gera þetta lengi). Bílar frá '50s, '60s, '70s, '80s, '90s.

Hin senan er kappakstur. Ég þarf einn hero bíl í formi fornbíls. Bíll aðalleikarana. Ég sé fyrir mér Chevi Impala '67-'75. Í viðbót þarf um 10 nýrri sportbíla (eftir '90) sem eru líklegir til að líta út til að geta keppt í kappakstri. Tegundir skipta ekki máli. Litríkir bílar væru frábærir. Ég vil ýkja þennan heim mikið.

Tökur á þessum tveim senum eru 9.maí(tún í Mosfellsdal) og 10.mai(fyrir race senan).

Það væri frábært ef einhver gæti aðstoðað mig - eða getur sent mér upplýsingar um einhvern sem gæti það.

Takk kærlega,
Valdimar Kúld
valdimarkuld@gmail.com
8451355
filmmaking
Byrjandi
 
Póstar: 1
Skráður: 08 Apr 2014, 23:22

Re: Tveir á toppnum / Stuttmynd

Pósturaf Börkur Bó » 09 Apr 2014, 19:07

ég á Lödu Sport 1987, get græjað hana á gamlar plötur
mátt fá hana :D
-Massey Ferguson 35 ´59
-Lada Sport 1986
- M.Benz 309 ´89
-Renault Megane 2005
- Nissan Terrano 1991
Notandamynd
Börkur Bó
Alltaf hér
 
Póstar: 118
Skráður: 20 Jan 2008, 23:28
Staðsetning: borg óttans

Re: Tveir á toppnum / Stuttmynd

Pósturaf Jón Hermann » 10 Apr 2014, 23:40

Ég á þessa tvo.
Viðhengi
vogar16[1] (Medium).jpg
vogar16[1] (Medium).jpg (97.31 KiB) Skoðað 4853 sinnum
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron