Síða 1 af 1

Fornbíla aldur?

PósturSent inn: 26 Jún 2014, 23:06
af MALIBU 79
Hvernig er það þegar bílar eru skráðir fornbílar hvort er farið eftir framleiðsluári, Fyrstaskráning eða nýskráningar dag? Nú er ég til dæmis með bíl sem er með sama "fyrsta skráning og nýskráningar dagur" sem er 15,05,92 en síðan er framleiðslu árið 1991 þannig hvort fellur hann undir það að vera forn bíll 2016 eða 2017?

Re: Fornbíla aldur?

PósturSent inn: 27 Jún 2014, 03:52
af jsl
Af us.is

Hvaða reglur gilda um skráningu á aldri ökutækja?
Almennt er fyrsti skráningardagur látinn gilda sem aldursviðmiðun ökutækja. Þegar ökutæki er skráð nýtt hér á landi er það því nýskráningardagur hér á landi sem gildir sem fyrsti skráningardagur. Ef ökutæki er skráð notað hér á landi eru upplýsingar um fyrsta skráningardag ökutækis sóttar í erlent skráningarskírteini. Ef ekki eru til upplýsingar um fyrsta skráningardag notaðra ökutækja eru skráðar upplýsingar um framleiðsludag ökutækisins.

Re: Fornbíla aldur?

PósturSent inn: 28 Jún 2014, 01:57
af MALIBU 79
þannig að samkvæmt þessu þá verður hann ekki fornbíll fyrr en 2017?