Veit einhver um olíu þrýsting á y blokk ford

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Veit einhver um olíu þrýsting á y blokk ford

Pósturaf balli65 » 13 Sep 2014, 14:00

Komið þið sæl :) Mig langar að spyrja ykkur reynsluboltanna hvernig þetta er með olíuþrýsting á y blokk Ford 368. Málið er að ég var lokksins að eignast fornbíl. Hann virðist ekki fá smurningu upp á rocker armanna en svo þegar maður fer að googla þá er talað um að þetta sé algent með þessar vélar. þetta er 1957 mercury.
balli65
Byrjandi
 
Póstar: 4
Skráður: 13 Sep 2014, 13:54

Re: Veit einhver um olíu þrýsting á y blokk ford

Pósturaf Erlingur » 15 Sep 2014, 22:04

Sælir, til hamingju með bílinn.

Þetta ku vera 368 Lincoln sem Mercury hafði á þessum tíma. Annars þekki ég þessar vélar ekkert, en nokkrir punktar sem eru almenns eðlis:

- Það er spurning um að koma nema á olíurásina einhverstaðar svo þú vitir nákvæmlega hvað hann er með í þrýsting, tengja sem sé mæli við og sjá mun á heitri vél og kaldri og hvernig þetta breytist með snúning. Mjög lár þrýstingur er væntanlega afleiðing af sliti í dælu, honum blæðir óhóflega á legum og þessháttar. Uppgerð á vélinni er sjálfsagt eina lausnin.
- Ef þrýstingurinn er þokkalegur er skoðandi hvernig undirlyfturnar hafa það. Nú veit ég ekki einu sinni hvort það séu olíu undirlyftur, en giska á að svo sé. Þá er séns að þetta sleppi með að lyfta af honum milliheddinu til að taka undirlyftur úr og setja nýjar. Það skiptir líka máli hvernig hún er að innan, ef þetta er allt sótað og fullt af drullu er þetta kannski spurning um að þrífa það sem hægt er án þess að rífa allt í tætlur - besta falli undirlyftur, stangir og rokker arma, setja nýja olíudælu.
- Svo er spurning hvort hægt sé að snúa olíudælunni í vélinni án þess að hún sé í gangi. Á mörgum af þessum USA V8 er dælan drifin af skafti sem liggur upp í kveikju og er drifinn af knastás. Þá er hægt að kippa kveikjunni upp, setja rétt tól (stöng sem maður smíðar eða gúgla 'oil priming tool' og kaupa) og snúa dælunni með borvél. Meðan dælunni er svo snúið er hægt að skoða hvar blæðir ef það er málið.

Annars er slit og almenn þreyta líkleg skýring ef langt er síðan vélin var tekin upp og líklegt að eina lausnin sé að fara í slíka aðgerð og tryggja þá góðan olíuþrýsting á eftir.
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Re: Veit einhver um olíu þrýsting á y blokk ford

Pósturaf balli65 » 18 Sep 2014, 09:55

Takk kærlega fyrir að gefa mér þessar upplýsingar Erlingur. þær voru mjög gagnlegar. Takk fyrir mig. Kveðja, SBS :)
balli65
Byrjandi
 
Póstar: 4
Skráður: 13 Sep 2014, 13:54


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 10 gestir

cron