Félagsheimilið Hlíðarsmára

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Félagsheimilið Hlíðarsmára

Pósturaf gmg » 16 Jan 2015, 23:42

Sælir félagar, langaði aðeins að forvitnast um skoðanir manna á okkar ágæta félagsheimili að Hlíðarsmára, mér sjálfum leist ágætlega á það í byrjun, það var jú gott fyrir klúbbinn að ná að fjárfesta fyrir það sem að við áttum eftir bygginga ævintýrið okkar ( þetta var og er góð fjárfesting ).

Fyrsta sem að ég var ekki sáttur við í byrjun var 3ja hæð, þetta er jú bílaklúbbur og því væri nú heppilegast að hafa jarðhæð þar sem að hægt væri að sýna bíla og leggja beint fyrir utan og skoða þar aðra bíla sem að leggja líka beint fyrir utan.

Þannig er það ekki hjá okkur en við höfum stórt bílastæði fyrir utan sem að lofaði góðu en viti menn er ekki tölvuskóli á kvöldin sem að gerir það að verkum að það eru aldrei bílastæði fyrir utan hjá okkur sem að mér þykir mjög miður !

Svo er það félags aðstaðan, ég rak augun í þessa tilkynningu frá klúbbnum : Þorrablót FBÍ

Þorrablótið 2015 verður haldið laugardaginn 14. febrúar. Verð með mat er kr. 3.500 (sama og 2014) og að venju verða einhver óvænt skemmtiatriði. Þar sem krafa um neyðarútgang og takmörkun á fjölda gesta í veislum í Hlíðasmáranum þá verður þorrablótið haldið í sal Skaftfellingafélagsins, Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) 4. hæð. Á móti þá er hægt að hafa fleiri í sæti þar sem síðustu þorrablót hafa verið uppseld. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23. leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195, ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir pantaðir miðar seldir. [06.01]jsl "


Ég var búinn að heyra af þessu með að það þyrfti að setja brunastiga vegna þess að leyfilegur gestafjöldi þarf neyðarútgang, klúbburinn vildi setja upp brunastiga sem að húsfélagið hafnaði, þannig að við erum í dag með félagsheimili bílaklúbbs á 3ju hæð þar sem að við getum ekki haldið stórar uppákomuur eins og þorrablót o.fl, með engum lausum bílastæðum og engri aðstöðu til að skoða bíla !

Þurfum við þá í dag að leigja okkur sali fyrir stærri atburði eins og þorrablót og þá væntanlega aðalfund ?

Ég vil ALLS EKKI GERA LÍTIÐ ÚR STÖRFUM MANNA sem að hafa staðið sveittir í sjálfboðavinnu við að standsetja félagsheimilið okkar, ég vill bara varpa þessu fram.


Með vinsemd og virðingu,

Gunnar Már Gunnarsson
Félagi í Fornbílaklúbbi Íslands.
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg ´72 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg. 1989 GMG
BMW 735i árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson
Notandamynd
gmg
Alltaf hér
 
Póstar: 199
Skráður: 01 Apr 2004, 15:43
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Félagsheimilið Hlíðarsmára

Pósturaf jsl » 17 Jan 2015, 02:54

Því miður þá þurfum við að halda þorrablótið á öðrum stað núna, en það var alveg vitað að húnsæðið okkar mundi aldrei vera nógu stórt fyrir stærri viðburði (+100) eins og þorrablótið er farið að vera. Það hefur þurft að neita félögum um miða og stjórn finnst það betra að hafa þann viðburð í stærri sal svo að allir komist að. Aðalfundur verður auðvitað hjá okkur.

1. 2. eða 3 hæð skiptir ekki öllum máli þar sem auðvelt er að vera úti fyrir þá sem vilja og þar sem lyfta er í húsinu þá ætti það ekki að vera mikið mál að komast upp og niður. Eins og kom fram á þeim fundi sem var haldin til ákveða með húsnæðið þá voru þeir staðir sem höfðu verið skoðaðir á 1. hæð að þá hefði þurft að kosta miklu til að standsetja og eins eru gjöld auðvitað hærri og mjög fáir staðir sem eru með laus stæði og góða að- og frákomu, Hlíðasmári og þetta hverfi er í miðju höfuðborgarsvæðisins.

Þegar félagsfundur var haldin á staðnum til að ákveða hvort keypt yrði þá lá fyrir og var sérstaklega rætt að tölvuskóli væri í húsinu, en hann er ekki starfandi yfir sumarið og bílastæðið alltaf laust þegar við erum að rúnta á þeim gömlu.

Það kom ekki í ljós fyrr en seinna að krafa er um að hafa brunastiga og sérstaklega út frá nýjum hertum byggingareglum, en vegna stífni annarra eiganda í húsinu þá hafa þeir neita okkur um að setja upp þennan stiga (sem er búið að teikna og úrfæra) þó að það kosti aðra eigendur í húsinu ekki krónu.

Það er aðallega vonbrigði í öllu þessu að eftir allan þennan tíma sem klúbburinn var á vergangi og mikið talað um hvað væri gott að komast í fast húsnæði að þegar það er loks komið, og með góðri aðstöðu, að fleiri skuli ekki nýta sér það og félagar sýnt lítinn áhuga á vera með meira félagsstarf.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 6 gestir

cron