"íslenskur bíll"

Ertu að leita eftir þínum gamla, eða núverandi eiganda af vissum bíl?
Komdu með fyrirspurn. ATH. EKKI FYRIR AUGLÝSINGAR.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

"íslenskur bíll"

Pósturaf crown victoria » 15 Feb 2009, 01:58

datt í hug að henda þessu hér inn og hjálpa uppá manninn við leitina endilega að láta hann vita ef þið vitið eitthvað um þetta hann yrði eflaust ánægður :D

http://www.f4x4.is/new/photoalbum/defau ... =cars/5819
Valur P.
VW Bjalla "73
VW Bjalla "71
VW Bjalla "?
Nokkrar Lödur...
crown victoria
Mikið hér
 
Póstar: 84
Skráður: 11 Feb 2008, 14:06

Pósturaf Mercedes-Benz » 02 Mar 2009, 10:29

HEHE Sverrisson....!

Það væri gaman ef þetta væri ofanjarðar.... Gaman væri að sjá svipinn á þeim hjá umferðarstofu ef þetta ætti að endurskrásetja...... :lol: :lol: :lol:
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Z-414 » 19 Maí 2010, 21:38

Ég sé að það var búið að setja þessa fyrirspurn mína sem ég gerði einhvertímann á vef f4x4.is hingað inn og ég þakka fyrir það, hún á náttúrulega miklu betur heima hérna. En þetta snýst sem sagt um það að mig langar að vita meira um bílinn sem hann afi minn smíðaði og hvað varð um hann.
Mynd
Þetta er bíll sem afi minn Einar Sverrisson smíðaði á þeim tímum þegar bílar voru munaðarvara og fengu færri en vildu. Bíllinn var skráður með tegundarheitinu "Sverrisson" og var líklega smíðaður einhverntíma upp úr 1950 en þá bjó Einar á Selfossi og vann á búvélaverkstæði KÁ. Efniviðurinn kom úr ýmsum áttum t.d. var vélin úr Chevrolet mjólkurbíl, húsið var smíðað úr timbri. Mér var einhverntíma sagt að hann hefði síðast sést í döpru ástandi á Stokkseyri eða Eyrarbakka.
Síðast breytt af Z-414 þann 14 Ágú 2010, 21:32, breytt samtals 2 sinnum.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Ásgrímur » 19 Maí 2010, 22:18

Svona kúbu fílingur, eða rúmlega það samt, hef aðeins verið að skoða þetta fyrirbæri .þe, þessa bíla hér, heimasmíðuðu, svona íslenskt sveitamix sem smíðað er eftir aðstæðum og aðföngum, bíla sem bera það með sér að vera "lifandi" svona eins og torfbæirnir stöðugar bætur hér og þar, þó ég viti ekki alveg hvernig eigi að koma því í orð þá, ættu hugsandi menn að ná conseptinu,.
það væri gaman að gera smá samantekt um þessa bíla.
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

Pósturaf Z-414 » 14 Ágú 2010, 21:30

Fann aðra mynd af bílnum hjá móður minni og set líka inn mynd af bílasmiðnum
Mynd

Bílasmiðurinn Einar Sverrisson (F. 1. apríl 1914 D. 30. janúar 2004)
Mynd
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Z-414 » 09 Okt 2011, 16:07

Kominn með aðeins meiri upplýsingar.
Bíllinn virðist hafa verið í eigu manns að nafni Gestur Jónsson, fann mynd af bílnum í myndasafni dóttur hans Arndísar Gestsdóttur á Flickr

Mynd
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Frank » 10 Okt 2011, 09:29

Synd að svona skemmtilegar minjar hafa ekki verið varðveittar.
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Z-414 » 10 Okt 2011, 10:06

Ég er ekki alveg viss með númerið, hann var í Árnessýslu þannig að það er nokkuð örugglega X, ætla að finna orginal myndina og sjá hvort það sérst ekki betur á henni.
Búinn að fá að vita að hann valt 1959 sem skýrir líklega útlitsbreitinguna milli myndanna.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Z-414 » 10 Okt 2011, 19:20

Það er einmitt verið að vinna í því.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: "íslenskur bíll"

Pósturaf Aldowin » 20 Nóv 2015, 04:43

Gaman væri að sjá svipinn á þeim hjá umferðarstofu ef þetta ætti að endurskrásetja......
ผลบอลสด
Aldowin
Þátttakandi
 
Póstar: 10
Skráður: 11 Sep 2015, 04:00

Re: "íslenskur bíll"

Pósturaf Dísa Gests » 05 Ágú 2021, 18:16

Foreldrar mínir áttu Sverrisson um tíma og mig minnir að hann hafi verið með númerið X499. Það er rétt að hann valt á hliðina með okkur rétt við Ingólfsfjall og er sagt hér árið 1959. Það má vel vera. Hann fór á hliðina og sluppu allir ómeiddir að öðru leyti en því að systir mín brenndi sig smávegis á púströrinu þegar henni var bjargað út úr bílnum. Ég man að pabbi sagði að stýrið hefði farið úr sambandi.
Dísa Gests
Byrjandi
 
Póstar: 1
Skráður: 05 Ágú 2021, 18:10


Fara aftur á Bílaleit

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron