Síða 1 af 3

Leit að Volvo Amazon árg. 1970

PósturSent inn: 15 Maí 2008, 22:43
af krúsi
Sælir félagar,

nú langar mig að leita að gamla bílnum mínum sem ég átti í ca. 8-9 ár og varð að selja, mér til mikilla ama.

Þetta er Amazon 122 S 2 dyra, er einn af síðustu 1000 bílunum sem voru framleiddir, nr 383 þús og eitthvað. Þegar ég sel hann var hann matt svartur með skyggðar afturrúður, allt króm hafði verið tekið af honum (af fyrri eiganda), 2 loftnet voru á sitthvoru brettinu að aftan, rautt leður að innan. Bíllinn var óryðgaður þrátt fyrir háan aldur, þökk sé upprunanum í norður Finnlandi, Lapplandi. Númerið á bílnum þegar ég átti hann var
PF 322.

Ég bjó í Finnlandi í mörg ár þar sem ég keypti bílinn 1993, flutti með mér til Íslands og notaði daglega til 2001 er honum var lagt þar sem ég fluttist til DK.
Bílinn varð ég svo að selja 2004 er geymslustaðurinn sem hann var á datt upp fyrir og ég enn í DK.

Mig minnir að maðurinn sem keypti hann af mér heiti Ásbjörn, (vinur minn sá um söluna þar sem ég var í DK), gæti hafa verið bílstjóri hjá strætó. Með bílnum fylgdi MIKIÐ af vara-/aukahlutum, ss. allir krómlistar, orginal Trelleborg dekk o.m.fl.

Mig myndi MIKIÐ langa til að vita um bílinn, var hann gerður upp, er hann orðin hræ, farinn yfir móuna miklu, og svo mest af öllu, ER HANN FALUR?

Takk fyrir allar ábendingar og hjálp.

(reyni að setja myndir sem fyrst)

með sumarkveðju
Markús B. Jósefsson
Selfoss

PósturSent inn: 16 Maí 2008, 00:20
af ADLERINN®
Sæll, bróðir minn kaupir tvo amazon bíla af þeim sem þú seldir bílinn annar er varahluta bíll en bíllinn sem þú áttir var notaður af okkur bræðrum af og til þangað til að bróðir ákveður að selja ungum dreng bílinn sem ætlaði að gera bílinn upp. Hvar bíllinn er í dag veit ég ekki.

En þarna er þráður af Spjallsvæði Live2Cruize þar sem er eitthvað um bílinn.

http://www.live2cruize.com/spjall/showt ... lvo+amazon


Mynd



Svo er þarna spjallsvæði volvo manna http://volvochat.forumcircle.com/

Amazoninn

PósturSent inn: 16 Maí 2008, 01:34
af krúsi
Með fljótu auga virðist þetta vera hann, (Gamli Amazoninn minn), fyrir utan krómfelgurnar....... :shock:

Ég yrði að fá að skoða hann sjálfur þar sem að ég kom fyrir hlut í honum sem yrði ekki fundin af neinum nema mér, nema að rífa hann í spað, og þekkja vel til Volvol, til að vita að þetta sé sá eini sanni.

Hvar er Gamli? og hvern á ég að hringja í?

kveðja

Markús

semgeturekkibeðið

Volvo

PósturSent inn: 16 Maí 2008, 01:54
af krúsi
Svo er þarna spjallsvæði volvo manna http://volvochat.forumcircle.com/


ég virðist ekki geta skráð mig þar inn þar sem ég er með yahoo.com

veistu afhverju?

kv.
Markús

semkannekkiátölvur

Re: Amazoninn

PósturSent inn: 16 Maí 2008, 09:37
af ADLERINN®
krúsi skrifaði:Með fljótu auga virðist þetta vera hann, (Gamli Amazoninn minn), fyrir utan krómfelgurnar....... :shock:

Ég yrði að fá að skoða hann sjálfur þar sem að ég kom fyrir hlut í honum sem yrði ekki fundin af neinum nema mér, nema að rífa hann í spað, og þekkja vel til Volvol, til að vita að þetta sé sá eini sanni.

Hvar er Gamli? og hvern á ég að hringja í?

kveðja

Markús

semgeturekkibeðið


Þetta er hann ! ég reddaði þessum felgum undir hann það var allt annað að keyra hann á breiðari felgum miklu skemmtilegri.

Amazon...

PósturSent inn: 16 Maí 2008, 15:17
af krúsi
Ég var með hann á Dodge Dart felgum og breiðum dekkjum. :shock:
Hvað varð um stýrið? Sýnist vera á myndinni orginal stórt stýri, hann var með Volvo rallýstýri þegar ég átti hann sem er helmingi minna og miklu meira cool 8) .

Verst er að heyra að hann sé ekki falur .... :cry:

Re: Amazon...

PósturSent inn: 16 Maí 2008, 16:36
af ADLERINN®
krúsi skrifaði:Ég var með hann á Dodge Dart felgum og breiðum dekkjum. :shock:
Hvað varð um stýrið? Sýnist vera á myndinni orginal stórt stýri, hann var með Volvo rallýstýri þegar ég átti hann sem er helmingi minna og miklu meira cool 8) .

Verst er að heyra að hann sé ekki falur .... :cry:


Stýrið er held ég í þessum í dag



Mynd

http://volvochat.forumcircle.com/viewto ... lvo+amazon

Mynd

Mynd

En ég held að bróðir eigi ennþá Dodge felgurnar og dekkin.


+++

Re: Amazoninn

PósturSent inn: 18 Maí 2008, 13:16
af Garðar
krúsi skrifaði:Með fljótu auga virðist þetta vera hann, (Gamli Amazoninn minn), fyrir utan krómfelgurnar....... :shock:

Ég yrði að fá að skoða hann sjálfur þar sem að ég kom fyrir hlut í honum sem yrði ekki fundin af neinum nema mér, nema að rífa hann í spað, og þekkja vel til Volvol, til að vita að þetta sé sá eini sanni.

Hvar er Gamli? og hvern á ég að hringja í?

kveðja

Markús

semgeturekkibeðið


Þennan Amazon sá ég fyrir nokkrum árum. Hann var þá geymdur inni, í skemmu ekki langt frá Skálholti. Get bara ekki munað nafnið á bóndabænum, en skemman var áður notuð fyrir einhverja dýrarækt en er núna leigð sem geymslustaður fyrir bíla, hjólhýsi og tjaldvagna.

Re: Amazoninn

PósturSent inn: 18 Maí 2008, 16:41
af ADLERINN®
Garðar skrifaði:
krúsi skrifaði:Með fljótu auga virðist þetta vera hann, (Gamli Amazoninn minn), fyrir utan krómfelgurnar....... :shock:

Ég yrði að fá að skoða hann sjálfur þar sem að ég kom fyrir hlut í honum sem yrði ekki fundin af neinum nema mér, nema að rífa hann í spað, og þekkja vel til Volvol, til að vita að þetta sé sá eini sanni.

Hvar er Gamli? og hvern á ég að hringja í?

kveðja

Markús

semgeturekkibeðið


Þennan Amazon sá ég fyrir nokkrum árum. Hann var þá geymdur inni, í skemmu ekki langt frá Skálholti. Get bara ekki munað nafnið á bóndabænum, en skemman var áður notuð fyrir einhverja dýrarækt en er núna leigð sem geymslustaður fyrir bíla, hjólhýsi og tjaldvagna.


Bíllinn var þar til 2004.
:wink:

Núna er hann á Akureyri í uppgerð :!:

Re: Amazoninn

PósturSent inn: 19 Maí 2008, 16:48
af krúsi
Þennan Amazon sá ég fyrir nokkrum árum. Hann var þá geymdur inni, í skemmu ekki langt frá Skálholti. Get bara ekki munað nafnið á bóndabænum, en skemman var áður notuð fyrir einhverja dýrarækt en er núna leigð sem geymslustaður fyrir bíla, hjólhýsi og tjaldvagna.[/quote]


Hann var í geymslu á Klettum, þar var áður kjúklingabú, (Klettakjúklingur). Geymslustaðurinn brást, og ég varð að selja Amazoninn þar sem ég var í Danaveldi. Annars ætti ég hann ennþá, sem og Lapplanderinn.

kv.
Markús

PósturSent inn: 19 Maí 2008, 23:18
af Björgvin Ólafsson
Hér er hann síðasta haust, hann stendur úti í dag og eitthvað búið að rífa meira af honum

Mynd

kv
Björgvin

PósturSent inn: 20 Maí 2008, 23:56
af Sigurbjörng
Tók myndir af honum um daginn en þær eru svo dökkar og leiðinlega. Annars mundi ég skella þeim inn

Myndir.....

PósturSent inn: 21 Maí 2008, 17:44
af krúsi
Endilega skella myndunum inn, eða senda mér þær á mail.

krusi69@yahoo.com


kv.
Markús

PósturSent inn: 07 Jún 2008, 03:33
af ADLERINN®

Amazoninn.....

PósturSent inn: 08 Jún 2008, 10:59
af krúsi
Það sem mér finnst svolítið merkilegt, er að þegar ég átti bílinn var hann ekki ryðgaður, (hefði ekki tekið það í mál). Svo set ég hann í geymslu 2001-2 og hann er í upphitaðri geymslu þar sem var ekki raki, og síðast er ég sá bílinn var ekkert ryð að myndast, nema komin smá "bóla" á bílstjórahurðina.

Núna les maður allstaðar að hann sé meira eða minna orðinn að ryðhrúgu..... :cry:

Hvað skeði eiginlega um bílinn........ var honum dýpt í sjóinn og látinn standa uppá hól í nokkra mánuði........ :lol:

Að vísu geta bílar farið MJÖG illa á stuttum tíma ef ekkert er hugsað um þá.