Síða 1 af 1

De Soto

PósturSent inn: 03 Feb 2009, 22:02
af Amatör
Sælt veri fólkið. Gaman væri að vita eitthvað um þennan bíl. Þetta mun vera Chrysler De Soto, ca 1942. Myndin er tekin við Efri-Vindheima á Þelamörk í Hörgárdal. Ég veit ekki hverjir mennirnir á myndinni eru fyrir utan þann sem lengst til hægri. Það er Jónatan Davíðsson, 1899-1971, síðast bóndi í Fífilgerði í Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði. Takið eftir flöskunni á húddinu.

Mynd

De Soto

PósturSent inn: 06 Feb 2009, 23:07
af Amatör
Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Getur kannski einhver sagt mér hver átti bílnúmerið A-540?

Kv, Óskar

Re: De Soto

PósturSent inn: 06 Feb 2009, 23:52
af Derpy
Amatör skrifaði:Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Getur kannski einhver sagt mér hver átti bílnúmerið A-540?

Kv, Óskar


Síðast skráð á einhverja Mösdu 626 árg '88

PósturSent inn: 08 Feb 2009, 23:16
af Amatör
Já takk fyrir það. Þá er bara spurning hver eða hverjir áttu númerið. En varðandi DeSoto. Voru þetta algengir bílar hér á landi? Og er einhver til ennþá?