Subaru Brat (pick up)

Ertu að leita eftir þínum gamla, eða núverandi eiganda af vissum bíl?
Komdu með fyrirspurn. ATH. EKKI FYRIR AUGLÝSINGAR.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Subaru Brat (pick up)

Pósturaf forsetinn » 12 Okt 2011, 00:31

hef verið að reina að leita uppi þessa snilldar bíla með slæmum árangri virðist eins og þeir séu flestir horfnir ef þið vitið um svona farartæki megið þið endilega láta mig vita
forsetinn
Byrjandi
 
Póstar: 3
Skráður: 28 Apr 2009, 21:34

Pósturaf Siggi Royal » 12 Okt 2011, 10:15

Svona bíll er töluvert á ferðinni í efra Breiðholti og fellum, hvítur og vel útlítandi.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Offari » 12 Okt 2011, 14:08

Það er til hræ á Þorvaldsstöðum í Breiðdal.
Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Pósturaf firehawk » 13 Okt 2011, 23:04

Rakst á einn rauðan á ferðinni hér á Akureyri. Sýndist númerið vera AB 298.

-j
firehawk
Alltaf hér
 
Póstar: 136
Skráður: 06 Apr 2004, 09:11
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Z-414 » 14 Okt 2011, 21:36

Brat er sérstakur bíll innblásinn af Chevrolet El Camino og Ford Ranchero.

Hérna Brat af fyrri kynslóð

Mynd

Og annar af seinni kynslóð

Mynd

Ég vildi hinsvegar gjarnan finna góðan Subaru GFT, ég átti tvo svoleiðis þegar ég var ungur. Þeir voru með tveggja blöndunga 1600 vél og unnu ágætlega enda ekki nema rétt rúm 800kg (voru bara með framdrifi). Gömlu Subaru-arnir voru góðir og skemmtilegir bílar sem því miður vildu hverfa frekar hratt.

Þetta er fyrri GFT inn sem ég átti

Mynd

og hér er einn í Ameríkuútgáfu miðað við stuðarann

Mynd
Síðast breytt af Z-414 þann 03 Nóv 2011, 09:59, breytt samtals 1 sinni.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Offari » 03 Nóv 2011, 09:29

Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 04 Nóv 2011, 17:02

Sæl Öllsömul.

Svo Subaru pic-up heitir Brat.

Ég hef alltaf kallað þetta "Fisksala-Súbarú" !

Konunni minni langar alveg hreint ógurlega í einn svona.
Styð hana vel í því.
Reyndar líst henni líka vel á El Camino og Chevrolet Stepside pickup, en það er annar verðflokkur en Subaru.

Ég og frúinn spjölluðum við eigenda Subaru Brat, (Fisksala Súbarú) sem stendur oft a sumrin hjá verkstæði Símans, rétt hjá Tollútibúi Íslandspósts uppi á Höfða.

Rauður Subaru, afar heillegur og fallegur.
Í daglegri notkun.
Og var ekki til sölu, ekki ennþá.

Eigandin vinnur á verkstæði Símans, og er búin að eiga bílinn lengi.


Subaru GFT voru ansi skemmtilegir bílar.
Mjög sportlegir, léttir og spækir.
Sérstakleg ef þeir voru með 1800 vél.

Ég og félagi minn lékum okkur eitt sinn á einum slíkum, með 1600 vél, reyndum að festa hann í snjósköflum á Akureyri.
Ekki tóskt það, fyrr en dágóður skafl hrundi ofan á húddið og hélt bílnum föstum.

Bróðir minn átti lengi Subaru GFT.
Ég man helst eftir lélegu lakki, hljóðinu í "pönnukökuvélinni" (boxermótor), og blikkhljóðinu þegar maður lokaði hurðunum.
Og ryði, Subaru-inn ryðgaði hraðar en gamli Opelinn minn !

Mér fannst alltaf frekar ómerkilegar hurðir, og ómerkileg lokunarhljóð í hurðunum á Litla Gula Opelnum mínum, samanborið við amerísku kaggana.
Sú minnimáttarkennd læknaðist alveg, þegar Datsun, Mazda og Subaru birtust á götum Akureyrar.

Ég sá einn Subaru GFt seinasta sumar í bílakirkjugarði í Þingeyjarsýslu.
Drappbrúnn, 1800 vél.
Sá bíll er ónýtur.
Liggur á toppnum, boddýið allt undið og ónýtt.
Sorglegt að sjá bíla fara þannig.
Á myndir af honum.
Ég, frúinn og félagi okkar sem sáum bílinn ræddum einmitt um, hve gaman hefði verið að ná í einn slíkan heillegan.

Ef ég man rétt, þá er alltaf einn og einn eldri Subaru til sölu í USA.

Fleira varðandi Subaru.
Sumir Subaru bílar komu með digital mælaborðum.
það eru einu digital mælaborð sem ég hef séð endast eitthvað.
Veit dæmi þess, að í 20 ára gömlum Subaru er digital mælaborðið ennþá í lagi.

Opel sendi einnig á markað bíla með digital mælaborðum, en ég veit ekki um einn, ekki einn einasta eldri Opel sem er ekki með einhverja bilun í digital mælaborði.

Merkilegt, því ég hélt, að íhlutir fyrir yngri bíla, (ca. 20 ára og yngri) og nútímabíla, þar á meðal digital mælaborð, væri allur á hendi eins til þriggja aðila fyrir alla bíla í heiminum.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Z-414 » 04 Nóv 2011, 18:02

Heimir H. Karlsson skrifaði:.....Ég og félagi minn lékum okkur eitt sinn á einum slíkum, með 1600 vél, reyndum að festa hann í snjósköflum á Akureyri.
Ekki tóskt það, fyrr en dágóður skafl hrundi ofan á húddið og hélt bílnum föstum.

Þetta get ég staðfest, Subaru GFT var magnaðasti einsdrifs snjóakstursbíll sem ég hef nokkur tímann komist í kynni við, það var nánast ómögulegt að festa hann sama hvað maður demdi honum út í djúpa skafla hann gat alltaf bakkað út aftur. Og fjórhjóladrifnir bræður hans voru sannkallaðir þjóðsagnabílar hvað þetta varðar.

Heimir H. Karlsson skrifaði:Bróðir minn átti lengi Subaru GFT.
Ég man helst eftir lélegu lakki, hljóðinu í "pönnukökuvélinni" (boxermótor), og blikkhljóðinu þegar maður lokaði hurðunum.
Og ryði, Subaru-inn ryðgaði hraðar en gamli Opelinn minn !

Já maður nánast gat horft á þá ryðga því miður. Hljóðið í boxervélinni fannst mér alltaf skemmtilegt, það var svona gróft og grimmdarlegt. Þessir bílar unnu nokkuð skemmtilega þó að vélarnar væru ekkert sérstaklega stórar, en þeir voru léttir, GFT viktaði ekki nema einhver rúm 800kg

Heimir H. Karlsson skrifaði:Fleira varðandi Subaru.
Sumir Subaru bílar komu með digital mælaborðum.
það eru einu digital mælaborð sem ég hef séð endast eitthvað.
Veit dæmi þess, að í 20 ára gömlum Subaru er digital mælaborðið ennþá í lagi.

Opel sendi einnig á markað bíla með digital mælaborðum, en ég veit ekki um einn, ekki einn einasta eldri Opel sem er ekki með einhverja bilun í digital mælaborði.

Merkilegt, því ég hélt, að íhlutir fyrir yngri bíla, (ca. 20 ára og yngri) og nútímabíla, þar á meðal digital mælaborð, væri allur á hendi eins til þriggja aðila fyrir alla bíla í heiminum.

Nú veit ég ekki hvernig þetta er í dag (hef ekki átt Asíubíl lengi) en á þessum tíma voru Japönsk rafkerfi í sérflokki og báru höfuð og herðar yfir bæði Amerísk og Evrópsk kerfi, rafkerfisvandamál voru nánast óþekkt í þessum bílum.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf zerbinn » 05 Nóv 2011, 12:29

ég held ég viti hvaða drappaði bíll þetta er sem þú talar um Heimir. Sá bíll lennti í bílveltu í kringum 1990 og var gjör ónýtur eftir það. Það er síðasti svona bíllinn sem ég man eftir
Bjarki Hall. Bassaleikari
2x Mercury Comet árg. 1964
MMC Galant árg. 1979
UAZ 452 árg. 1970
zerbinn
Veit mikið
 
Póstar: 606
Skráður: 13 Okt 2007, 00:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Bens » 06 Nóv 2011, 05:06

Heimir H. Karlsson skrifaði:Sæl Öllsömul.

Svo Subaru pic-up heitir Brat.

Ég hef alltaf kallað þetta "Fisksala-Súbarú" !

Ég og frúinn spjölluðum við eigenda Subaru Brat, (Fisksala Súbarú) sem stendur oft a sumrin hjá verkstæði Símans, rétt hjá Tollútibúi Íslandspósts uppi á Höfða.

Rauður Subaru, afar heillegur og fallegur.
Í daglegri notkun. ;
Og var ekki til sölu, ekki ennþá.

Eigandin vinnur á verkstæði Símans, og er búin að eiga bílinn lengi.



Svo að ég leiðrétti Heimi aðeins þá vinnur eigandi á verkstæði Skipta sem á Símann og fleiri félög ;)
Síminn hefur ekki verið með aðstöðu þarna frá því árið 2007 þegar Míla varð til.
Hitt er að þessi bíll er flottur og sé hann reglulega þar sem ég starfa í næstu byggingu við verkstæði Skipta.

Þessi bíll er í óaðfinnanlegu ástandi og ber þess merki að eigandi hugsi mjög vel um hann. Veit ekki um neinn annan svona bíl á landinu í svona góðu ástandi.
Benedikt H. Rúnarsson - GSM 858 6313
Daihatsu Charade XTE Coupé (G10) - 1982 - Seldur
Mercedes-Benz 220SEb Coupé (W111) - 1965 - Seldur
Notandamynd
Bens
Alltaf hér
 
Póstar: 165
Skráður: 07 Mar 2006, 20:37
Staðsetning: Garðabær

Pósturaf Siggi Royal » 06 Nóv 2011, 10:43

Ég held að ástæða þess, að þessir picupar, sá rauði og sá hvíti, eru enþá til, er þeir eru mun yngri í árgerð, en útlit bendir til. Þeir voru fluttir inn eftir að þessi frontur var löngu aflagður og Legasy hafði tekið við.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Z-414 » 06 Nóv 2011, 11:34

Siggi Royal skrifaði:Ég held að ástæða þess, að þessir picupar, sá rauði og sá hvíti, eru enþá til, er þeir eru mun yngri í árgerð, en útlit bendir til. Þeir voru fluttir inn eftir að þessi frontur var löngu aflagður og Legasy hafði tekið við.

Brat var smíðaður fram til 1994 en samsvarandi fólksbíll (Leone 2. kynslóð) bara til 1989, þá tók kantaða útlitið (Leone 3. kynslóð) við en Brat var aldrei smíðaður með það útlit.
Hins vegar er ekki rétt að segja að Legay hafi tekið við af þessum bílum, hann er stærri bíll og þeir voru smíðaðir samhliða frá 1989 þangað til Impreza tók við af minni bílnum 1994.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 08 Nóv 2011, 23:55

Sæl Öllsömul.

Sæll Benedikt.

Takk fyrir að leiðrétta mig.

Fínt að vita af einhverjum sem sér þennan Subaru reglulega.

Eins og ég skrifaði, þá hefur frúin mikin og varanlegan áhuga þessari tegund af Subaru.

Rauði Subaru-inn fyrir utan hús Skipta, er dæmi um hvernig best er að varðveita gamla bíla.
Góð umhirða, (góð vetrargeymsla) og hófleg notkun.

Þannig hefur maður líka mesta ánægju af bílunum.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Gunnar Örn » 09 Nóv 2011, 07:23

Ég áhvað að setja inn nýrri gerð af svona bíl, svona til skemmtunar.

Subarau Baja

Mynd
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Rúnar Magnússon » 01 Des 2011, 23:43

Átti nú eitt sinn svona subaru pickup árgerð 1990 með íslensku húsi sem hafði verið í eigu Árvirkjans á Selfossi.....Var fjögura gíra án vökvastýris en með rafmagn í speglum...svolítið sérstakt. Seldi hann svo...nokkrum árum seinna kaupir bróðir minn bílinn og sprautar og gerir flottann....mesta vinnan í bílnum var ryðbæting og lagfæringar eftir kassann sem smíðaður hafði verið á pallinn...á að eiga myndir einhversstaðar...
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni

Næstu

Fara aftur á Bílaleit

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron