Síða 1 af 1

Dodge Carry-All

PósturSent inn: 01 Nóv 2013, 16:15
af halldorjonsson
Ég átti Doge W21 2/2 tonn Dodge Carryall. Keypti hann bilaðan af Áhaldahúsi Reykjavíkur þar sem Björn Árnason verkfr.síðar bæjarverkfr. í Hafnarfirði.

Gerði við hann og hann var soðinn saman að aftan hjá Kristni vagnasmið, og málaði hann grænan og átti í einn vetur og seldi svo Sigga Lúther á Fosshóli vorið 1957. Frændi minn Ágúst H.Bjarnason grasafræðingur hélt að hann væri kannski í Yztafelli. Svo sá ég póst frá Hinrki þar sem hann sýnir gamlan svona bí, á beit og hann hefur greinilega verið grænn. Það getur verið að ég eigi mynd af mér á bólnum 1957 með númeri , hugsanlega R6192 , man það ekki í svip. Ég vildi gjarnan hitta þennan bíl aftur svona í nostalgíu því það var nú aldeilis fjör um borð í honum þennan vetur. Ég hef síma 8921630 ef einhver er með eitthvað.