Ford Escort XR3i

Ertu að leita eftir þínum gamla, eða núverandi eiganda af vissum bíl?
Komdu með fyrirspurn. ATH. EKKI FYRIR AUGLÝSINGAR.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Ford Escort XR3i

Pósturaf eyjok » 17 Júl 2006, 01:27

Er að leita mér að Escort XR3i,átti svona bíl á Iðnskólaárunum steingráan eiginlega eini bíllinn sem ég sé virkilega eftir að hafa selt.Sá sem keypti notaði hann í pizzuakstur greyið lifði ekkert voða lengi eftir það,þó var hann góður þegar ég seldi hann.Innspýtingarbíllinn er sá sem ég er að leita mér að var framleiddur frá 1983 til 1986 með mk3 útlitið.
Ef einhver gæti vitað um svona bíl fyrir mig eða bent mér á hvort einhver svona er hreinlega eftir.

Eyjólfur s:8695996

Mynd
Mynd
eyjok
Mikið hér
 
Póstar: 67
Skráður: 26 Mar 2006, 19:30
Staðsetning: gott að búa í Kobbavogi

Pósturaf Mercedes-Benz » 17 Júl 2006, 08:45

Einn svona til sölu á Mobile.de á algjöra tíkalla. Lítur samt bara mjög þokkalega út af myndunum að dæma.

Mynd

http://mobile.de/SIDfeYj8We3WvdyQrtHvkm ... 216508704&

:wink: :wink: :wink:
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf ADLERINN® » 17 Júl 2006, 11:19

Já ég held að ef að mönnum langar í svona þá sé fljótlegast að versla í útlöndum.

Þessir bílar vöru flest allir eyðilagðir og margviðgerðir hér heima menn notuuð þessa bíla eins og þetta væru einnota sokkar. :?
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf eyjok » 17 Júl 2006, 22:57

Já þeir voru margir mikið notaðir blessaðir en maður gefur ekki upp vonina.
Endilega hafið augun opin. :D
eyjok
Mikið hér
 
Póstar: 67
Skráður: 26 Mar 2006, 19:30
Staðsetning: gott að búa í Kobbavogi

Pósturaf Mercedes-Benz » 18 Júl 2006, 08:16

eyjok skrifaði:Já þeir voru margir mikið notaðir blessaðir en maður gefur ekki upp vonina.
Endilega hafið augun opin. :D


Þau eru galopin..

Hvernig leist þér á þennan hvíta þarna. Kominn til íslands fyrir innan við 200.000 kall (nánast allt flugtningskostnaður, aðflutningsgjöld og VSK :x )
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf eyjok » 18 Júl 2006, 23:32

Þessi virðist vera býsna góður,og er þetta ekki meiri peningur en þetta ?
'Eg ætla leggjast yfir þetta eftir frí ,er á fara á Hornstrandir á morgun.'Eg kannski fæ leiðbeiningar hjá þér Rúnar?
eyjok
Mikið hér
 
Póstar: 67
Skráður: 26 Mar 2006, 19:30
Staðsetning: gott að búa í Kobbavogi

Re: Ford Escort XR3i

Pósturaf Hjalti » 30 Apr 2012, 19:27

Datt um þennan gamla póst. Var að fá mér XR3i árg. '86 og langar að kanna hvað vitað sé um svona bíla sem eftir eru eða þá slátur úr þeim.
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Ford Escort XR3i

Pósturaf Derpy » 01 Maí 2012, 10:39

Hjalti skrifaði:Datt um þennan gamla póst. Var að fá mér XR3i árg. '86 og langar að kanna hvað vitað sé um svona bíla sem eftir eru eða þá slátur úr þeim.


Flottur!! hvar fannstu svona árgerð '86? :D hvaða númer er á honum og áttu myndir? :)
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Re: Ford Escort XR3i

Pósturaf Hjalti » 01 Maí 2012, 14:02

Þessi var í lokin á Akureyri, þarf að fá talsverða aðhlynningu. Kominn inn í skúr og byrjað að spá í spilin.
Viðhengi
Escort86.jpg
Escort86.jpg (142.31 KiB) Skoðað 15846 sinnum
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Ford Escort XR3i

Pósturaf catzilla » 02 Maí 2012, 19:17

endilega taktu nóg af myndum og leifðu okkur að fylgjast með
Einar Bergmann Sigurðarson 773-5522 694-3255
Mestmegnis Benz 307D 1984
Ford Fairmont "79
Willys cj5 "63
Willys cj2a "46
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi JEEP
Notandamynd
catzilla
Mikið hér
 
Póstar: 99
Skráður: 03 Des 2005, 20:41
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ford Escort XR3i

Pósturaf eyjok » 16 Ágú 2012, 23:01

Glæsilegt framtak að bjarga þessum XR. Ég átti tvo mk3 og svo einn mk4. Mér fannst mk4 of líkur venjulega Escortinum t.d var innréttingin nánast sú sama, en gamli var virkilega töff að innan og margir sem slefuðu yfir stýrisrattinu.

Annars áttu að geta fengið slatta af boddíhlutum í gegnum AB varahluti, en þeir geta pantað frá klokkerholm.com í Danmörku.
eyjok
Mikið hér
 
Póstar: 67
Skráður: 26 Mar 2006, 19:30
Staðsetning: gott að búa í Kobbavogi

Re: Ford Escort XR3i

Pósturaf Hjalti » 22 Ágú 2012, 06:55

Það er reyndar til a.m.k. einn svona MK3 á landinu og það er í Þormóðsholti í Skagafirði. Honum var víst ekið á staðinn á sínum tíma, sjá myndir:

Escort_XR3i_MK3_Thormodsholt-1.jpg
Escort_XR3i_MK3_Thormodsholt-1.jpg (199.5 KiB) Skoðað 15549 sinnum


Escort_XR3i_MK3_Thormodsholt-2.jpg
Escort_XR3i_MK3_Thormodsholt-2.jpg (250.02 KiB) Skoðað 15549 sinnum
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Ford Escort XR3i

Pósturaf eyjok » 05 Okt 2012, 21:26

Þetta er sæmilegt eintak miðað við aldur og fyrri störf og að sjálfsögðu búið að stela frá honum spoilernum.
eyjok
Mikið hér
 
Póstar: 67
Skráður: 26 Mar 2006, 19:30
Staðsetning: gott að búa í Kobbavogi

Re: Ford Escort XR3i

Pósturaf Hjalti » 06 Okt 2012, 08:32

Ég held að það sé lítið mál að fá spoilerinn, afturstuðara og fleira, spes XR3i dót á eBay frá Bretlandi (er búinn að versla mikið í minn). Ég held að kramið sé allt í honum enn og minnir að innréttingin sé í þokkalegu lagi. Á mynd tvö sést sennilega helsta vandamálið, ryð í toppnum til hliðar við topplúguna sem er sýki í þessum bílum. Ég skoðaði hann ekki svo vel að ég geti sagt til um ryð almennt en það semsagt gæti verið helsta vandamálið og hann stendur í grasi sem er ekki gott m.t.t. ryðs. En kannski er þetta síðasta eintakið af MK 3 XR3i Escort á landinu, hver veit?
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Ford Escort XR3i

Pósturaf eyjok » 19 Okt 2012, 22:23

Ég held líka að þetta sé síðasta eintakið á landinu og ekki gott að hafa hann í grasinu. Ég var reyndar búinn að undirstinga Þröst með að fá bílinn hjá honum, verst að maður á svo mikið af bílum :(

En flottann XR3i væri ég til í 8)
eyjok
Mikið hér
 
Póstar: 67
Skráður: 26 Mar 2006, 19:30
Staðsetning: gott að búa í Kobbavogi

Næstu

Fara aftur á Bílaleit

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron