Ryðbæting

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Ryðbæting

Pósturaf reynirv » 19 Ágú 2008, 11:47

Hæ, hæ. Ég er nýr hérna, en hef aðeins verið að skoða spjallsíðurnar undanfarið.
Ég er búinn að eiga Toyota Camry árg 1990 í 11 ár. Þessi bíll hefur alltaf gengið eins og klukka og er í ótrúlega góðu standi nema að ryðið er farið að sækja soldið í hann.

Bifvélavirkinn sem hefur séð um bílinn fyrir mig segir að það sé nánast ekkert ryð í undirvagninum og þess vegna eigi þessi bíll heilmikið eftir. Hins vegar eru brettakantarnir á afturbrettum orðnir sundur ryðgaðir og einnig er komið soldið ryð í kring um afturrúðu. Frambretti eru nýleg og sér ekki á þeim.

Ég er að velta fyrir mér hvort einhver geti tekið að sér að ryðbæta bílinn fyrir mig. Ábendingar um góða "skúrakalla" væru líka vel þegnar.

Bestu kveðjur,

Reynir V
reynirv
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 17 Ágú 2008, 23:26

Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron