Kúplingsdiskur í fornbíl

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Kúplingsdiskur í fornbíl

Pósturaf bragi » 03 Jan 2009, 17:32

Sælir gömlubílafélagar og gleðilegt nýtt ár.
Er enn til sú tæknikunnátta í landinu að gera upp kúplingsdiska
og einhver sem tekur slíkt verk að sér.
Þetta er 1931 módelið af chevrolet sem er í uppgerð.

Bragi Guðmundsson
bragi
Mikið hér
 
Póstar: 51
Skráður: 15 Ágú 2005, 21:50

Pósturaf Erlingur » 03 Jan 2009, 19:40

Einu sinni bjargaði ég mér með því að finna disk úr öðrum bíl með sama þvermál (keypt nýtt þeas.)

Þá boraði maður bara hnoðin út og náði kjarnanum burt sem var öðruvísi og punktsauð svo á gamla kjarnann. Annars er sjálfsagt skárst að finna þetta nýtt, sjá til dæmis vef Kanter Auto products
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Pósturaf Mercedes-Benz » 04 Jan 2009, 10:53

Það er nú eitthvað til af kúplingsborðum til að hnoða á diska hjá varahlutalager klúbbsins..

Ég hef nú hnoðað svona borða á kúplingsdisk einu sinni og það var ekkert stórmál.. Væri alveg til að gera það aftur.. :wink:
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf bragi » 04 Jan 2009, 14:57

Takk fyrir þetta innlegg.
Leysir vandann, setti þessa spurningu líka inn á http://vccachat.org/forum/ubbthreads.ph ... /1/1929_32
Vintage Chevrolet Club of America en þeir hafa ekki svarað ennþá.
Það er nú svo skrítið, að það virðist bæði auðveldara og ódýrara að fá til Íslands varahluti í 31 módelið en í 2005 módelið í umboðunum á Íslandi.
BG
bragi
Mikið hér
 
Póstar: 51
Skráður: 15 Ágú 2005, 21:50

Pósturaf Nonni777 » 14 Jan 2009, 19:17

Hér er eitthvað sem þú hefur kannski gaman af.

http://1931chevrolet.com/
Jón Halldór Halldórsson
Nonni777
Þátttakandi
 
Póstar: 38
Skráður: 15 Des 2005, 14:33

Pósturaf bragi » 17 Jan 2009, 12:06

Takk fyrir.
Búinn að skoða þessa síðu sundur og saman.
Merkilegt að það skuli haldið út svona síðu um eina árgerð af chevrolet.
Annars er það nú víst þannig að það má finna sérfræðinga í næstum hverju sem er ev vel er að gáð. En takk fyrir samt.
Þessi uppgerð er afar skemmtileg, bíllin er óryðgaður og ófúinn og hefur aldrei verið gerður upp áður. Verður kominn á götuna í vor.
Bragi Gumundsson
bragi
Mikið hér
 
Póstar: 51
Skráður: 15 Ágú 2005, 21:50

Pósturaf Erlingur » 17 Jan 2009, 16:03

Hentu inn nokkrum myndum af framkvæmdinni okkur til skemmtunar.
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur