Hraðamælavandræði.

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Hraðamælavandræði.

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 31 Jan 2010, 14:57

Sæl Öllsömul.

Ég er að glíma við smá vandræði með hraðamælinn í Opel Kadett B, sjálfskiptum, framleiðsluár 1965-1973.

Hraðamælirinn er óvirkur, að mestu, en ég finn enga bilun.
Hraðamælirinn hætti að virka fyrir nokkrum árum.
Tók svo smá hreyfingu hreyfingu í fyrra, sat fastur á 40.
Nei, ég keyri stundum hraðar en 40 !!

Ég er búinn að taka alla drifrásina fyrir hraðamælinn í sundur, frá mæli að sjálfskiptingu, finn ekkert athugavert.
Hraðamælir virðist virka, tekur við sér þegar honum er snúið með hönd, hreyfist örlítið. Á eftir að setja borvél á hann og láta hana snúa mælinum.
Hraðamælasnúra eða kapall virkar.
Tannhjól sem tengir saman tannhjól inni í sjálfskiptingu og hraðamælakapal er alveg óslitið. það er úr plasti.
Ef hraðamælasnúru er snúið með hönd, við enda gírkassameginn, þá hreyfist hraðamælirinn örlítið.
Allt virðist þetta vera í hinu besta lagi, liðugt, vel smurt og hóflega lipurt.
Öll tannhjól í hraðamæli virðast vera í fínasta lagi, ekkert slit og allt grípur og vinnur rétt.

Einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að ?

Nánari lýsing:
Í mörg ár var hraðamælirinn óvirkur, vegna þess að tannhjól sem situr á öxli í drifrás sjálfskiptingar var slitið.
Gert var við þessa bilun um 1995 hjá Sjálfskiptingarþjónustu í Reykjavík.
Plasttannhjól sem var á öxli drifr´sar sjálfskiptingar, var endurnýjað með "replacement" tannhjóli úr málmi.

Original varahlutur frá Opel.
Ég reddaði varahlutunum sjálfur, og á ennþá gamla stykkið.
Allt upprunalegur búnaður, er viðgert með upprunalegum varahlutum. Ekkert mix.

Með því að setja tannhjól úr járni á drifrásina inni í sjálfskiptingunni, en hafa tannhjólið sem gengur inn í sjálfskiptinguna úr plasti, er búið að færa hugsanlegan slitflöt út úr sjálfskiptingunni, og auðvelda þannig allt viðhald.

En ég finn enga bilun.

Einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að ?

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Þorkell » 31 Jan 2010, 17:42

Stundum hefur komið fyrir að hjólið í skiptingunni hefur snuðað á öxlinum..Líklegt að það eigi að herðast á milli tveggja punkta eða þrykkjast á öxulinn. Það lýsir sér of svona.
Þorkell Hjaltason
---------------------
Þorkell
Alltaf hér
 
Póstar: 268
Skráður: 17 Des 2005, 22:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 31 Jan 2010, 18:41

Sæl Öllsömul.

Sæll Þorkell.

Takk fyrir ábendinguna.

Mér var að detta það sama í hug, að einhverra hluta vegna sé grip á milli þessara tveggja tannhjóla ekki eins og vera skyldi.

Tannhjólið sem er á driföxli aftast á sjálfskiptingu, er einmitt þrykkt upp á öxulinn, og fest þar með flötu járnsplitti eða klemmu sem gengur inn í hak á miðju tannhjólsins. Miðja tannhjólsins er með gróp sem splittið eða klemman gengur inn í.
Man mjög vel eftir útliti tannhjólsins.

Allar sjálfskiptingar hjá Opel á þessum árum eru eins, hvort sem þær voru notaðar í litla Opel Kadett, eða stærri bílana eins og Opel Commodore.
Opel/GM var ekki mikið fyrir það að breyta neinu að óþörfu á þessum árum.
Ég var því að vona, að einhverjir Opel eigendur þekktu umrætt vandamál.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron