Ryðhreinsun með rafmagni

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Ryðhreinsun með rafmagni

Pósturaf Z-414 » 16 Nóv 2010, 08:50

Kannast einhver við þessa aðferð hérna við að hreinsa ryð og drullu af málmhlutum: http://www.sarkiesparkingspace.co.uk/electrolysis.asp
Fyrir þá sem ekki eru sleipir í að lesa ensku gengur aðferðin út á að nota sódavatn og jafnstraum. Ker er fyllt með vatni, sóda dufti eða kristöllum (NatriumCarbonat (Na2CO3)) blandað út í, rafskaut úr stáli set út í og +póllinn tengdur við, hluturinn sem hreinsa á settur út í og -póllinn tengdur við hann.
Í greininni er minnst á aðra aðferð sem gengur út á að setja hlutinn í edik: http://www.cookhaus.co.uk/vinegar/ .
Það væri gaman að heyra hvað menn hafa að segja um þessar aðferðir.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Fróðleiksfús » 16 Nóv 2010, 19:18

Hér er þráður um svona aðfarir og reynslu manna:

http://jsl210.com/spjall/viewtopic.php?t=2503
Gaui, F.B.Í. nr 3041.

Svona, svona Stumparnir mínir, það er nóg handa öllum.
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf Z-414 » 16 Nóv 2010, 21:19

Já maður á náttúrulega að leita áður en maður spyr :oops:
Þetta er greinileg að virka miðað við þennan þráð, en það eru nokkur atriði sem er varað við.

Varðandi edik aðferðina:
    Ef hlutuinn er hafður of lengi byrjar edikið að éta heila málmin líka
Varðandi rafmagns aðferðina:
    Nota +rafskaut úr stáli (ryðfríu?), járn eyðileggst fljótlega.
    Nota ekki rafskaut úr kopar eða áli, þá verður vökvinn eitraður.
    Hafa vel loftræst í kringum kerið annars er sprengihætta.
    Passa að víxla ekki rafskautunum annars ryðgar hluturinn bara enn meira.
    Passa að hluturinn sem verið er að hreinsa snerti ekki +rafskautið

En annars virðist þetta vera stórsniðug aðferð.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Sigurbjörng » 18 Nóv 2010, 23:01

Króm hverfur. Það verur að passa það.
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur