Grunnur undir sudu

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Grunnur undir sudu

Pósturaf Sigurbjörng » 03 Des 2010, 00:40

Hvar ættli þad sé hægt ad kaupa grunn sem hægt er ad nota á fleti sem á eftir ad sjóda. Var ad horfa á myndband á netinu med body vidgerdum og þar voru allir hlutir sprautadir med sérstökum grunn sem var sérstaklega ættladur á stadi sem átti eftir ad sjóda. Hefur einhver séd svona? Þetta var bara í spreybauk.
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf ussrjeppi » 03 Des 2010, 03:28

Guðmundur Árni Sigurðsson.
Á GAZ 69m og gaz 69a . stefni á að eignast lödu 2103.
volgugaz21. moskvitch 403.
ussrjeppi
Alltaf hér
 
Póstar: 325
Skráður: 21 Mar 2010, 22:32
Staðsetning: suðurlandi

Re: Grunnur undir sudu

Pósturaf ADLERINN® » 03 Des 2010, 12:32

Sigurbjörng skrifaði:Hvar ættli þad sé hægt ad kaupa grunn sem hægt er ad nota á fleti sem á eftir ad sjóda. Var ad horfa á myndband á netinu med body vidgerdum og þar voru allir hlutir sprautadir med sérstökum grunn sem var sérstaklega ættladur á stadi sem átti eftir ad sjóda. Hefur einhver séd svona? Þetta var bara í spreybauk.


Hvar er þetta Video ?
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Sigurbjörng » 04 Des 2010, 00:31

Hérna er þetta video
http://www.ehow.com/video_2326972_apply-weld-thru-primer.html

Ég er alltaf ad velta því fyrir sér hvernig madur eigi ad undirbúa bílinn undir sprautun. Þá kemur netid ad gódum notum.
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Sigurbjörng » 06 Des 2010, 22:26

ussrjeppi skrifaði:https://verslun.wurth.is/efnavara/annao/2-335-welnox-500.html

hér er svona efni


Það er verst að þeir selja þetta ekki lengur.
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Gizmo » 07 Des 2010, 00:10

Hef grun um að menn séu að misskilja hvað "suðugrunnur" sé, í mínum huga er þetta grunnur sem hefur ekki áhrif á suðubaðið með því að mynda loftbólur, froðu og slettur í suðubaðinu og þar með ónýtri suðu. Þetta er grunnur sem brennur án vandræða frá suðunni og veldur ekki vandræðum fyrir styrk suðunnar eða þann sem er að sjóða með óþarfa reyk og skít.

Held ég þori að fullyrða að það sé ekki til neitt á spraybrúsa sem þoli suðubað og sé nothæft sem einhverskonar ryðvörn eftir að hafa verið í 6-8.000°c eldbaði. Svona grunnur er meira hugsaður sem ryðvörn þar til að stykkið er soðið og svo fullunnið eftir suðu, svipað og maður getur fengið járn rauðgrunnað sem þolir þá að liggja á vinnustað undir berum himni á meðan framkvæmdum stendur.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Suðugrunnur.

Pósturaf Helgi » 07 Des 2010, 09:25

Ég hef verið að nota suðugrunn og hann inniheldur zink, hefur ekki áhrif á suðuna því að hann brennur auðveldlega á suðustað, (bara passa að hann sé orðin alveg þurr þegar farið er að sjóða, Logar glatt annars) :lol: :lol: .
Hentar vel þegar verið er að punktsjóða, eða skörun platna eða boddýparta er frekar mikil, en sóun á fé ef verið er að heilsjóða.
Reyndar bennur hann ekki burt eins langt frá suðustað og venjulegur grunnur eða lakk því að hann þolir talsver meiri hita en venjulegur grunnur.
Ég var með grunn frá framleiðanda sem heitir Kent, veit reyndar ekki hvar ég fæ þessi efni í dag því að ég held að sá sem var með umboðið sé farin á hausinn eins og svo margir aðrir á seinustu og verstu. :cry:

Kv.
Helgi B
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Pósturaf Sigurbjörng » 11 Des 2010, 21:11

Þegar ég talaði við gaurinn hjá Wurth þá sagði hann að gaurar sem væru að gera upp fornbíla notuðu "ALU-SPREY MATT PERFEC". Auðvitað keypti ég einn bauk.

En þá er það spurningin til ykkar. Er einver sem hefur reynslu af þessu og er þetta eitthvað notað á fleti undir punksuður?

Gat nú ekki beint lesið það út úr leiðbeiningunum á bauknum. En ég hef nú heldur ekkert prufað þetta. Sé til hvað ég verð duglegur á eftir en læt ykkur vita hort það stendur allt í björtu báli eða hvort þetta virkar ekkert.
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Gizmo » 12 Des 2010, 15:43

ég held að það hljóti að vera augljóst að suðupunkturinn sjálfur og eh millimetrar frá honum verði alltaf óvarið járn. Eina leiðin til að stöðva ryðmyndun í því er að verka það þegar búið er að sjóða fast.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Mercedes-Benz » 13 Des 2010, 20:45

Mér finnst allt svona grunnsull á milli laga og við suður vera algerlega til óþurftar og óþverra. Það kemur bara meiri óþverrapest sem full er af eiturefnum frá suðunni og maður verður bara skrítnari í hausnum en maður venjulega er.

Ég reyni að hreinsa flötinn af öllum óþarfaefnum, grunni og málningu og geri bara eins og bílaframleiðendurnir. Ég sýð stálið bara saman bert. Þegar það er búið er hægt að fara að koma á þetta eitthverjum grunni. Oft lekur grunnurinn á milli og það er miklu betra ein eitthver grunnur sem brennur og verður að eitthverju ryki þarna á milli járnplatnana.

Brunnin og steiktur grunnur á milli í samsetningum gerir ekkert gagn. Hann er bara til ama og gerir illt vera, eða meira ógagn en gagn, hvort sem að hann inniheldur eitthvað zink eða ekki. Það á bara að grunna þetta eftir suðuna, kítta samskeitin og ryðverja svo inn í bita þegar búið er að mála bílinn til að verja bílinn fyrir ryði.
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron