Hversu vel skal hreinsa rið

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Hversu vel skal hreinsa rið

Pósturaf Sigurbjörng » 02 Jan 2011, 14:51

Hef verið að velta því fyrir mér hversu vel ég á að hreinsa ryð í burtu af flötum sem ég er að vinna. Þarf að hreinsa málminn það vel að það er einungis hreinn málmur eftir eða er nóg að hreinsa þannig að minniháttar svartir dílar séu eftir.
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Sigurbjörng » 10 Jan 2011, 19:59

Það sem ég er að tala um er hvort það er nógu vel hreinsað eins og þetta er gert á þessum myndum hér að neðan. Ég er ekki að tala um að bílinn minn sé einhver gullmoli sem má aldrei riðga aftur. Vil bara læra að gera þetta eins vel og kostur er á án þess að missa mig yfir einhverju.

Mynd
Sjá samsettningun þá sérstaklega
Mynd

Eða þarf ég að hreinsa þetta eins og er gert á þessum myndum. Hann notar Naval Jelly en það var nú einhver þráður um það efni hérna á síðunni. veit einhver hvort að það er selt á ísl í dag?
Mynd
Hressandi síða engu að síður
http://www.hotrodders.com/forum/secrets-surface-rust-removal-revealed-55679.html

og hin
http://www.cj-8.com/forum/showthread.php?t=19864
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Offari » 10 Jan 2011, 22:46

Ég reyni yfirleitt að hreinsa allt rið í burtu því rið er eins og krabbamein breiðir úr sér um leið og það fær tækifæri til þess. Annars er líka hægt að stöðva riðið ef því er svo vel lokað með lakki að rakinn komist ekki að því.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Pósturaf Gunnar Örn » 11 Jan 2011, 12:22

Ég er svo vitlaus að ég held að rið sé nánast útlokað að fjarlægja.

Þar að segja ef enþá er sjáanlegt sár í járni þar sem tæring hefur átt sér stað, þá eru líkurnar á að þetta komi útúr málninguni mjög miklar, bara spurning um ytri aðstæður og tíma.

Geymdur inni og rið hreinsað eins og hægt er (30ár), geymdur út og gert hratt(5ár), bara skot í myrkri.

Einu sinni tæring=alltaf tæring.
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Jón Hermann » 12 Jan 2011, 00:01

Sigurbjörng skrifaði:Það sem ég er að tala um er hvort það er nógu vel hreinsað eins og þetta er gert á þessum myndum hér að neðan. Ég er ekki að tala um að bílinn minn sé einhver gullmoli sem má aldrei riðga aftur. Vil bara læra að gera þetta eins vel og kostur er á án þess að missa mig yfir einhverju.

Mynd
Sjá samsettningun þá sérstaklega
Mynd


Þetta dugar engann veginn þetta kemur út í gegn um lakkið á nokkrum mánuðum ryð er ekki gott að fjarlæja og það eru til kenningar um að sandblástur sé ekki einu sinni nógu góð ferð og því miður þá eru málningarefnin á bíla orðin svo dýr að það borgar sig að vinna vel undir ég notaði flókapúða á sléttu fletina og lét sandblása það sem ekki var hægt að slípa.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Sigurbjörng » 12 Jan 2011, 01:25

En hvað eru flókapúðar? Spyr sá sem ekki veit og hvar fást þeir?

Einnig var ég að velta því fyrir mér í þeim tilfellum þar sem maður notar málnigarleysi til að fjarlægja lakk, þarf þá eitthavð að hreinsa yfirborðið á eftir áður en það er grunnað. Þarf að fara yfir með fitu hreynsi eða einhverju þvíumlíku efni?

Og sú seinasta í bili. Hversu gófir eruð þið í því að fjalæga kítti úr bílum þegar þið eruð að taka þá svona í gegn? Ég er semsagt að hreyna allt lakk af bílnum og riðbæta hann og fór því að velta fyrir mér hvort ég ætti að fjalægja allt kíttið í leiðinni og gera þetta allt upp á nýtt.
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Gizmo » 12 Jan 2011, 08:45

Þú verður að sandblása þessa bletti til að ná þessu góðu annars fer þetta af stað innan árs, það verður að vinna stálið eftir lakkleysi, þrífa 100% og pússa því lakkleysir skilur eftir sig efni og nær ekki öllu lakki burt.

Það verður að fituhreinsa, fituhreinsa, fituhreinsa og svo rykhreinsa.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Jón Hermann » 12 Jan 2011, 19:07

Sigurbjörng skrifaði:En hvað eru flókapúðar? Spyr sá sem ekki veit og hvar fást þeir?

Fókapúðar eru settir í slípirokk eru skífur úr einhverskonar þráðum svolýtið þykkar ca 12-14 mm þær hreinsa mjög vel og hita ekki járnið ens og slípiskífa gerir þetta fæst hjá öllum aðilium sem selja lakkvörur.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Fróðleiksfús » 12 Jan 2011, 20:22

Mynd

Þetta er flókapúði.
Gaui, F.B.Í. nr 3041.

Svona, svona Stumparnir mínir, það er nóg handa öllum.
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf Siggi Royal » 30 Mar 2011, 18:12

mjög gott að nota svona scotch brite skífu (flókapúði) því hún vinnur frábærlega vel á ryðinu án þess að vinna á járninu sjálfu en þú verður að hafa það á bak við eyrað þegar þú vinnur í þessu að ef þú ert búinn að vinna járnið of mikið niður þá er það orðið of þunnt og það er ekkert betra
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 3 gestir

cron