Framrúða úr, á "nútíma"-bíl, í-límd framrúða.

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Framrúða úr, á "nútíma"-bíl, í-límd framrúða.

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 21 Mar 2011, 17:08

Sæl Öllsömul.

Er á einhvern hátt hægt að ná framrúðu, sem sett er í nútímabíla, þessar ílímdu framrúður, úr í heilu lagi ?

Ef svo er, þá væri gaman að heyra um slíka aðferð.

Ég ætla að skipta um framrúðu í 16 ára gömlum brúksbíl, veit um eina heila og óskemmda í gömlu flaki.
Hugmyndin var einnig að laga lakkskemmdir og byrjun á ryði í toppnum, nálægt framrúðunni.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Re: Framrúða úr, á "nútíma"-bíl, í-límd framrúða.

Pósturaf Óli Þór » 21 Mar 2011, 17:49

Það er ekkert mál

það er lang þægilegast með svona græju

Mynd

kv Óli
Óli Þór
Alltaf hér
 
Póstar: 104
Skráður: 22 Ágú 2006, 21:24

Pósturaf Erlingur » 21 Mar 2011, 17:50

Þú getur gúglað "removing front windscreen" og kíkt á hvað kemur upp.
Buick spjall er með howto á þetta, þar er notað hentugt verkfæri sem líka er hægt að smíða til að skera límið.

Svo er hægt að fá sér stálvír, þræða í gegn og fá einn á móti sér til að vera úti/inni og draga vírinn hringinn eftir rúðunni ef það er möguleiki.

Ég ef annars náð svona rúðum úr oftar en einu sinni með venjulegum hníf og töluverðum tíma og handafli. Það reyndist gott að hafa þunna trélista (2-3 mm) brjóta og stinga á milli jafnóðum og maður kroppar límið burt innanfrá með hníf eða öðru hentugu áhaldi. Best er svo að hafa þolinmæðina með í verkið og reikna með nokkrum klukkutímum í þetta.
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Pósturaf aspen » 21 Mar 2011, 22:45

Ég nota séstakan vír sem fæst i wurth það virkar alltaf mjög vel ég var að vinna á partasölu og þar var líka notaður svona vír ég er sennilega búinn að skéra svona 70 til 100 rúður með þessari aðferð og aldrei brotið neitt
Notandamynd
aspen
Mikið hér
 
Póstar: 78
Skráður: 11 Ágú 2009, 19:30

Pósturaf Mercedes-Benz » 21 Mar 2011, 23:52

Bara fara með gastækin á boddy-ið í kringum rúðana... ÞÁ LOSNAR HÚN.!!! :lol: :lol: :lol: :lol:
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Ingvar G » 22 Mar 2011, 10:33

Sælir.

Það besta sem ég get ráðlagt þér er að fá í þetta vanan mann með réttu verkfærin. Óvanur maður sem hefur kannski ekki einu sinni séð þetta gert er nokkuð öruggur með að brjóta rúðuna.

Öruggast er að nota sérstakan rúðuvír við þetta, en loftgræjan er nokkuð örugg leið til að brjóta rúðuna, sérstaklega í höndum óvanra og eins ef rúðan er gömul og kíttið orðið mjög hart. Eins getur verið erfitt að koma rúðuhníf að án þess að kvarna úr eða brjóta, sérstaklega ef falsið er þröngt eða rúðan situr djúpt.
Athugaðu að með árunum þá rýrnar límingin í límfilmunni milli glerjanna (Framrúða er sett saman úr tvemur glerjum með límfilmu á milli) þetta leynir sér ekki og sést á köntunum (Byrjar oftast í neðri hornunum) og sem glerin fara að losna frá hvort öðru. Einnig harðnar límið með árunum og getur orðið það hart að nánast útilokað er að skera það og skurðarvirinn hörfar upp í glerið.
Þetta tvent getur gert það að verkum að erfitt getur verið að ná rúðunni heilli auk þess sem það er varla þess virði þegar hún er orðin svona.
Kveðja: Ingvar Gissurar.
Jaguar XJ40 Sovereign ´90
Jaguar XJS 4,0 Convertible ´95
Suzuki GSXR 750W ´93
Notandamynd
Ingvar G
Mikið hér
 
Póstar: 90
Skráður: 01 Apr 2004, 20:26
Staðsetning: Garður

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 22 Mar 2011, 17:41

Sæl Öllsömul.

Takk fyrir góðar ábendingar, og athugasemdir.
Gæti verið, að ég reyni að ná rúðunni úr með aðstoð góðs og þolinmóðs fólks.
Alltaf gaman að glíma við ný og erfið verkefni, læra eitthvað nýtt.

Og takk fyrir upplýsingarnar um samsetningu glers í framrúðum bíla.
Vissi það reyndar fyrir.
Ég þekki mjög vel vandamálið, þegar plastið á milli glerjanna skemmist.
Í Opel Kapitan frá 1959, sem ég á, er einmitt skemmd í plastfilmunni milli glerja, farþegameginn í framrúðunni miðri. Ekki virðist vera nein skemmd út frá kanti glersins og inn að miðju, heldur er skemmdin í rúðunni miðri.
Sérfróðir giska á upprunalegan galla í plastfilmunni úr framleiðslu, sem skilar sér áratugum seinna.

Litlarlíkur á skemmd í plastfilmunni vegna veðrunar, þó bíllinn hafi staðið mjög lengi þannig, að sól skein á hann öðru megin kyrrstæðan árum saman, þannig að þegar fyrri eigandi bjargaði bílnum, þá var blái upprunaleg liturinn orðin grænleitur upplitaður að hluta öðru megin á bílnum.
Fyrsti eigandi var reyndar þekktur framsóknarpólitíkus, en ég held að litabreytinginn hafi ekki verið af þeim völdum !

Sem betur fer á ég auka framrúðu í Kapitaninn, sem er mikil heppni, því tegundin með þessu boddýlagi var aðeins framleidd í eitt ár.


Rúnar: Jú.. sko.. ég hugsaði um sömu aðferð og þú nefnir.... og jú... veistu, í mínu tilfelli er það sko alveg valmöguleiki.
É veit um gamalt bílflak, sem ég get tekið framrúðuna úr og notað í brúksbílinn.

Reyndar á ég ekki gasgræjur, en ég gæti notað slípirokk með skurðarskífu á boddíið. Verst hvað neistaflugið frá slípirokknum getur farið illa með glerið.
Var að detta í hug, að bjóða björgunarbíl slökkviliðsins að æfa sig á flakinu,og ná mögulega þannig rúðunni úr, nema möguleikarnir á að ná rúðunni heillegri eru litlir þannig !!!

Rúnar: Það er nefnilega alveg þjóðráð, að prufa alltaf allar aðferðir fyrst á brúksbílum, áður en maður reynir þær á fornbílunum.
Minna tap í því að eyðileggja ómerkilegan brúksbíl.
Afar gott ráð fyrir þá sem hafa litla reynsu af fornbílaviðgerðum.....
Það gæti hins vegar þýtt, að maður þarf ansi oft að endurnýja brúksbílinn. :D
En.. æfingin skapar meistarann.... og ég er samt bara með brúksbíl númer tvö í umferð núna....
Ertu búin að eiga marga brúksbíla ?

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron