spyrnufóðring

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

spyrnufóðring

Pósturaf Saab 1972 » 15 Maí 2011, 10:08

Er að skipta um spyrnufóðringu í heimilisbílnum, hún var rifin og járnhringurinn utan um hana var fastur inn í spyrnuauganu og tók það mig nokkrar klst að ná honum úr.Nú er spurningin hvernig er best að setja nýju fóðringuna í ? Þarf ég með þetta í pressu eða þarf eitthvað sérstakt verkfæri í að koma þessu í?



Kristinn Óskarsson

Saab 96 1972
Notandamynd
Saab 1972
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 01 Júl 2010, 23:34

Pósturaf Gizmo » 15 Maí 2011, 11:26

Ef þú hreinsar mestu drulluna úr gatinu með fínum sandpappír, setur smá af WD40 eða eh sambærilegt á fletina þá nærðu þessu saman ef þetta er bara lítil fóðring (minni en kannski 30-40mm þvermál) í góðu skrúfstykki . Ef það tekst ekki þá er bara pressa sem dugar.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf oliagust » 17 Maí 2011, 00:17

Ég hef aðeins verið að skipta um fóðringar með hefðbundnum skúraverkfærum. Til að ná þeim út hef ég hitað gúmmíið til að losa um innri fóðringuna. Hef svo sagað með járnsög gegnum ytri fóðringuna og losað um hana með litlum meitli. Oftast gengur þetta ágætlega ef maður nær að saga nær alveg í gegn án þess að skemma stífuna. Það skiptir mestu að vera með nettan meitil, eða stórt skrúfjárn sem manni er ekki annt um.

Til að setja nýja fóðringu í er ég með bút af voldugum snittteini (sennilega 16mm) og voldugustu skinnur sem ég fann ásamt voldugum róm (langar rær). Þannig get ég pressað fóðringuna inn með tiltölulega auðveldum hætti
Ólafur Á. Axelsson

Land Rover Series 2a ´66
Saab 96 ´63
oliagust
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 23 Ágú 2009, 00:44

Pósturaf Gaui » 17 Maí 2011, 11:33

Ég hef útbúið mér sérstakann meitil í þetta:
Veit ekki hvort mér tekst að lýsa honum.
Hann snýr upp á rönd við fóðringuna, í smergeli er slípuð "klauf" í hann svipuð og á klaufhamri, nema miklu styttri.
Raufið er með egg, ýmyndið ykkur skæri, nema miklu brattari ca. 45 gráðu halli eða meir.
Þetta virkar þá þannig, að þegar slegið er í fóðringuna þá lyftist hún örlítið upp þar sem sárið kemur og skerst í sundur, með þessu er maður úr allri hættu með að skemma spyrnuna, þar sem flati (og mjórri) kanturinn á meitlinum hvílir á spyrnunni, skurðurinn fer fram örlítið frá henni.
Ég veit ekki hvort þetta kemur til skila, en sem sagt " V " í meitilinn með egg inn í "V" -inu.
Við að pressa fóðringuna í er ágætt að nota "topp" í svipaðri stærð og fóðringin þar sem oft stendur innri hluti hennar út, og svo endilega nota snitttein í verkið, miklu öruggari með að skemma ekkert.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Gizmo » 17 Maí 2011, 12:15

Snitt-teins aðferðin er einnig mjög góð, sérstaklega ef maður notar fínsnittaðan og hertan tein.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Gaui » 17 Maí 2011, 14:50

Gizmo skrifaði:Snitt-teins aðferðin er einnig mjög góð, sérstaklega ef maður notar fínsnittaðan og hertan tein.
Ég segi það, gott að hafa amk. 2 skinnur undir rónni til að mynda legu á milli.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron