punktsuða á móti hnoðum og góðu wurth stállími

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

punktsuða á móti hnoðum og góðu wurth stállími

Pósturaf ussrjeppi » 17 Maí 2011, 00:25

hvernig er það hvort er sterkara að punktsjóða hluta í bíl eða að líma þá saman með lími frá wurth og hnoða þá líka . einhver sagði að það ryðgaði alltaf undan punktsuðum , járnið oxaðist or ryðgaði . eru ekki rúturnar límdar og hnoðaðar saman . endilega tjáið ykkur um þetta, vantar álit annara takk takk
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Á GAZ 69m og gaz 69a . stefni á að eignast lödu 2103.
volgugaz21. moskvitch 403.
ussrjeppi
Alltaf hér
 
Póstar: 325
Skráður: 21 Mar 2010, 22:32
Staðsetning: suðurlandi

Re: punktsuða á móti hnoðum og góðu wurth stállími

Pósturaf Gaui » 17 Maí 2011, 11:43

ussrjeppi skrifaði:hvernig er það hvort er sterkara að punktsjóða hluta í bíl eða að líma þá saman með lími frá wurth og hnoða þá líka . einhver sagði að það ryðgaði alltaf undan punktsuðum , járnið oxaðist or ryðgaði . eru ekki rúturnar límdar og hnoðaðar saman . endilega tjáið ykkur um þetta, vantar álit annara takk takk
Mér finnst þetta fín aðgerð, hef skift um heilu hliðarnar í bílum ( jafnvel bara upp að miðju) svona, engin hætta á verping.
Bora fyrst ytra byrðið nokkuð þétt,
límið á,
bora í gegn,
draghnoða,
daginn eftir slípa / bora hnoðin burt,
kítta í götin

"Flókin verkefni krefjast einfaldra úrlausna"
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Gizmo » 17 Maí 2011, 12:09

Það sem er berandi myndi ég sjóða/punktsjóða.

Það sem er hlíf ss bretti, hurðabyrði, ljósahorn myndi ég líma.

Allavega sauð ég sílsa í Gelandewagen og límdi afturhornin, einmitt til að geta grunnað allt og forðast svo skemmdirnar sem punktsuður myndu valda.

Límið heldur alveg örugglega ekki síður, sé vel unnið undir það. Þú getur td spurt strákana í Vögnum og Þjónustu hvernig þeim gengur að ná álbyrði af þegar kassar á sendibílum sem þeir hafa smíðað lenda í tjónum. Byrðið rifnar en límið sleppir ekki.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf ussrjeppi » 18 Maí 2011, 11:16

Það sem er berandi myndi ég sjóða/punktsjóða.

þetta er bodí á jeppa , gaz 69 þannig að ég er mikið að spá einmitt í það hvort að ég verði ekki að punkt sjóða aftur hlutan saman þar sem hann er jú skúffan á bílnum og væntanlega burður í hliðunum
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Á GAZ 69m og gaz 69a . stefni á að eignast lödu 2103.
volgugaz21. moskvitch 403.
ussrjeppi
Alltaf hér
 
Póstar: 325
Skráður: 21 Mar 2010, 22:32
Staðsetning: suðurlandi

Pósturaf Offari » 18 Maí 2011, 20:11

Það er allaf spurning hvað er best að gera. Rússinn er með sveigjanlega skúffu sem liðast með grindini þannig að punktsuðan er líklegast best. Annar man ég eftir manni sem var að hnoða nýja sílsa í´vaninn hjá sér. Ég spurði hann hversvegna hann sauð ekki sílsana.

Hann sagði að með því að hnoða sílsana gæti hann málað og riðvarið sílsana að innanverðu. Svo þannig var gengið frá þessu þá. Þetta var ca "82-85. Þessi van er ennþá til en að vísu var skipt um lit á bílnum nokkrum árum eftir að þessir sílslar voru settir í svo ég veit ekki hvort eitthvað hefur verið átt við sílsana síðan hann hnoðaði sílsana í.


Ég hef líka séð tinað í suður og það virðist góð leið til að loka suðum. Ég þekki því miður ekki endingu á límingu en hef oft notaða límið þegar ég klæði ál á járngrind. Límið er þrælsterkt.
Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Pósturaf ussrjeppi » 30 Maí 2011, 13:24

nú kom það upp í kollin á mér að ef ég geri grind í boddy hliðarnar og set svo plötustálið á þá geri ég burðar virki úr td grönnum prófíl og utan á það hnoðast platan þá er ég með burðin og líka losna við að punktsjóða ytra byrðið á bílnum , vona að einhver skilji þetta til að svara mér .
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Á GAZ 69m og gaz 69a . stefni á að eignast lödu 2103.
volgugaz21. moskvitch 403.
ussrjeppi
Alltaf hér
 
Póstar: 325
Skráður: 21 Mar 2010, 22:32
Staðsetning: suðurlandi

líming

Pósturaf Helgi » 30 Maí 2011, 14:25

Mín reynsla er sú að ef það er burðarvirki úr prófílum hefur mér þótt best að líma klæðninguna utaná.
Ég nota sjálfur Quick Seal frá Kent, að vísu ekki mjög aðuvelt að nálgast það en það er andskotanum sterkara og sveigjanlegt. notaði það a móti punktsuðum í Fiatinum mínum.
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron