Ventlaglamur.

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Ventlaglamur.

Pósturaf Saab 1972 » 04 Júl 2011, 22:57

Getur verið að ventlaglamur stafi af of litlu blýmagni í bensíninu? hef alltaf sett ráðlagðann skammt af blýbæti og var að velta fyrir mér hvort það væri ekki nóg, eða stafar þetta kannski bara af hreyfingarleysi á vélinni eða þarf ég að ventlastilla hana?

Kv Kiddi.
Notandamynd
Saab 1972
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 01 Júl 2010, 23:34

Re: Ventlaglamur.

Pósturaf Gaui » 05 Júl 2011, 23:15

Saab 1972 skrifaði:Getur verið að ventlaglamur stafi af of litlu blýmagni í bensíninu? hef alltaf sett ráðlagðann skammt af blýbæti og var að velta fyrir mér hvort það væri ekki nóg, eða stafar þetta kannski bara af hreyfingarleysi á vélinni eða þarf ég að ventlastilla hana?

Kv Kiddi.
Ég fæ það nú ekki til að "fitta" saman, eldsneyti og ventlaglamur.
Þetta með ventlaglamrið (ertu viss um að það sé ventlaglamur?) fer auðvitað eftir því hvers konar vél þú ert með.
Ég mundi álíta að ventlaglamur sem kemur, og var ekki, sé langoftast vegna slitins knastáss, nema auðvitað um sé að læra vökvaundirlyftur.
Eðli hlutarins vegna, þá hafa ventlar frekar tilhneigingu til að "lemja" sig upp í "heddin" og þá minnkar ventlabilið þal. frekar hætta á að þeir verði of stífir, jafnvel brenni.
Ef þú ert ekki með vökvaundirlyftur, kíktu á ventlabil og knastás,
annars bætast undirlyfturnar við.
Bank í vél vegna blýinnihalds á ekkert skilt við ventla, það er á ferðinni allt annar hlutur, sem tæplega verða gerð skil svo vel sé á spjallrás.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 06 Júl 2011, 13:20

Sæl Öllsömul.

Ég hef alltaf haldið að blý hefði verið bætt í bensín, upphaflega til að ná upp hærri oktantölu.

Blý í bensíni á víst einnig að hafa þá eiginleika að þjóna sem einhverskonar smurefni á ventlasæti ? Er ekki eitthvað til í því ?

Blýbætirinn, sem við fornbílafólk setjum í bensínið, kemur þá liklega í stað smureiginleika blýs, sem var í bensíni áður ?

Vinsamlegast leiðréttið mig, ef þetta er rangt.
Alltaf gaman að vita, hvernig vélar og tækni vinna.

Blý var fjarlægt úr bensíni, vegna þess að einhver "sérfræðingur" (gott ef hann var ekki sænskur) fann út, að blý hefði skaðleg áhrif á miðtaugakerfi barna.
Væri m.a. orsök misþroska, áhrif blýs í útblæstri bifreiða á heila og tauagkerfi.
Börnin lávaxnari en fullorðnir, (ofast) og því í meiri hættu en fullorðnir, að anda að sér efnum úr útblæstri bíla.

Í stað blýs, var bensen bætt í bensínið.
Bensen er mjög svo krabbameinsvaldandi. Drepur þig nokkuð örugglegra en blýið, en bara seinna, sem sagt þegar þú ert orðin fullorðinn !!

Varðandi ventlaglamur, eða annað glamur í vél, þá skaltu bara hlusta á véina í mínum bíl, næst þegar ég með á Fornbílarúnt !
Ég er í vandræðum með að fá ventlastilliró á aftasta ventli, auk þes eru undirlyftukubbar líklega byrjaðir að slitna.
Það verður gert við þetta, þegar peningar og tími kemur.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Re: Ventlaglamur.

Pósturaf Erlingur » 06 Júl 2011, 13:54

Saab 1972 skrifaði:Getur verið að ventlaglamur stafi af of litlu blýmagni í bensíninu? hef alltaf sett ráðlagðann skammt af blýbæti og var að velta fyrir mér hvort það væri ekki nóg, eða stafar þetta kannski bara af hreyfingarleysi á vélinni eða þarf ég að ventlastilla hana?


Blýið var tekið út vegna mengunar eins og kemur fram hér að ofan, utan þess fer það ílla í hvarfakúta. En vélar á tímum blý-bensíns voru með lakari ventlum og sætum, útblástursventill og sæti geta skemmst á því að keyra slíkar vélar á blýlausu bensíni.

Ventlaglamur getur náttúrulega verið vegna vanstillingar og slits, en ef það er tilkomið vegna notkunar á blýlausu bensíni, sem vélin þolir ekki, þarf að taka upp hedd, skipta um ventla og fá hert ventlasæti sett í. Það myndi væntanlega sýna sig í þjöppun, lélegum hægagang og almennt lélegri vinnslu og gangi.

Vökvaundirlyftur tikka síður en geta þó alveg gert það á of þunnri/gamalli olíu, sliti og of lágum olíuþrýsting. Nýleg og óslitin 5.7 Hemi vél í Dodge'inum mínum tikkar greinilega. Það er þekkt afleiðing þess að keyra þær vélar á mjög þunnri olíu 5-20W þar sem tölvustýring slær út helmingnum af undirlyftunum og fær vélina til að keyra á 4 í stað 8 í léttu átaki. Svo ventlaglamur er ekki eitthvað sem heyrir algerlega fortíðinni til :)
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Framsóknarglamur?

Pósturaf Gaui » 06 Júl 2011, 21:03

Hérna fyrir nokkrum áratugum var Pétur Mack (mig mynnir þetta sé rétt stafað Mack) með viðgerðarþjónustu fyrir GM bíla, sem SÍS flutti inn.
Þá var Esso líka framsóknargrúbba, en Skeljungur (Shell) hallt undir íhaldið.

Svo var það eitt sinn að yfirmaður í Skeljungi og mikill sjálfstæðis garpur, kaupir bíl sem forstjóri SÍS hafði átt, verður fljótlega var við þennan líka litla hávaða í vélinni.
Fer til Péturs og segir við hann, " Pétur, vélin er úrbrædd í bílnum" Hvaða vitleisa er þetta, Pétur þekkti að sjálfsögðu bílinn, hann er ekki úrbræddur frekar en ég.
Jú, heyrir þú ekki hávaðann? Ég skal segja þér eitt segir Pétur, svona eðalvagnar ganga ekki nema á framsóknarolíu.

Þeir þrátta eitthvað um þetta, en úr varð að Pétur lofar að gera upp vélina frítt ef hún heldur ekki kjafti þegar framsóknar olían er búinn að fara svona tvisvar á vélina, sem hún og gerði og Pétur slapp. Eitthvað varð meir úr pólitískum orðaskiptum og olíugæðum, sem ekki eiga heima í samtímanum.

Þekkt var að olíur væru mjög misjafnar, ekki endilega að gæðum, heldur hitt, að sóthreinsum væri mismunandi. (ekki mikið um samhæfða staðla þá)
Þannig varð það að, að ef vél væri keyrð lengi á sömu olíu vildi myndast sótbrún í vökvaundirlyftur og víðar í vélina, sem svo gat auðveldlega losnað við aðra tegund olíu, stíflað undirlyftur og ýmislegt annað skeð.
Mjög oft sem ég lenti í því að taka undirlyftur í sundur og hreinsa við eigendaskipti bíla.
Stundum notaði maður svolítið harðneskjulegar aðferðir, tók olíuna af og setti sjálfskiptiolíu í staðinn, svona til að "hreinsa út" áður. En það þarf að passa sig á henni, "brennur" auðveldlega og þá hverfur smureignleikinn algjörlega, verður eiginlega verri en ekki, eins og slípimassi.

Jú, maður heyrði alltaf að blýið væri tekið úr mengunarstaðla vegna.
En það var sett í til að hækka brunaþol eldsneytis, þannig hægt að þjappa því meir saman án sjálfsíkveilkju og sprengingar.
Rétt er að hafa í huga að í brunaholi fer fram bruni ekki sprenging, og honum verður að halda í skefjum til að ná fram hámarksnýtingu.
Með hærri þjöppun varð betri nýting og meira afl, hvort sem menn nú notuðu þjöppur eða hærra þjöppunarhlutfall.
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að vandamálið við blýlaust bensín á "blý" vélar væri tími og opnunargráður ventla, þe. blýlausa bensínið væri enn að "þenjast út" við útblastur og þar af leiðandi allt of heitt. Oktan talan segði ekki alveg satt.

Eitt með olíur:
Þetta er allt annar heimur í dag hvað varðar gæði véla og olíu, heldur en var,
Rétt áður en ég fer að læra bifvélavirkjun, var gamall "fúskari" í faginu sem kenndi mér að "mæla" gæði smurolíu á vélum. (um 1968).
Þá var algengt að skipta um olíu á svona 2,500 - 5,000 km. fresti (ég átti nokkra Mini bíla en þar var sama olían í gírkassa og vél, þar gilti lægri talan). þá var olían full af sóti og hætt að smyrja almennilega.
Í dag eru bílvélar margfalt hreinlegri, nýting miklu betri og þar af leiðandi minna sót.
Ég á BMW diesel bíl í dag búinn að aka honum um 120,000 km. (sem var jú nokkuð góður endingartími á evrópuvélum þá) stiðsti km. fjöldi á milli olíuskipta á honum hefur verið um 30,000 km. en það var í fyrsta skiptið, aðallega vegna ábyrgðar.
Svo hefur þetta veri svona í kring um 40 - 50,000 km. Oft vegna þess að manni er hætt að standa á sama um allan þennan akstur en ótrúlega hrein olían og smurhæfnin lítið farin að dala.

Ég held ég hætti núna, það hefur sennilega enginn haft þolinmæði til að lesa hingað.
Félagskveðjur til ykkar allra.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Saab 1972 » 06 Júl 2011, 23:01

Takk fyrir þetta, en ég er nokkuð viss um að þetta er ventlaglamur, því í denn átti ég gamlan volvo og hann glamraði alltaf mikið. Margoft stillti maður ventlabilið en eftir nokkra daga keyrslu byrjaði hann að glamra aftur.
Þessi vél sem ég er með er Ford v4 1498cu og er í saab 72módelinu.
Hún er keyrð rétt rúmlega 70000 km og hefur aldrei verið opnuð svo ég viti til. Um daginn mældi ég ventlabilið og sýndist mér það heldur mikið á útblástursventlum en í lagi á sogventlum. Ætlaði að stilla bilið en á rockerörmunum eru svokallaðar sjálflæsandi rær(selflocking nuts) og hef ég ekki hugmynd um hvernig á að losa um þær þannig að ég lét þar við sitja.
Bílinn keypti ég í fyrravor og keyrði hann milli 3-3500km áður en hann fór í vetrarhýðið, og fannst mér þá hann vera farinn að glamra örlítið.Um miðjan júní í sumar fer hann svo aftur í gang og síðan hefur mér fundist það heldur aukast. Gangurinn er fínn í bílnum bæði hægagangur og vinnsla mjög góð.
Einn sagði mér að skipta um smurolíu á honum og keyra hann bara vel þá myndi ég losna við glamrið, allavega ég er nýbúinn að skipta um olíu og síu og vantar bara kílómetrana, en ef einhver er með hugmynd þá endilega senda mér línu.

Kv Kiddi
Notandamynd
Saab 1972
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 01 Júl 2010, 23:34

Pósturaf Gizmo » 07 Júl 2011, 11:51

Byrjaðu á að keyra hann soldið duglega, sjálfsagt bara að kafna í sóti.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 07 Júl 2011, 14:03

Sæl Öllsömul.

Sæll Gaui.

Ég hef alltaf gaman af því að lesa skemmtilegar og fróðlegar frásagnir af bíla-og tæknimálum.
Gaman að lesa þessa sögu um framsóknarolíuna !
Ég á einmitt bíl sem mikill framsóknarmaður átti.
Sá gripur sættir sig alveg við bensín frá Atlansolíu og olíu frá Poulsen.

Varðandi langar, skemmtilegar og frólegar sögur.
Fornbílaklúbburinn svo heppinn að hafa þó nokkra félaga, sem kunna skemmtilegar sögur.
Eða þekkja vel til tæknmála.
Að ógleymdum sögulegum fróðleik.

Þyrfti eiginlega að gefa út viðtalsbók, eða taka þá upp á hljóð og mynd, svo fróðleikur hverfi ekki með mönnum að þeim gengnum.


Varðandi smurolíuna og fornbílana.
Satt er það, mikil framför í gerð og gæðum á smurolíu nútímans.

Samt,.....var að ræða við gamlan sölumann í góðri verslun, um hvort ég ætti að nota jarðefnaolíu ( þessa gömlu) eða synthetíska (þessa nýju) á fornbílana.

Jú, synthetíska olían er eflaust betri, en athugaðu að jarðefnaolían hefur komið bílnum þínum þangað sem hann er núna !

Hvaða olíuþykkt eru menn að nota á vélar fornbílanna ?
Gildir sami þykktarstall varðandi olíur í dag og sá sem er í handbók með bíl frá t.d 1959 eða 1971 ?

Ég er meira fyri að skipta um olíu sjálfur á fornbílunum, þó það sé meira mál fyrir mig en að fara á smurstöð.


Varðandi sótun í bílvél, þá tók kunningi minn mig í gegn um daginn.
Sá er vanur maður í uppgerðum á fornbílum, vélum og boddývinnu.
Hann sýndi mér sótuga vél úr bíl.
Kolsvarta stimpla, vél fulla af almennri drullu og skít.
"Svona verður vélin í bílnum þínum ef þú keyrir hann ekki almennilega af og til. Þú eyðileggur vélina. "
Ég hef nefnilega þann leiða ávana, að keyra "Afakeyrslu", hlífa bílnum.
Slíkt er víst miskilningur, að hlífa bílum.
Sérstaklega þegar hann var smíðaður til að geta sprett úr spori.
Eða hvað ?

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Gizmo » 07 Júl 2011, 14:55

Það sem er aðalókostur nútíma smurolíu, ef nota á hana á gamaldags vél er að olían er of hrein. það er búið að fjarlægja nánast alla þungmálma ss zink og blý úr olíunni til þess að vernda hvarfakúta og pústskynjara og eftir er tandurhrein olía sem er ljós eins og lýsi. Nútíma vélar eru smíðaðar með það í huga að þurfa ekki þessi "vondu" efni til þess að lifa af.

Gömlu vélarnar verða að fá þessi efni vegna mikils innri núnings og því eru flestir olíuframleiðendur með sérstakar olíur fyrir gamla bíla. Oftast eru líka diesel-vinnuvélaolíur með nóg af "óhreinindum" í sér til að vernda vélina fyrir sliti og má oft notast við þá olíu á gamla skrjóða en það er þó að breytast því vinnuvélar verða brátt að hafa fullkomnar mengunarvarnir líkt og fólksbílar.

Ef olían er brúnleit eins og síróp og ógeðsleg lykt af henni þegar hún er ný þá er það góð olía.
:wink:

Þykktir olíu eru svo allt annað mál. Þeir sem ekki átta sig á hvað 10w40 þýðir þá er hægt að einfalda það mikið með að segja að hún sé eins og 10w einþykktarolía köld, en hegðar sér eins og 40w einþykktarolíar myndi gera heit. Hún ss ÞYKKNAR við hitun. Því stærra sem þetta bil eða þykkingin verður, því dýrari verður olían. Sem dæmi, 10w40 er mun ódýrara að framleiða en td 5w50.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 3 gestir

cron