Bruni eða sprenging ?

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Bruni eða sprenging ?

Pósturaf Taxi » 16 Júl 2011, 07:54

Halló allir/allar :)

Ég vona að ég sé ekki að opna ormadós hér en er samt forvitinn um skoðanir fólks.

Ég er kannski ekki betur að mér en það að ég skilgreini bruna sem eitthvað sem gerist við eðlilegann loftþrýsting, líkt og þegar við kveikjum upp í gasgrillunum okkar, sprengingu skilgreini ég líkt og gerist í bílvél, eldfimri blöndu er þjappað saman og svo kveikt í, í litlu afmörkuðu rými, sem veldur miklum þrýstingi.

Hverjar eru ykkar skoðanir ?

Kveðja, Taxi
Drasl dagsins er klassík morgundagsins
Taxi
Þátttakandi
 
Póstar: 14
Skráður: 12 Nóv 2005, 08:36
Staðsetning: Borg óttans

Pósturaf Ingvar G » 16 Júl 2011, 10:33

Mörkin ráðast af því hversu hratt þetta gerist. Í bílvél flokkst það sem bruni.
Sprenging er hraðari.
Kveðja: Ingvar Gissurar.
Jaguar XJ40 Sovereign ´90
Jaguar XJS 4,0 Convertible ´95
Suzuki GSXR 750W ´93
Notandamynd
Ingvar G
Mikið hér
 
Póstar: 90
Skráður: 01 Apr 2004, 20:26
Staðsetning: Garður

Pósturaf Z-414 » 16 Júl 2011, 18:00

Það geta orðið sprengingar í gasi undir venjulegum loftþrýstingi, allt er þetta efnahvörf þar sem efni losna sundur og tengjast öðrum eftir atvikum t.d. er sprenging í vetni einfaldlega það að vetni (H) og súrefni (O) renna saman og mynda vatn (H2O) sem samanstendur af tveimur hlutum af vetni og einum af súrefni. Þegar þetta gerist losnar orka sem veldur sprenginguni. Til að losa þessi efni sundur aftur þarf að bæta orkunni inn aftur, í þessu tilfelli er það venjilega gert með rafmagni (rafgreining).
En eins og Ingvar segir þá er það hraði brunans sem ræður hvort menn kalla þetta bruna eða sprengingu. Það má þannig segja að þetta sé allt bruni, sprenging er bara mjög hraður bruni sem losar orkuna á mjög skömmum tíma, í venjulegum bruna losnar kannski jafnmikil eða meiri orka bara á lengri tíma.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Erlingur » 17 Júl 2011, 19:34

Þegar ég lærði smá efnafærði á sínum tíma var bruni skilgreindur sem efnahvarf við súrefni. Ryð er sem sé bruni.

Þegar t.d. svona venjuleg bensínvél gengur eins og til er ætlast þá á sér stað bruni á eldsneytinu. Kveikjubank er dæmi um sprengingu, enda sýngur í vélinni eins og hún hafi verið lamin með sleggju.
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Pósturaf Gaui » 20 Júl 2011, 16:15

Erlingur skrifaði:Þegar ég lærði smá efnafærði á sínum tíma var bruni skilgreindur sem efnahvarf við súrefni. Ryð er sem sé bruni.

Þegar t.d. svona venjuleg bensínvél gengur eins og til er ætlast þá á sér stað bruni á eldsneytinu. Kveikjubank er dæmi um sprengingu, enda sýngur í vélinni eins og hún hafi verið lamin með sleggju.
Það er einmitt þetta sem skeður, og ma. skilur á milli ventlabanks, sem er ljúft og kveikjubanks, sem orsakast af sprengingu, sem við höfum enga stjorn á, eins og á öðrum sprengingum.
Þegar svona sprenging verður í bílvél, verður hún áður en stimpill nær toppstöðu, hann lemst niður á legu, utan í veggi sílenders, getur brotnað.
Mig mynnir að æskilegur brunahraði í bensínvél sé um 20 m. á sek. á hverri sek.
Man ekki hvort það er annar brunahraði í díselvélum, sennilegat er það, held að díselvélar noti um 20X meira súrefni á hvern líter eldsneytis en bensínvélar.
Ég man eftir, á námsárum mínum fannst mér að tölulega séð, ætti díselvél að skila 5X meira afli (hp)úr hverjum líter eldsneytis, þe. í bensínvél er bara um að ræða 20% hp. af afli sem næst í diselvél. Afgangurinn væri spurningin um tækni, þróun og vlja (olíufélögin stjórna þessu eins og svo mörgu öðru).
Ef ég hef rétt fyrir mér, þá getum við hugleitt: Háþróuð bensínvél eiðir 10 l. á hverja 100 km. skilar 100 hestum.
Þá ætti díselinn að gera það sama en aðeins fyrir hálfann líter af olíu.
Hugsið ykkur hvað mundi gerast ef þetta yrði?
Allt þetta kjaftæði, sem eingöngu er notað til að tefja fyrir æskilegri þróun (faránlegt og ómarkvisst hliðarspor), um vetni, tvinn, rafmagn og hvað þetta nú heitir allt saman, yrði "fyrir bý".
Skatttekjur ríkissjóðs (eldsneytisnotkun heimilisbíls aðeins um 20% af því sem nú er).
Olíufélögin?
Stríðshættu og þar með vopnaframleiðsla (álver á Íslandi)?
Já kallar mínir, umræðan um ventlabank getur leitt okkur um víðann völl.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron