Mæling á hitamæli.

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Mæling á hitamæli.

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 26 Okt 2011, 23:48

Sæl Öllsömul.

Er með bilun í hitamæli (temperature) í gömlum Opel, árgerð 1966.
Mælirinn sýnir enga svörun, er alltaf á núlli.

Eitthvað verið föndrað við vélina og fleira í bílnum fyrr á árum, sem hefði mátt gera betur.
Er að vinna í að laga það.

Mig langar að vita, hvernig og hvort ég geti mælt með fjölmæli, að hitamælirinn í mælaborði bílsins sé í lagi.

Vélin hitnar eðlilega, vinnur eðlilega, opnar vatnslás.

Hitaskynjarinn við vélina er í lagi.
Búinn að skipta um hann, mæla mismun í ohm við heita og kalda vél.
Sýnir mismunandi ohm við heita og kalda vél.

Mæling á tengivír úr mótstöðu uppi við hitamæli í mælaborði sýnir sömu niðurstöðu í ohm þegar vélin er köld, og þegar mælt er beint við hitaskynjara.
Næ ekki mælingu úr vír við mæli, þegar vélin er heit, en það gæti verið klaufaskapur í mér.

Ég er nýlega búinn að kaupa mér fjölmæli og er að læra á hann, og hinar ýmsu mælingar tengdar hinum og þessum raffræðilegu hlutum bílsins.
Komin tími til að læra meira í viðgerðum, þegar fornbílum fer að fjölga.

Er með tvær aðrar vélar af sömu grunntegund, (t.d. sömu hitaskynjarar) með svipuðum mælum í tveim öðrum Opel bílum.
Þó ekki alveg eins mæla, en þeir hljóta að vera gera sama hlutin, því uppbygging á mælunum virðist vera eins.
Nenni helst ekki að rífa mæla úr þeim bílum, þar sem mælar eru í lagi, til að finna hvort mælirinn í þeim bíl sem ég er að glíma við, sé í lagi.

Mælirinn í bílum, sem sýnir enga svörun, er lóðaður fastur við vírinn frá skynjaranum, og ég vil helst ekki þurfa að losa hann, ef ég kemst hjá því.
Er þannig frágengin frá verksmiðju.
Vír í "armoured" kápu (vírkápu) fra hitaskynjara til mælis.
Var þannig í eldri gerðum af Opel.
Gæti þó auðveldlega klipp á vírinn, og sett aftur snyrtilega saman með kapalskó.

Í örlítið yngri gerð af Opel, með sömu tegund af vél, samskonar hitaskynjara, er notaður rafmagnsvír með venjulegri plastkápu. Tengdur með kapalskó við hitamæli í mælaborði.
Er einhver virknimunur á þessum tveim tegundum af vírum ?
Ég sé enga einangrun inni í vírnum, sem er klæddur með vírkápunni.
Getur þetta ekki leitt saman, þar sem þetta er bæði úr vír, kápan og vírinn inni í henni ?

Get ég á einhvern einfaldan hátt, fundið út, hvort hitamælirinn í mælaborði sé í lagi, með þeim tækjum og tólum sem ég hef ?

Vona að þessi langloka skiljist.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Erlingur » 27 Okt 2011, 14:23

Sérðu hvort hitamælirinn fái plús þegar svissað er á?

Ég geri ráð fyrir að þetta sé mínus í boddý og vírinn frá mæli í skynjara sé að fæða mælinn jörðina með mismunandi viðnámi í gegnum skynjarann.

Þetta hljómar eins og neminn og vírinn séu alveg að skila sínu upp að mæli, en kannski er hann bilaður eða ekki fá plús á móti...
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 01 Nóv 2011, 20:08

Sæl Öllsömul.

Sæll Erlingur.

Mælirinn viðrist ekki fá plús, þegar svissað er á.

Mér var að detta í hug, að bæta auka jarðtengingu við mælinn, þ.e. að leggja auka vírtengingu úr grind mælisins í 100% örugga tengingu við stellið í bílnum.

Verið gæti, að jarðsamband mælaborðs við grind sé ekki öruggt, því eitthvað hefur verið gert við bílinn fyrr á árum. M.a. hefur bíllinn verið málaður, líka að innan.

Ef mælirinn er að fá mismunandi plús gegnum skynjarann, þá ætti mælirinn að stökkvað í botn, ef ég gef honum örstutt straum gegnum vírinn, beint frá plús pól rafgeymis ?
Er það ekki óhætt ?
Gæti þannig fundið út, hvort mælirinn sé í lagi.

Nálin í mælinum er frekar stíf, miðað við t.d. nálina í bensínmælinum, þegar maður ýtir við henni með fingri.
Ætli það eigi að vera þannig ?
Ég hélt að allir rafmagnsmælar væru með svipað lipra eða létta nál, ef fiktað er í þeim með fingri.

Ég er að vinna í þessu vandamáli, læt ykkur vita, þegar lausn finnst.

Er einnig búinn að vera að glíma við bilaða hraðamæla, bæði klukkumælir og línulegan hraðamæli, auk bilunar í bensínmæli.
Lært mikið á þessu.

Er bara skemmtilegt.

Kveðja,

Hemir H. Karlsson
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Gunnar Örn » 02 Nóv 2011, 07:11

Sæll

Ég hef mælt virkni hitamælis með því að af-einangra lampasnúru og vefja henni utanum sendi einingu mælisins(sú sem fer í heddið). Síðan tengdi ég AVO mæli við vírana og sá þá viðnámið í mótstöðuni. Síðan er bara setja hraðsuðuketilinn í gang og skella viðnáminu ofaní, þá ætti mælirinn að breytast, síðan er hægt að fylgjast með honum breytast aftur eftir því sem vatnið kólnar aftur.
Þetta er þó ekki óbrygðul aðferð því að maður veit nú ekki hvert viðnámið ætti að vera, en maður veit þó hvort hann breytist.
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Erlingur » 02 Nóv 2011, 14:46

Ég held - án þess að vita neitt um málið - að mælirinn ætti að fá +12 einhverstaðar frá þegar svissað er á. Hann ætti svo að fá jörðina í gegnum nemann, sem sé, jarðsamband mælaborðs hefur ekki áhrif ef það er svona.

Að gefa einhverjum rafmagnsbúnaði örstutt plús af geymi mætti líkja við að kveikja örstutt á kveikjaranum sínum við áfyllingarstút brúsa til að ath hvort það sé bensín á honum. Þannig gæti það farið hvað búnaðinn varðar amk.

En ef þetta er svona eins og ég gef mér, myndi plús á vír við nema ekki gera neitt. Hann þarf jörð með einhverju viðnámi til að sýna eitthvað. Helst þyrftirðu að vita eitthvað um hversu mikið viðnám það er, en til dæmis væri hægt að tengja plús á mælinn og svo jörð í gegnum aðalljósaperu á pólinn sem fer í nemann. Annars hljómar þetta eins og neminn sé að skila sínu svo það mætti nota hann beint og setja plús á hinn pól mælisins til að ath hvort hann taki ekki við sér.

Heimir H. Karlsson skrifaði:Mælirinn viðrist ekki fá plús, þegar svissað er á.

Mér var að detta í hug, að bæta auka jarðtengingu við mælinn, þ.e. að leggja auka vírtengingu úr grind mælisins í 100% örugga tengingu við stellið í bílnum.

Ef mælirinn er að fá mismunandi plús gegnum skynjarann, þá ætti mælirinn að stökkvað í botn, ef ég gef honum örstutt straum gegnum vírinn, beint frá plús pól rafgeymis ?
Er það ekki óhætt ?
Gæti þannig fundið út, hvort mælirinn sé í lagi.
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Pósturaf Gaui » 16 Nóv 2011, 18:23

Ég mundi ætla að þú ættir að ganga úr skugga um að mælirinn sjálfur fái straum + réttu meginn. síðan nærðu í gamla prufulampann tengir anúruna á honum í örugga jörð, hinn endann á prufulampanum setur þú á tenginguna sem ekki er straumur á.
Nú, ef mælirinn hreyfist þá er hann í nógu góðu lagi, þetta eru ekki nákvæm tæki þessir mælar.

Ef mælirinn er í þessu lagi þá tekur þú næst leiðsluna sem liggur í skynjarann, setur prufulampann á milli hennar og jarðar.
Ef mælirinn hreyfist þá, er skynjarinn ónýtur.

Einfalt vinnuferli?
Kv. Gaui.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron