Ganglaus Rekord C

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Ganglaus Rekord C

Pósturaf svennibmw » 01 Apr 2012, 22:03

Dagsdaglegi bíllinn hjá mér er stopp, hann dó á keyrslu fyrir 10 dögum og fær ekki neista, eftirfarandi hefur verið prófað

settar nýjar platínur
ný kerti
annað háspennukefli
farið yfir tengingar og rafmagn
við rafmagnsmælingu kom í ljós að hann fær 5 volt frá svissaða straumnum inná háspannukeflið en eiga vera 12volt miðað við mælingu í hinum Rekordinum mínum
en þó að það séu sett 12volt frá geymi inná keflið fer hann ekki í gang.... einhver sagði mér að kveikjan hafi verið veikur hlekkur í þessum bílum en ég veit ekki meira um það, eitthvað virðist vera í gangi í annars frekar einföldu kerfi :?: Ætli það sé til eitthvað yfir kveikjukerfið í bókum klúbbsins eða félagsmanna?

Kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Re: Ganglaus Rekord C

Pósturaf Gaui » 04 Apr 2012, 02:52

svennibmw skrifaði:Dagsdaglegi bíllinn hjá mér er stopp, hann dó á keyrslu fyrir 10 dögum og fær ekki neista, eftirfarandi hefur verið prófað

settar nýjar platínur
ný kerti
annað háspennukefli
farið yfir tengingar og rafmagn
við rafmagnsmælingu kom í ljós að hann fær 5 volt frá svissaða straumnum inná háspannukeflið en eiga vera 12volt miðað við mælingu í hinum Rekordinum mínum
en þó að það séu sett 12volt frá geymi inná keflið fer hann ekki í gang.... einhver sagði mér að kveikjan hafi verið veikur hlekkur í þessum bílum en ég veit ekki meira um það, eitthvað virðist vera í gangi í annars frekar einföldu kerfi :?: Ætli það sé til eitthvað yfir kveikjukerfið í bókum klúbbsins eða félagsmanna?

Kveðja svenni

Stundum var mótstaða frá sviss að háspennukefli.
Annars skaltu setja örugglega 12 v + megin á hálpennukeflið.
Taktu miðjuþráðinn úr kveikjulokinu.
Opna og loka platínum, eða gefa samband á milli ef þær eru opnar.
Ef neistar á háspennuþræðinum, þá er það frá.
Þéttirinn?
sstundum er mótstaða í hamrinum?
Kveikjulok ósprungið?
Taktu eitt kertið úr og athugaðu hvort það neistar á því við start, en athugaðu samt, ef hálpennukefli er slappt eða svotil ósýnileg sprunga í loki, þá getur neistinn farið þar þegar kertið er komið í
Kertaþræðir?
Svona getur þú útilokað eitt og annað.
Svo er spurningin hvort kveikjan hefur veið hreifð, eða vitlaust víraður.
Er nothæft bensín á honum, og fær hann það alla leið?
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Ganglaus Rekord C

Pósturaf svennibmw » 04 Apr 2012, 13:56

Takk fyrir þetta, maður er orðinn svolítið ryðgaður í þessum fræðum. Þessar leiðbeiningar verða prentaðar út og prófað... :D .......... kv, svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Re: Ganglaus Rekord C

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 06 Apr 2012, 16:41

Sæl Öllsömul.

Sæll Svennibmw.

Bíllinn stoppaði í keyrslu hjá þér, vann og virkaði vel fram að því.
Var bara ágætur í prufutúr sem ég fór með í honum fyrr í vetur.
Eitthvað hefur því gefið sig, bilað eða hætt að virka rétt, eitthvað sem var í lagi.
Þessir Opel bílar og vélarnar í þeim, eru einfaldar og bara nokkuð traustar, fara í gang ef þeir fá sitt, þó þeir gangi stundum misjafnlega.

Bílarafmagn er hinsvegar tækni frá helvíti, frekar torskilið og erfitt við að eiga, nema fyrir sérfræðinga, og þeir eru ekkert alvitrir eða óskeikulir heldur.
Ég hef eytt ómældum tíma í rafmagnsviðgerðir í Opel af svipaðri tegund í allann vetur, sumt gengið og annað ekki.
Andleg heilsa mín og jafnvægi hefur stundum staðið tæpt í þessum bílarafmagnsviðgerðum.

Rafmagn fer alltaf stystu leið, og ef það getur hlaupið styttri leið gegnum skít og raka en ekki eftir tilteknum vír, þá velur rafmagnið stystu leið.
Búið að vera ansi rakt og blautt í veðri undanfarið, ekta Reykjavíkurveður, nýrri bílar en Opelin þinn sem gangtruflast í slíku veðri.

Fínn gátlisti sem Gaui stingur upp á, og þú ert sjálfur búinn að prufa virkni á einu og öðru.

Auðvitað lærir maður aldrei allt í þessum bíla-og vélamálum, og mest lærist einmitt af bilunum.
Þú ert líka svo heppinn að eiga tvær vélar, tvo bíla, sem eru eins.
Hægt að skoða, bera saman og fikta.

Þegar ég náði "Sprengjuhöllina", hvíta Opel Rekord Station-inn, síðastliðið haust austur á land, þá var ágætis vinnsla í bílnum.
Eftir stutt hamborgarastopp á miðri leið varð bíllinn alveg ómögulegur í keyrslu, sprengdi ógurlega og lét öllum illum látum.
Og nei, við gáfum honum ekki hamborgara !
"Sprengjuhöllinni" komum við með miklum herkjum (og sprengingum !!) í Hafnarfjörðinn.
Ég hefði aldrei komið bílum einn í Höfuðborgina.
Eftir nokkra yfirlegu var framkvæmt eftirfarandi, skipt um hinar og þesssar slöngur, blöndungur hreinsaður, sett pakkning á milli blöndungs og soggreinar, (það var engin !!) sem sagt hindrað að vélin væri að falskt loft, platínubil stillt (það var næstum ekkert) kveikja stillt. (hún var röng) Margt fleira stillt, hreinsað og fært til betri vegar.
Allt voru þetta atriði sem voru úr lagi, svo ekki var furða að vélin sprengdi.
Vélin í Sprengjuhöllinni er í fínu lagi, gengur lipurt og vinnur vel.
Þurfti bara sitt viðhald.
Ágætis vélar, einfaldar og traustar.

Samskonar vél og er í þínum Opel, að grunninum til.

Eitt sniðugt gerði ég. Setti bensínsíu á bensínsleiðsluna rétt við inntakið inn á blöndung.
Gegnsæja plastsíu með gulum filter í.
þá er auðvelt að sjá hvort vélin sé að fá bensín, án þess að taka lofthreinsarann af.
Svona bensínsía er ódýrust í Poulsen.

Auðvitað gerði ég þetta ekki allt sjálfur, um stillingar og slíkt sáu menn sem til þekkja, hafa tæki og tól.
En maður lærir heilmikið á þessu þegar sitthvað er ekki í lagi.
Taka Bifvélavirkjun 101 hjá vinum og kunningjum !

Fleira varðandi gangvandræði í samskonar Opel vélum og þú ert með í Bláa Rekordnum.

Náði í Opel Manta bíl í fyrra.
Sá vildi ekki í gang og sitthvað fleira.
Kunningi minn sem hefur vit á Opel vélum kom og aðstoðaði mig.
Eitt og annað reynt til að koma bílum í gang, ekkert gekk nokkur kvöld í röð.
Niðurstaða var ónýtur startari, bíllinn startar en fer ekki í gang, sama hvað er reynt.
Startarinn tekin úr, skoðaður heima í bílskúr, prufaður þar, virðist virka eðlilega.
Athugað með kaup á nýjum startara á netinu. Helvíti dýrt.
Startarinn settur aftur í, og ég fékk þá hugmynd að prufa að setja kerti úr Litla Gula Opelnum mínum í Möntuna. Samskonar vél, bara stærri og öflugri í Litla Gula. Auk þess sem hún fer í gang. Vélin í Opel Möntunni ekki verið sett í gang lengi.
Eftir að hafa fengið ný kerti, þá rauk Mantan í gang, þó ekki væri fallegur hægagangurinn í henni.
Þeir sem betur vita og þekkja, vita heldur ekki allt.

Auðvitað gætu verið fleiri en eitt atriði sem valda því að Blái Rekordinn þinn fer ekki í gang, og þá er erfiðara að finna lausnina.
En maður lærir af þessu, og það gerir heilmikið fyrir egó-ið þegar maður leysir svona bilana vandamál.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Re: Ganglaus Rekord C

Pósturaf Z-414 » 06 Apr 2012, 16:53

Heimir H. Karlsson skrifaði:.......eftir stutt hamborgarastopp á miðri leið varð bíllinn alveg ómögulegur í keyrslu, sprengdi ógurlega og lét öllum illum látum.
Og nei, við gáfum honum ekki hamborgara !..........
Heimir H. Karlsson.

Hann hefur bara verið svangur, þú hefðir bara átt að gefa honum borgara!!!
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Ganglaus Rekord C

Pósturaf svennibmw » 09 Apr 2012, 20:55

Hann er farinn að keyra [4 Ég var ekki með neista áður en ég skipti um platínur, eftir platínuskiptin hafði ég ekki annan með mér að prófa svo ég hélt að það hafði ekki hjálpað og hélt áfram að slást við neistan en fyrir platínuskiptin hafði ég tæmt úr 5l, brúsa úr vinnunni á tankinn því hann var bensínlítill og það var ein tilraunin að setja á tankinn en það reyndist vera dísilolía sem hafði verið geymd á bensinbrúsanum [3 Það flækti aðeins málið, dísillinn kom í ljós þegar blöndungurinn var tekinn í sundur sem var reyndar ekki vanþörf á, mikið af óhreinindum í flothólfi...... kv, svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Re: Ganglaus Rekord C

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 11 Apr 2012, 17:48

Sæl Öllsömul.

Sæll Svennibmw.

Flott ! Gaman að heyra að Blái Rekordinn sé aftur komin af stað, mér finnst skemmtilegt að sjá svona bíl í notkun, falleg tegund af Opel.
Ég tók eftir því að hann sneri öðruvísi á stæðinu en undanfarna daga, við Smiðjuveginn í Kópavogi í gær, 10. apríl.

Mesta furða hvað þessar gömlu Opel vélar geta gengið, með þetta og hitt vanstill eða fullar af skít hér og þar.
Ekki fyrsta vélin í Opel sem kvartar undan skít og drullu í blöndung eða vanstilltri kveikju, hef lært eitthvað af svipuðu sjálfur.
Og á eftir að læra margt enn.
Alltaf gott að koma þessum gömlu bílum í gang aftur, gera þá ökuhæfa, og því meira sem maður lærir að gera sjálfur, lærir af öðrum, því stoltari verður maður.

Þú ert heldur ekki fyrsti einstaklingurinn sem setur dísil á bíl í stað bensíns, mín fyrrverandi setti fullan tank á þáverandi brúksbíl okkar, og var voða glöð yfir því að fá svona ódýrt bensín !
Þetta var á þeim árum, þegar dísil var mun ódýrari en bensín.
Versnaði aðeins í því þegar hún lagði af stað heim, kom voða vond lykt, og bíllinn hegðaði sér eitthvað undarlega og stoppaði.

Ég held að ég fari rétt með, að það geri bensínvélinni minna, að fá smá dílsil, en díslivélinni að fá bensín.

Eitt sinn heyrði ég þá sögu, (flökkuþjóðsögu ?) af ónefndum Opel Rekord eiganda á Akureyri, að vinnufélagar hans hefðu sett smá slatta af smurolíu í bensíntankinn.
Þegar þessi Opel eigandi ók heim á leið, lét vélin í bílnum eitthvað illa, og þegar ekið var upp Gilið á Akureyri, þá hvarf Gilið bókstaflega í svörtum útblástursmekki ! Sannkölluð "kolakynding" þann daginn í þeirri vél.

Kveðja

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Re: Ganglaus Rekord C

Pósturaf Z-414 » 11 Apr 2012, 19:01

Heimir H. Karlsson skrifaði:......
Ég held að ég fari rétt með, að það geri bensínvélinni minna, að fá smá dílsil, en díslivélinni að fá bensín.
.....

Munurinn er sá að dieselolían smyr olíuverkið en bensínið ekki og olíuverkið skemmist. Það er ekkert svoleiðis í gangi í bensínvél og það eina sem gerist er að vélin gengur illa eða ekki, engin skaði skeður.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron