Vélarstilling Fiat 500

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Vélarstilling Fiat 500

Pósturaf traustason » 06 Júl 2012, 10:05

Góðan daginn.

Ekki veit einhver hvert ég get farið með Fiat 500 1970 í vélarstillingu? Vélin gengur bara þegar hann er á innsoginu og drepur á sér þegar það er tekið af.
Ég hringdi í Fiat umboðið og þeir sögðust ekki geta hjálpað mér þar sem að þeir ættu ekki tækin til að gera þetta.

með fyrirfram þökk,
Sigmundur.
traustason
Byrjandi
 
Póstar: 1
Skráður: 05 Júl 2012, 13:34

Re: Vélarstilling Fiat 500

Pósturaf Jón Hermann » 06 Júl 2012, 11:41

Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vélarstilling Fiat 500

Pósturaf Z-414 » 06 Júl 2012, 15:18

traustason skrifaði:......Ég hringdi í Fiat umboðið og þeir sögðust ekki geta hjálpað mér þar sem að þeir ættu ekki tækin til að gera þetta....

Ekki tæki til að gera þetta? Það þarf nú varla flókin tæki til að stilla bíl árgerð 1970, er ekki líklegra að bifvélavirkjarnir kunni þetta ekki lengur?
Síðast breytt af Z-414 þann 07 Júl 2012, 13:13, breytt samtals 1 sinni.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Vélarstilling Fiat 500

Pósturaf Erlingur » 06 Júl 2012, 19:15

Hljómar eins og það sé skítur eða stífla í blöndung.
Er ekki reynandi að kippa honum úr, blása í gengum öll göng þar og sjá hvort eitthvað breytist?
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Re: Vélarstilling Fiat 500

Pósturaf Gizmo » 06 Júl 2012, 22:51

Eiga ekki tækin í þetta...... :lol: ..... ætli það sé ekki frekar að þeir nenna ekki veseninu sem fylgir svona gömlum bílum, fjandinn hafi það ef menn með réttindi á "viðurkenndu þjónustuverkstæði" geta ekki lengur stillt bílvél sem er einfaldari en nútíma garðsláttuvél.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vélarstilling Fiat 500

Pósturaf Erlingur » 07 Júl 2012, 11:57

Þetta hefur væntanlega runnið í strand hjá þeim þegar þeir fundu ekki ODB-II tengið í bílnum til að lesa af honum ... :mrgreen:
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Re: Vélarstilling Fiat 500

Pósturaf Helgi » 08 Júl 2012, 23:08

Erlingur skrifaði:Þetta hefur væntanlega runnið í strand hjá þeim þegar þeir fundu ekki ODB-II tengið í bílnum til að lesa af honum ... :mrgreen:


Þeir hafa sennilega ekki nennt að leita af því hvort eð er. :mrgreen: Ég hef ekki enn heyrt af lykilefninu sem þeir ætluðu að panta fyrir mig fyrir 5 árum. :twisted:
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron