að startavél sem hefur staðið inni í 3 ár

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

að startavél sem hefur staðið inni í 3 ár

Pósturaf ussrjeppi » 09 Júl 2012, 13:24

er með dieselvél sem hefur verið inni í 3 ár í upphituðurými , það sem mig vantar að vita er eithvað sérstakt sem æskilegt væri að gera áður en ég ræsi vélina . ættla að skipta um smurolíuá henni smurolíu síu og hráolíu síu og loft síu . annað sem ég tókeftir er að kúplingspetalin er mjög stirður eiginlega fastur niðri, skemmist kúplingsvöki á því að standa eða er eithvað sem ég get gert til að fá kúplinguna aftur í gang án þess að rífa allt í sundur ,
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Á GAZ 69m og gaz 69a . stefni á að eignast lödu 2103.
volgugaz21. moskvitch 403.
ussrjeppi
Alltaf hér
 
Póstar: 325
Skráður: 21 Mar 2010, 22:32
Staðsetning: suðurlandi

Re: að startavél sem hefur staðið inni í 3 ár

Pósturaf Ramcharger » 09 Júl 2012, 15:16

Getur alveg búist við að kúplingslega gæti setið föst.
Vertu viss á að hún sé orðin laus og allt í kringum hana.
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Re: að startavél sem hefur staðið inni í 3 ár

Pósturaf Gaui » 12 Júl 2012, 01:40

Voða góð regla þegar ræsa skal staðnar vélar að taka úr þeim kerti /spíssa, fylla brunahólfin af sjálskiptiolíu, láta standa eins lengi og hægt er. Alveg ótrúlegt hvað maður getur losnað við fasta hringi og skemmtir þess vegna
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: að startavél sem hefur staðið inni í 3 ár

Pósturaf Chevrolet » 23 Júl 2012, 22:35

Aðalatriðið er að ná smurolíu sem fyrst á alla fleti.

Ef hún er ekki orðinn þurr vélin. Þ.e. ef þú hefur enga ástæðu til að ætla að það hafi komist raki að henni þá er um að gera að snúa henni smá með handafli, starta örstutt og ræsa svo með gömlu olíunni. En skipta svo mjög fljótt um olíu og síur. Ég held það geti ekki verið gott fyrir staðna vél að þurfa að byrja dæla olíu í síur áður en hún fer í gang. Að fara að taka dísur úr og dæla olíu í brunahólf getur valdið allskonar vandræðum. Klárlega gott að fá olíu á cylindra en að fokka í brunaferlinu með aðskota olíu sem hefur annan kvekimark en díselólía getur valdið forkveikju og allskonar vandamálum.

Settu helvítið bara í gang og skiptu svo um olíu og síur.

Það er allavega það sem ég hef vanist að gera. Ef það er ekki bilað, ekki byrja skrúfa neitt, veldur bara meira veseni.
Walter Ehrat
Notandamynd
Chevrolet
Mikið hér
 
Póstar: 68
Skráður: 18 Nóv 2006, 10:47
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: að startavél sem hefur staðið inni í 3 ár

Pósturaf Gaui » 24 Júl 2012, 07:56

Það er alveg óþarfi að gera lítið úr 40 ára reynslu í svona löguðu. Þetta er mjög þekkt aðferð við alls konar vélar.
Málið er, þegar vél hefur staðið lengi vill sót og óhreinindi verða stamt og festa td. hringi, ef sjálfskiftolía, sem hefur allt annað sýrustig en önnur olía, er látin standa á þessum óhreynindum, þá losar hún um þau, og yfirleitt er það fyrsta sem gerist við gangsetningu er að mikill reykjarmökkur gýs upp þar sem vélin hreinsar sig af sótinu, svo fer auðvitað mikið af því í smurolíuna (skifta mjög fljótt um smurolíur), en það er auðvitað atriði að vélin fái að standa með þessu.

Nokkur dæmi um notkun:
Vann sem bifvélavirki í nokkur ár hjá Ístak, þangað komu oft tæki frá Norðurlöndum sem átti að nota í verk hérna, þessi tæki voru nú ekki í sem bestu ásigkomulagi, lang staðin við misjafnar aðstæður. Stundum var farin fljótai leiðin, sénsinn tekinn, og sett í gang strax. Oftar en ekki sátu menn uppi með brotna hringi, rifna sýlindra og þaðan af verra. Var talið best og öruggast í öllum tilfellum að nota sjálfskiptiolíuna, engin áhætta en ávinningurinn mikill.
Vann sem bifvélavirki á Bílaverkstæði Sambandsins í mörg ár. Í þá daga voru "ráðherrabílarnir" boðnir upp, stundum strákar sem keyptu. Þessum bílum hafði alltaf verið ekið hægt á lélegu bensíni, svo þegar átti að "gefa inn" þá komu stanslausar gangtruflanir. Ódýr og einföld aðferð var að láta vélina hitna vel, hattinn af blöndungnum, látinn snúast á amk. hálfum snúningi, hellt sjáfskiptiolíu í blöndunginn svolitla stund, síðan þangað til vélin kæfði á sér, kertin tekin úr, látin snúast, ný kerti í, gangsett. oftar en ekki eins og klukka á eftir. skipt um olíur og siur, sjálfskipti olía í bensínið í nokkra tanka á eftir 4 - 6%. Ef ástandið var mjög slæmt gat þurft að taka unidirlyftur úr og hreinsa upp (skipt um ef slitnar)
Var í búskap í mög ár. Til að fá örugga gangsetningu á dráttarvélum eftir vetrarstöður, var kjörið að setja vænan "slurk af sjálfskiftiolíu í þann tank sem hún átti að standa með, eitthvað áður en henni var lagt, gangsetning með heilum stimpilhringjum að vori örugg.
Hef svolítið átt við ýmsar smávélar, sumar illa staðnar, alveg örugg aðferð.
Hef sett sjálskiptiolíu saman við diesel olíu í vélar sem hafa haft lélegann gang vegna ýmissa vandræða í olíukerfi, ótrúlegur árangur.

Sjálskiptiolía er hágæða olía, þessu véladrasli er nokkuð sama þó svo það brenni henni með stöku sinnum, en fastir hringir og ventlar eru stórhættulegir við gangsetningu, taktu engann séns á því.
Þessar ráðleggingar gefur þér gamall bifvélavirki, sem hefur "sopið margann sjóinn" í bransanum.
Gangi þér svo vel.
Guðjón.

Ps. Ef um er að ræða eitthert "helvíti" skaltu ekkert vera að eyða tíma í það, hentu því!
GG.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: að startavél sem hefur staðið inni í 3 ár

Pósturaf Chevrolet » 26 Júl 2012, 22:13

Maðurinn getur valið hvað hann gerir.

Ef þetta er ekki einhver rándýr mótor t.d. skipavél eða mótor sem ekki fæst neinir varahlutir í þá eru slíkir mótorar oft settir bara í gang án meiriháttar vandamála. En það er líka hægt að opna og og dæla inn á olíu. Allavega er það oft gert jafnvel við vélar sem hafa staðið mun lengur.
Walter Ehrat
Notandamynd
Chevrolet
Mikið hér
 
Póstar: 68
Skráður: 18 Nóv 2006, 10:47
Staðsetning: Hafnarfjörður


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron