Mæla útleiðslu

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Mæla útleiðslu

Pósturaf BigUnZ » 29 Mar 2013, 17:42

Sælir

Ég var að mæla útleiðslu í bíl hjá mér áðan. Tók mínus kapalinn af og mældi frá mínus pólnum og yfir í vélarblokkina og fékk um 12.5V. Prufaði síðan að taka hvert og eitt öryggi úr í einu en ekkert breyttist. Eruð þið með einhver ráð með hvað annað ég get athugað?

Ég mældi útleiðnina á sama rafgeymi í bílnum sem hann var í og þá kom bara 0.5V. Ég er búinn að skipta um alternator í bílnum síðan ég prufaði að mæla hann fyrst og hafði það engin áhrif.

Endilega ef að ykkur dettur eitthvað í hug að þá skjótið því á mig. Þetta er Toyota Corolla 1.3 XL '92 E90 hatchback
Toyota Corolla E90 '92
VW Golf Mk3 '94
BigUnZ
Þátttakandi
 
Póstar: 23
Skráður: 18 Apr 2009, 11:22
Staðsetning: Keflavík

Re: Mæla útleiðslu

Pósturaf Mercedes-Benz » 30 Mar 2013, 00:21

útleiðsla er ekki mæld svona. Með þessari aðferð finnur þú bara hvað mörg volt eru á rafgeyminum. Þú þarft að ampermæla kerfið í bílnum og það gerir þú með mæli sem er með ampermælingu. Fyrst þarft þú að ganga úr skugga um að örugglega sé slökt á öllum notendum. Síða tekur þú annan pólinn af rafgeyminum og tengir ampermælinn þar á milli til að mæla hvað rafkerfið í bílnum er að taka mikinn straum með allt slökt. eðlilegt er að það sé eitthver agnarlítil notkun því að klukka og hugsanlega minni í útvarpi taka ögn straum, en ef að það er útleiðsla er það rétt hjá þér að með því að taka eitt og eitt öryggi úr að þá getur þú einangrað hvaða notandi er að stela svona miklum straum.
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Re: Mæla útleiðslu

Pósturaf BigUnZ » 30 Mar 2013, 10:36

Já ok, fékk samt mismunandi útkomur eftir því sem ég mældi bílinn sem geymirinn var upprunalega í og svo bílskúrverkefninu þannig að þetta hlýtur að segja mér eitthvað annað en hvað það er mikil spenna inni á geymirnum.

Ég prufa þá að ampermæla og sjá hvað ég fæ út, takk kærlega fyrir hjálpina.
Toyota Corolla E90 '92
VW Golf Mk3 '94
BigUnZ
Þátttakandi
 
Póstar: 23
Skráður: 18 Apr 2009, 11:22
Staðsetning: Keflavík

Re: Mæla útleiðslu

Pósturaf hallif » 30 Mar 2013, 22:07

0.02 amper ,er eðlilegt.
Hallfreður Elísson
Áhugamaður GPW MB
GPW42.47624
GPW42.64131
GPW42.64447
MB Slat Grill,árg41.105232.fr öxull 12,17,41.af öxull 12,18,41
MB 42 boddý no104064
8935413
hallfredure@gmail.com
Notandamynd
hallif
Alltaf hér
 
Póstar: 227
Skráður: 22 Feb 2010, 23:08
Staðsetning: ísland á góðum stað

Re: Mæla útleiðslu

Pósturaf Z-414 » 31 Mar 2013, 00:16

Það má ekki rugla saman Voltum og Amperum, Þetta má líkja því við að í þrýstiloftsslöngu jafngildir Volt þrýstingnum í kerfinu og Amper hve mikið magn af lofti streymir um slönguna. Ef þú vilt leita að leka í kerfinu þarftu að finna hvar loftið streymir (Amper), þrýstingurinn á kerfinu (Volt) segjir þér mjög lítið.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Mæla útleiðslu

Pósturaf R 69 » 31 Mar 2013, 20:51

Þetta er einfölduð mynd af því sem á sér stað og samhenginu á milli þessara þátta.

Mynd
Helgi Guðlaugsson

1969 Ford Mustang
1986 Mazda 323
Notandamynd
R 69
Alltaf hér
 
Póstar: 225
Skráður: 12 Ágú 2006, 13:25
Staðsetning: Kópavogur

Re: Mæla útleiðslu

Pósturaf Z-414 » 31 Mar 2013, 21:38

Spenna (Volt) - Straumur (Amper) - Viðnám (OHM)
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Mæla útleiðslu

Pósturaf Gaui » 01 Apr 2013, 17:54

Hins vegar getur þú farið styttri leið, jafnvel notað voltmælinn. Þe. mæla á milli mínuspóls og mínuskapalsins.
Ef allt er slökkt, þá logar ekki svo heitið geti á prufulampa.
Ef logar, getur þú svo haldið áfram að plokka úr öryggi og/eða útiloka notendur.
Svo er nær útilokað að altenator bili þannig að hann leiði út, og þú skalt passa þig þegar þú prófar að örugglega sé ekkert í gangi, td. hurðir lokaðar oþh.
Yfirleitt er þetta nú einfalt mál, ef maður gerir þetta ekki flókið sjálfur.
Láttu okkur svo vita hvernig gengur.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron