Blýbensín.

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Blýbensín.

Pósturaf Starri » 07 Ágú 2013, 15:00

Langar að forvitnast um það hvort treysta eigi olífélugum um að það þurfi ekki að setja blýbætir í bensín fyrir eldri bílvélar. Var á bjöllu í fyrra og leitaði að blýbætir en þau svör sem ég fékk hjá eldsneytissölum var að það væri komin önnur bætiefni í eldsneytið svo ég þyrfti ekki blýbensín á eldri vélar lengur.

Sá að fornbílaklúbburinn var með blýbætir á landsmótinu og fór því að efast um heiðarlega eldsneytissalana þótt blýlausa bensínið hafi ekki skaðað bjöllumótorinn. Því spyr ég þarf ég að setja blýbætir á gamlar vélar? Hvaða vélar þurfa blýbætir? Er reyndar með Saab 96 árgerð "72 en sá bíll hefur það framyfir marga aðra bíla að ekki þarf aða mixa Ford vél í hann því hann er framleiddur með Ford vél.
Starri Hjartarson
Breiðdalsvík.
Starri
Byrjandi
 
Póstar: 6
Skráður: 31 Júl 2013, 12:50

Re: Blýbensín.

Pósturaf Erlingur » 07 Ágú 2013, 21:51

Ég myndi ekki treysta þessum upplýsingum.

Tilgangur með brýi var tvíþættur. Annarsvegar að hægja á bruna svo vélarnar losnuðu við kveikjubank. Þetta ætti að heyrast strax þegar vélin er undir álagi, en líklegast er nú að nýrri bætiefni séu að þjóna þessum tilgangi. Einnig er hægt að kaupa hærra octane bensín eða seinka kveikju til að forðast kveikjubankið.

Hinsvegar þoldu ventlar og ventlasæti í eldri vélum ekki blýlaust bensín, því án þessa bætiefnis (Tetraethyllead) myndast smá suðupollar í ventlum og sætum sem endar í hrúfu yfirborði og ventlar/sæti étast upp hægt og rólega. Vélin hættir bara að þjappa, þegar það uppgvötvast er skaðinn skeður og vélin skemmd. Þetta seinna atriði myndi ég ekki alveg treysta að nútíma bensín sé alveg OK.

En þú ættir að geta gúgglað nákvæmlega vélina sem þú ert með og komist að því hvort þú getir keyrt hana á bensíni dagsinns í dag. Allt upp úr 1970 ætti að ganga án blýs. Hinn möguleikinn er bara að prófa. Ef allt er gott, geturðu bara keyrt án blýs. Ef ekki, þarftu að kaupa nýja herta ventla og láta renna hert ventlasæti í hedd/blokk og þá er hægt að keyra án blýs án nokkura vandamála. En til að vera viss með þína vél myndi ég spyrja google.
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Re: Blýbensín.

Pósturaf Z-414 » 08 Ágú 2013, 11:08

Erlingur skrifaði:Allt upp úr 1970 ætti að ganga án blýs.

Þetta er aðeins og snemma, stór hluti bíla framleiddur fram undir og jafnvel aðeins eftir 1980 þolir illa blýlaust bensín, fyrstu þjóðirnar í Evrópu og Norður-Ameríku komu ekki með bann við blýi fyrr en um 1990.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Blýbensín.

Pósturaf Erlingur » 09 Ágú 2013, 16:32

Nú stendur í handbókinni með mínum '73 Bjúkka að dæla eigi blýlausu bensíni á hann - lítið breytt vél frá '70-'76. Ameríkaninn tók svo upp hvarfakúta 1975 og þar með lagðist af blýbensín hjá þeim. Veit svo ekki hvernig þetta þróaðist okkar megin Atlandshafsins. En eins og ég segji, best að skoða þetta fyrir hverja vél fyrir sig, ég veit að menn dældu blýlausu á gömlu nailhead Bjúkkana óhræddir - sumt gekk ,annað ekki.
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Re: Blýbensín.

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 11 Ágú 2013, 15:46

Sæl Öllsömul.

Ósköp einföld regla, hvað þjónustuaðila bensíns varðar.

Ekki treysta þeim, því þeir vita fæstir hvað þeir eru að selja, hvað bílavörur snertir.
Og flestum virðist þeim nákvælega sama um bílinn þinn, og hvað þeir selja þér.

Á leið minni um landið í sumar á fornbíl, komst ég að því, að lang, lang lang flestir sem unnu við afgreiðsl á bensínsölum, vissu ekki hvað 98 oktana bensín er.

Verst var ástandið á N1 stöðvunum, þar vissi fólk nákvæmlega ekkert, þó þjónustulundina vantaði ekki.
Þó eru til undantekningar, fyrir 2-3 árum vantaði mig 8 ampera öryggi í fornbíl, leit við á N1 stöð við Lækinn í Hafnarfirði.
Þar afgreiddi mig þáverandi Ungfrú Hafnarfjörður, og hún þekkti alveg svona gamaldags öryggi, afgreiddi mig fljót og örugglega.
Maður á aldrei að dæma tækniþekkingu eða aðra visku eftir aldri, kyni eða útliti, eins og maður gerir því miður stundum.

Besta þjónustan og eini áhuginn hvað bensínmál varðar, hef ég fengið hjá Atlantsolíu, þegar ég ég fyrir algera tilvijun leit við á skrifstofu þeirra í sumar.
Þar lenti ég fyrir tilviljun á spjalli við dreng sem hafði mikin áhuga á gömlum bílum, og vissi mikið um þá, líka gamla Opel-bíla.

Ég hef það á tilfinningunni, að eftir að bensínstöðvar hættu að einbeita sér að bílavörum, og urðu dagvöruverslanir, þá hafi þjónusta vil bíleigendur hrakað stórlega.

Persónulega, þá fer ég á bensínstöð til að kaupa bensín, og í dagvöruverslun til að kaupa dagvöru.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron