Að gera upp Rochester Quadrajet

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Að gera upp Rochester Quadrajet

Pósturaf pallisiggi » 02 Sep 2013, 22:11

Nú vantar mig svör reynsluboltanna hér, en þeir eru sýnist mér ansi margir :wink:

Í Chevroletinum mínum er sem sagt áður nefndur blöndungur.
Í honum eru fastar stilliskrúfur og sjálfsagt eitthvað lélegar pakkningar.
Er einhver að selja varahluti í þessa blöndunga hér á landi eða á ég að versla beint við bandaríkjahrepp?
Einhver?

Ég hef jútjúbað nokkur vídeó um hvað helst getur verið að þessum blöndungum og ég óttast að eitthvað sé að í mínum vegna þess að mótorinn á að gefa frá sér mun meira afl en hann gerir núna.
Kveðja frá Reyðarfirði
Páll Sigurður Björnsson :-)

Chevrolet Suburban 350 1979
Notandamynd
pallisiggi
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 12 Júl 2013, 22:28
Staðsetning: Reyðarfjörður

Re: Að gera upp Rochester Quadrajet

Pósturaf admiral » 03 Sep 2013, 21:53

Hafðu samband við Jeppasmiðjuna á Ljónsstöðum
eins getur þú haft samband við IB á selfossi

kv.Símon

Opel Admiral A 1966
admiral
Mikið hér
 
Póstar: 94
Skráður: 30 Maí 2008, 20:29
Staðsetning: hveragerði

Re: Að gera upp Rochester Quadrajet

Pósturaf Gizmo » 04 Sep 2013, 10:25

ég var með svona á Olds 455 sem ég átti, fékk uppgerðann frá usa, mér fannst hann aldrei virka almennilega. Fékk mér nýjann Holley Street Avenger, dagur og nótt sem skildi á milli. Það hafa orðið talsverðar framfarir í þessu dóti, ég myndi ráðleggja þér að kaupa nýjan frekar en að lappa uppá eh gamalt og sundurtært dót sem verður aldrei 100%.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Að gera upp Rochester Quadrajet

Pósturaf Ramcharger » 05 Sep 2013, 14:17

Q-jet er enginn performance tor. Var með svona á oldsinum mínum (350) og eyðslan var með eindæmum lítil.
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Re: Að gera upp Rochester Quadrajet

Pósturaf Erlingur » 07 Sep 2013, 21:46

Ef einhver ætlar að henda Q-jettinum sínum má sá hinn sami endilega láta mig fá hann.
Þetta er með vönduðustu blöndungum sem smíðaðir hafa verið, enda á bókstaflega öllum framleiddum 4 hólfa GM vélum frá '65 til '80, nota bene líka á vélum sem skiluðu alvöru afli. Yfir 100 miljón framleidd eintök. Það er hægt að stilla svona blöndung fyrir nánast hvaða götuhæfa vél sem er.

Af hverju telurðu að blöndungurinn sé sökudólgur í aflmissi? Ef vélin er upprunaleg eða lítið breytt og var með Q-jet eru litlar líkur á að fá skárri blöndung og þú þarft líklega ekki að breyta honum neitt.
Hvernig vél, eitthvað breytt, hvaða kveikja, á hvaða tíma er hún sett, hvað flýtir hún mikið í mekaník gráðum, vaccum gráðum og hvernig er vaccum tengt?

Annars færðu allt í Q-jettinn þinn í ameríkuhreppi. Taktu niður auðkennisnúmerið á honum og pantaðu það sem vantar eftir því, fyllir ekki meira en í umslag og komið eftir nokkra daga.

Fyrir þá sem vilja fara ofan í saumana á hvernig á að tjúna Q-jettinn og hvernig hann virkar, þá er hægt að gúgla 'How to Tune a Q-Jet by Lars Grimsrud' og lesa það plagg.
Svo getur maður líka keypt sér súrefnismæli eins og LM-2 frá Innovate motorsports og notað hann í stillingarferlinu eins og því er lýst í skjalinu hans Lars.
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur