útblástursgrein, málun ?

Vantar þig hjálp? Villtu hjálpa öðrum?

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

útblástursgrein, málun ?

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 15 Sep 2013, 12:36

Sæl Öllsömul.

Er að hreinsa og setja saman vél, og langar að setja lit (svart) á útblástursgrein, þ.e. frá vélarblokk niður að pústgrein.

Hver er ykkar reynsla af slíku, þ.e. að mála útblátsursgreinar, eða keramik-húða ?

Þetta er sá vélarhlutur sem hitnar hvað mest, fátt sem virðist tolla á þessu og vera til friðs.

Ég málaði útblástursgrein á lítilli 1.0 líters vél með cylinder black hitaþolnu lakki sem ég keypti í Húsasmiðjunni eða Byko, meira svona sem tilraun.
Ekkert sérstakur undirbúningur, en þetta tolldi á, varð að vísu gráleitt á smá parti.
Lakk sem herðist að fullu, þegar vél eða útblástursgrein hitnar, það kom þessi fína "vöfflulykt" af bílvélinni fyrstu 2 skiptin sem hún var sett í gang og látin hitna. maður varð bara alvarlega svangur !

Ég held, að hitaþolið vélarlakk, þetta sem fékkst eitt sinn á praybrúsum, þoli ekki þann hita sem myndast á útblástursgrein, þó það geti tollað utan á vélarblokk.
Lakk sem þarf að baka eftir sprautun, ætti að þola meiri hita en lakk sem ekkki þarf að baka, er það ekki rétt ?

Hvaða hugmyndir og reynslu hafið þið af málun eða ekki málun á útblástursgrein ?

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Re: útblástursgrein, málun ?

Pósturaf ADLERINN® » 15 Sep 2013, 16:34

Galvanhúðun er sniðugt fyrirbæri.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.


Fara aftur á Tæknihorn

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur