Halló...

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Halló...

Pósturaf Dabbi » 20 Jún 2010, 23:38

Sælir, ég er búinn að vera að skoða þetta spjall nokkuð lengi. og held að það sé kominn tími til að fara að kynna sig :D

Davíð Heiti ég og er 20 ára og bý á Hvammstanga...

En já hef ekki hugmynd hvað ég get sagt hér en ætla allavega að sýna ykkur bílana sem eru í minni eigu sem ég á myndir af.

Toyota Tercel 1988:

Mynd

Volvo 240 1988:

Mynd

Citroen Axel 1986:

Mynd


Kveðja, Davíð.
Síðast breytt af Dabbi þann 23 Maí 2011, 23:46, breytt samtals 1 sinni.
Davíð Heiðar Sveinsson.

AMC Rambler American '67
Chevrolet Chevelle '72
Citroën Axel '86
Toyota Tercel '88
Volvo 240 GL '88
Subaru 1800 Coupe Turbo '89
Subaru 1800 Coupe '89
Subaru 1800 Wagon '90
Dabbi
Mikið hér
 
Póstar: 55
Skráður: 21 Maí 2010, 23:27
Staðsetning: Hvammstangi

Pósturaf Sigurbjörn » 21 Jún 2010, 07:39

Velkominn
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 21 Jún 2010, 11:52

Sæl Öllsömul.

Velkominn.

Endilega fylgjast með og vera með í Fornbílaklúbbnum.

Alltaf gaman að geta deilt áhugamáli sínu með öðrum, og maður er manns gaman.

Góður startpakki í þessari bílaeign sem þú ert með.
Þessi Toyota lítur mjög vel út, væri gaman að sjá nánari myndir af henni.
Eflaust ekki margir eftir af Citroen Axel hérlendis.

Segðu mér, hvernig fór með bláa litla rafmagnsbílinn sem var á Hvammstanga.
Er hann komin til Akureyrar ?
Sá einn slíkan fyrir ca. 2 árum við blokkina að Hrísalundi 2 á Akureyri.
Gæti það hafa verið hann ?

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Dabbi » 21 Jún 2010, 14:46

Ef þú ert að tala um þennann þá fór hann til Akureyrar já:

Mynd
Davíð Heiðar Sveinsson.

AMC Rambler American '67
Chevrolet Chevelle '72
Citroën Axel '86
Toyota Tercel '88
Volvo 240 GL '88
Subaru 1800 Coupe Turbo '89
Subaru 1800 Coupe '89
Subaru 1800 Wagon '90
Dabbi
Mikið hér
 
Póstar: 55
Skráður: 21 Maí 2010, 23:27
Staðsetning: Hvammstangi

Pósturaf Derpy » 21 Jún 2010, 16:03

þessi er á Akureyri.
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 24 Jún 2010, 13:13

Sæl Öllsömul.

Dabbi og Rúnar.

Takk fyrir svarið og upplýsingarnar.

Ah, gott að vita um litla bláa Ellert-inn.
Fyrrum eigandi á Sauðárkrók heimsótti mig fyrir nokkrum árum.

Þetta er einmitt bíll sem ég vildi eiga sem brúksbíl.
Búinn að skoða þá í mörg, mörg ár.
Gaman að fylgjast með þróuninni hjá þeim.
Nútímaútgáfan heillar mig meira, þessi hér:
http://www.puremobility.com/
Verst hvað þeir eru dýrir, það skrifast að mestu á krónískt getuleysi íslendinga í efnahagsstjórn.

Hins vegar finnst mér þessir hræðilega ljótir, og ekki eru þeir öruggir:
http://www.youtube.com/watch?v=btw3DaqJbpI
þetta er jafnvel enn hræðilegra:
http://www.youtube.com/watch?v=JtGp8Sha ... re=related

Einn gamall hvítur Ellert á Samgönguminjasafninu á Ystafelli.
Settist inn í hann fyrir tveim árum.

Einfaldir bílar, ódýrir í rekstri og viðhaldi. Ryðga ekki.
Þannig að maður þarf að eiga venjulegan bíl eða fornbíl með svona bíl, til að hafa eitthvað að gera í bílskúrnum.

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur