Benz 230 w123 1981 og Willys Cj2A 1946

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Benz 230 w123 1981 og Willys Cj2A 1946

Pósturaf Axi paxi » 24 Jún 2010, 22:45

Benzinn tók ég hressilega í gegn veturinn 2008 - 2009 og Willysinn er í lengingu og V8 væðingu sem gengur afar hægt en verður verkefni næsta vetrar. Ég sjálfur er rennismiður og vélvirki og hef verið bíladellukall alla tíð. Ég kaupi helst aldrei neina vinnu í þessi project og geri allt sjálfur sem ég mögulega get.

Kveðja. Steingrímur Árni Thorsteinson

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Og svo má auðvitað ekki gleyma traktornum góða.
Fahr D17 1952

Mynd
Oft má saltkjöt liggja
Axi paxi
Byrjandi
 
Póstar: 4
Skráður: 21 Jún 2010, 23:27
Staðsetning: 108 Reykjavík

Pósturaf Derpy » 25 Jún 2010, 07:14

Velkominn, Flott númer á Benzanum.
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Pósturaf Z-414 » 25 Jún 2010, 09:15

Ég er með svipaðan Fahr traktor (Fahr D17N 1954) inni í bílskúr, bíður eftir því að fá aðhlinningu.
Það er smávegis um hann hérna: http://z414.blogspot.com/
Myndir hérna: http://picasaweb.google.com/asgardur/Fahr01?feat=directlink
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Axi paxi » 26 Júl 2010, 09:27

Skemmtileg tilviljun því minn traktor var líka fluttur inn í gegnum Verslunarfélag V-Skaftfellinga í Vík. Hann var lengst af í Skaftárdal í Skaftártungum en var svo seldur að bænum Skammadal sem er að því mig minnir líka í Mýrdalnum þannig að þeir hafa þá verið nágrannar lengst af. Hann var svo í notkun til ársins 1991 en hafði verið geymdur inni síðan þá þegar ég eignaðist hann árið 2004. Startkransinn er farinn í honum og ég er búinn að taka hann í sundur og það er því miður ekki hægt að snúa honum við því það er rennd stýring í hann þannig að ég er í smá vanda hvað það varðar. Annars sýnist mér eini munurinn á þessum tveimur vera sá að minn er á steypujárnsfelgum en 1952 var víst eina árið sem þeir komu þannig.
Kveðja Árni
Oft má saltkjöt liggja
Axi paxi
Byrjandi
 
Póstar: 4
Skráður: 21 Jún 2010, 23:27
Staðsetning: 108 Reykjavík

Pósturaf Z-414 » 27 Júl 2010, 19:12

Skammidalur er líka í Mýrdal og er svona u.þ.b. 2-3km frá Kaldrananesi þar sem minn var.
Held að aðal útlitsmunurinn á þessum tveimur vélum sé að á D17N nær húddið aðeins lengra fram og rafgeymirinn kemur fyrir framan vatnskassa en er við hliðina á olíutankinum á D17. Kramið er meira og minna það sama.
Maður sem heitir Þóroddur M. Árnason veitti mér heilmiklar upplýsingar um mína vél og hann virðist hafa safnað saman upplýsingum um flestar Fahr vélar sem komu til landsins og veit hvar þær eru niðurkomnar eða hvað varð um þær og hann gæti vitað um varahluti fyrir þig. Ég get komið til þín netfanginu hans ef þú villt setja þig í samband við hann.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Axi paxi » 24 Nóv 2010, 19:55

Ég kíki greinilega ekki nógu oft hérna inn á spjallið. Þóroddur var reyndar fyrri til að hringja í mig í vor eftir að hann komst að því hvar vélin mín var niðurkomin og hann og Tómas bróðir hans eiga víst startkrans handa mér úr vélinni sem grafin var úr jörðu í sumar.
Kveðja Árni
Oft má saltkjöt liggja
Axi paxi
Byrjandi
 
Póstar: 4
Skráður: 21 Jún 2010, 23:27
Staðsetning: 108 Reykjavík

Pósturaf Ásgeir Yngvi » 26 Jan 2011, 19:37

Glæsilegur þessi Benz.

Áttu hann enn?
Ásgeir Yngvi Ásgeirsson
W116 Mercedes Benz 280se '80 (M-733)
Jeep Grand Cherokee Limited 4,7 '99
Ásgeir Yngvi
Þátttakandi
 
Póstar: 34
Skráður: 11 Jún 2006, 18:58
Staðsetning: Borgarfjörður


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir