17 ára gutti úr skagafirði

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

17 ára gutti úr skagafirði

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 07 Júl 2010, 00:34

Uppgötvaði það í dag að ég ætti alveg eftir að kynna mig og mín tæki þrátt fyrir að hafa verið hér á þessu spjalli í nokkra mánuði. En ég heiti Guðmundur og er ný orðin 17 ára. bý fyrir norðan í skagafyrði nánar tiltekið og hef sankað að mér hinum ýmsu tækjum. En eru þau samt í misjöfnu ástandi.
ný skoðaður subaru 1800 station '89 módel.
2 stk mitsubishi galant '92 mdl (annar í varahluti)
dodge diplomat '85 mdl. 318 V8, ætlaði að gera hann upp en gugnaði í bili amk. útaf riði í toppi
3 stk Land-Rover 2 í varahluti og einn '75mdl gangfær og notaðu heimavið í sveitinni
4 stk Lada Sport. 3 í varahluti og einn næstum gangfær sem ég breytti í pickup '89 módel ef ég man rétt. (næstum gangfær=þarf að skipta um blöndung)
1/2 Volvo 240 '85 módel (hin helmingin á móðir mín) var keyptur í því skini að gera við hann og nota. Á heimleiðinni þegar hann var sóttur hrundi mótorin og það kom í ljós að hann var mun meira riðgaður en haldið var í byrjun.
1 stk zetor dráttarvél 4911 bíður eftir viðgerð. farnar slífaþéttingar
2 stk polaris trailboss fjórhjól '87mdl annað í varahluti
1 stk kawaski drifter snjósleði 440 '80 módel
Og svo er það aðal tækið. International scout með vw bjöllu boddý, volvo mótor og gírkassi. upphækkuð bjalla frá húsavík er í uppgerð eins og staðan er í dag. '67 model.

Ég vil nú meina að þetta séu nokkuð mörg tæki miðað við ungan aldur. en þau eru nú fleiri sem ég hef átt. og þá selt eða skipt fyrir eitthvað annað. Vona bara að sem flestir hafi gaman af að heyra um tækja eign mína :D .. og endilega skiljið efitr athugasemd eða spurningu ef þið viljið vita eitthvað nánar

kv
Guðmundur
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 11 Júl 2010, 14:43

ákvað að skella inn nokkrum myndum af galantinum mínum þó hann sé ekki búin að ná Fornbílaaldrinum
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf Börkur Bó » 11 Sep 2010, 20:24

áttu nokkuð til fjórhjóladekk eða felgur á lausu ?
Er sjálfur með 87 módel af Hondu fjórhjólum, vantar felgur og dekk.

komdu svo með myndir af flotanum maður, ég á Scout 67 orginal og mig langar í Lödu Sport ef þú ætlar að selja einhverja...
-Massey Ferguson 35 ´59
-Lada Sport 1986
- M.Benz 309 ´89
-Renault Megane 2005
- Nissan Terrano 1991
Notandamynd
Börkur Bó
Alltaf hér
 
Póstar: 118
Skráður: 20 Jan 2008, 23:28
Staðsetning: borg óttans

Pósturaf Frank » 12 Sep 2010, 01:58

Alltaf gaman að hitta á unga bílaáhugamenn :D :D
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 12 Sep 2010, 22:24

Subaru er seldur með miklum söknuði. og á því miður engar felgur handa þér.
Ég á 4 lödu sport. og allar í óökuhæfu ástandi. Ein er mótor, gírkassa og millikassa laus og eitthvað vesen á bremsum, styrðar eða fastar dælur átti það til að festast í bremsum þegar maður var að keyra. Ein er oltin og er framhluti á boddýi töluvert dældaður auk þess sem það vantar gírkassa og millikassa og vesen á bremsum þar líka en það lýsti sér þannig að maður þurfti alltaf að pumpa bremsurnar til að bremsa, loft á kerfinu einhverstaðar. Ein (sú rauða) hætti að nota hana af því önnur festingin fyrir millikassan hrundi niður útaf riði, auk þess sem ég er búin að rífa eitthvað úr og af mótor man nú ekki hvað samt í augnablikinu. svo er það lada-pickup. en hún er ógangfær útaf einhverju blöndungsveseni. Ég setti á hana blöndung af subaru 1800 og það er á honum rafmagns innsog og rafmagns hægagangsnál og ég hlít að hafa tengt þetta rafmagn á mjög vitlausum stað því einn rafmagnsvírin frá háspennukeflinu brann alveg oní sviss. ég risti upp rafmagnskapalin og skipti um vírin og teipaði saman aftur. svo var startað og allt ætlaði á sama veg aftur svo ég fór í fílu og hef ekkert kíkt á hana síðan en ætlaði mér alltaf að setja gamla lödu blöndungin á aftur. Svo er auðvitað allt til sölu fyrir rétt verð.
en hér koma nokkrar myndir sem ég á og ætla ég við fyrsta tækifæri að taka myndir af þeim tækjum sem vantar uppá.
Scout/bjalla/volvo
Mynd
Mynd
og dodge-inn
Mynd
Mynd
og þá er það oltna ladan
Mynd
Mynd
fann eina mynd af gömlu rauðu lödunni
Mynd
og pickup-inn
Mynd
Mynd
Og volvo 240. sameign mín og móður minnar
Mynd
Mynd
og þá gamli góði land-rover'inn
Mynd
Mynd
að lokum snjósleðinn
Mynd
Mynd
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf ksunna » 13 Sep 2010, 00:25

ómæ..þessi "bjalla" fer alveg með mig :lol:
Kristín Sunna Sigurðardóttir
VW 1303 '73
Notandamynd
ksunna
Þátttakandi
 
Póstar: 27
Skráður: 13 Nóv 2008, 19:09

Pósturaf Hafsteinn vidda » 09 Okt 2011, 01:06

sæll hvað villtu fá fyrir landroverinn og lödurnar??
Hafsteinn vidda
Byrjandi
 
Póstar: 7
Skráður: 06 Feb 2011, 23:03
Staðsetning: snæfellsnes


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron