Oddur Pétursson

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Oddur Pétursson

Pósturaf Oddur P » 29 Jan 2011, 16:37

Sælir

Ég ákvað að skrá mig loksins í klúbbinn og spjallið fyrst bíllinn minn telst orðinn fornbíll í dag.

Ég heitir Oddur Pétursson, fæddur árið 1982 og er frá Varmalandi í Borgarbyggð en er búsettur í Hafnarfirði.

Fornbíllinn minn er Volvo 240 DL árgerð 1986 og ber númerið A328. Ég er búinn að eiga þennan bíl síðan í byrjun mars 2007 og var hann þá ekinn 113 þús km. Ég nota þennan bíl bara yfir sumartímann og er hann ekinn 132 þús km í dag. Bíllinn er með 2.3 l mótor með Stromberg blöndungi (B230A) og sjálfskiptingu með OD. Ég er búinn að gera hitt og þetta við bílinn, útlitslega og annað. Bíllinn lítur mjög vel út og er í góðu ástandi.

Einnig á ég Volvo 850 T5 árgerð 1997 station sem minn aðalbíl.


Mynd

Mynd

Mynd
Oddur Pétursson

Volvo 240 DL 1986
Volvo 850 T5 1997
Oddur P
Byrjandi
 
Póstar: 4
Skráður: 27 Jan 2011, 18:50
Staðsetning: Borgarfjörður og Hafnarfjörður

Pósturaf Siggi Royal » 29 Jan 2011, 18:51

Velkominn, og til hamingju með mjög svo glæsilegan Volvo.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Saab 1972 » 29 Jan 2011, 21:32

Fallegur Volvo :D
Notandamynd
Saab 1972
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 01 Júl 2010, 23:34

Pósturaf Z-414 » 30 Jan 2011, 01:16

Þetta er flottur bíll, ég átti einn svona DL bíl, finnst þeir eiginlega fallegri með þessum svörtu listum heldur en GL bílarnir með sínum krómlistum en mér sýnist að það sé eitthvað búið krómvæða þennan.
Það er alltaf gaman að sjá að svona falleg eintök séu enn á ferðinni, gamli minn er líklegast farinn í pressuna.

Mynd
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Oddur P » 30 Jan 2011, 15:00

Takk fyrir

Já þessi var með svarta lista og grill. Listarnir voru orðnir svo mattir og ljótir að ég setti lista og grill af GLE bíl
Oddur Pétursson

Volvo 240 DL 1986
Volvo 850 T5 1997
Oddur P
Byrjandi
 
Póstar: 4
Skráður: 27 Jan 2011, 18:50
Staðsetning: Borgarfjörður og Hafnarfjörður

Pósturaf Derpy » 30 Jan 2011, 18:37

fallegur volvo og Rosalega flott númer ! ;) A-328 er snilld ;D
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Pósturaf Oddur P » 30 Jan 2011, 20:17

Bíllinn hefur alltaf verið með þetta númer. Fyrsti eigandi bílsins var Jóhannes Eiríksson sem bjó á Akureyri og vann lengst af á Kristneshæli og var oddviti í Hrafnagilssveit. Mér skilst að hann hafi átt fleiri Volvo bíla sem hafi einnig verið með þetta númer.

Konan hans saumaði/prjónaði þetta fyrir kallinn og var þetta alltaf í hillunni og er enn eins og sést á myndinni
Mynd
Oddur Pétursson

Volvo 240 DL 1986
Volvo 850 T5 1997
Oddur P
Byrjandi
 
Póstar: 4
Skráður: 27 Jan 2011, 18:50
Staðsetning: Borgarfjörður og Hafnarfjörður

Pósturaf Sigurbjörn » 30 Jan 2011, 21:16

Flottur bíll hjá þér.
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Ramcharger » 31 Jan 2011, 07:18

Man að pabbi þinn átti Volvo þegar ég var í
Varmalandsskólanum í den :)
Þannig að þú hefur kannski erft
Volvodelluna frá hanum :idea:
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Re: Oddur Pétursson

Pósturaf Mercedes-Benz » 17 Feb 2011, 23:59

Oddur P skrifaði:Mynd


Stórglæsileg Volvo bifreið.. Mér fanst alltaf þessi árgerð eða þetta síðasta útlit vera lansamlega fallegust af þessum 240 bílum. Það er líka þessi litur og þessar felgur. Það er bara eitthvað svo töff við þetta eintak ;)
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir