Nýtt áhugamál

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Nýtt áhugamál

Pósturaf hugrunosk » 19 Feb 2012, 14:23

Sæl öll

Hugrún heiti ég og hef hingað til ekki verið mikið að spá í fornbílum.

Fyrsti bíllinn minn var Fiat 127, árg 80 eða 82 og ég hef alla tíð séð eftir að hafa selt hann.
Ég man enn eftir lyktinn í honum, bilaða gorminum í aftursætinu, þegar ég bónaði hann í fyrsta skipti og ýmislegt fleira ;)

Í mörg ár hef ég keyrt framhjá svona bíl sem stóð á eyrinni á Akureyri og nú er hann til sölu, en þar sem ég hef bara lítið sem ekkert vit á að gera upp bíla get ég víst ekki fengið mér hann þar sem hann þarfnast mikillar ástar.

Því ætla ég að líta í kringum mig hvort fleiri svona týpur af Fiat séu til á landinu, ja eða varahlutir í þessa bíla.

Kannski einn daginn fæ ég draum minn uppfylltan ;)
Nýtt áhugamál, að eignast Fiat 127 sem þarfnast ekki brjálæðislegs viðhalds ;)
hugrunosk
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 18 Feb 2012, 17:09

Re: Nýtt áhugamál

Pósturaf ADLERINN® » 19 Feb 2012, 16:25

Í mörg ár hef ég keyrt framhjá svona bíl sem stóð á eyrinni á Akureyri og nú er hann til sölu, en þar sem ég hef bara lítið sem ekkert vit á að gera upp bíla get ég víst ekki fengið mér hann þar sem hann þarfnast mikillar ástar.



Það kosta alltaf nokkur hundruð þúsund að taka svona bíl í gegn. Ef lýsing á þessum sem er til sölu er nokkuð rétt þá myndi ég halda að lágmarks kostnaður sé um 500þ svo er alltaf eitthvað óvænt sem kemur upp sem getur verið kostnaðar aukandi.svo er spurning hvernig kramið er í bílnum þar að segja hvað þarf að endurnýa af slithlutum. Þannig að lágmarks uppgerð er fljót að fara í talsverðar upphæðir.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Re: Nýtt áhugamál

Pósturaf hugrunosk » 19 Feb 2012, 18:38

sennilega myndi það kosta mig enn meira að gera hann upp heldur en aðra þar sem ég þyrfti að fá einhvern sem kann til verka til að aðstoða mig við það ;)
EN ég er ekki tilbúin að gefast upp strax--kannski einhverntíman gengur þetta upp ;)

Það þarf að byrja á því að skella á hann nýjum hurðum, þær fylgja, og svo eru 2 góð göt í afturhleranum og inná bodyið sýndist mér.

Hann er í daglegri notkun í dag samt.
Nýtt áhugamál, að eignast Fiat 127 sem þarfnast ekki brjálæðislegs viðhalds ;)
hugrunosk
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 18 Feb 2012, 17:09

Re: Nýtt áhugamál

Pósturaf Offari » 19 Feb 2012, 21:08

Ég átti nokkra Fiat 127, Skemmtilegir bílar en á þeim árum ("72-76)var ítalska bodýstálið lélegra en annað stál því entust bílarnir stutt hjá mér. Ég notaði bílana tölvert mikið en þegar þeir biluðu eða gólfið datt úr þeim var bara keyptur annar bíll og sá gamli sendur á lækinn (Hafralækur)sem varahlutabíll. Ég átti líka Fiat 128 og 131 en mér þótti þessir bílar vera skemmtilegir akstursbílar en ekkert að marka bilanatíðnina hjá mér því þetta voru allt bílar sem voru á síðasta snúning þegar ég fékk þá. Ég reyndar hætti þessum rextri þegar Jón Baldvin fann upp þá bráðsnjöllu hugmynd að rukka bifreiðagjöld af verðlausum bílum,

Ég væri sko til í að eiga einn gamlan 127 aftur en hef nú ekki séð neitt uppgeranlegt eintak nýlega. Frétti þó af því að mjög heilum svoleiðis bíl hafi verið hent síðasta sumar uppá héraði.
Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Re: Nýtt áhugamál

Pósturaf hugrunosk » 19 Feb 2012, 21:36

Hvað þýðir að bílnum var hent??
Urðaður eða sendur í brotajárn eða hvað???
Nýtt áhugamál, að eignast Fiat 127 sem þarfnast ekki brjálæðislegs viðhalds ;)
hugrunosk
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 18 Feb 2012, 17:09

Re: Nýtt áhugamál

Pósturaf Offari » 20 Feb 2012, 01:10

sendur í brotajárn
Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Re: Nýtt áhugamál

Pósturaf ronny » 20 Feb 2012, 08:55

Það er einmitt verið að auglýsa svona bíl til sölu á bland.is ! ! !

https://bland.is/messageboard/messagebo ... d=27338399
ronny
Byrjandi
 
Póstar: 3
Skráður: 13 Jan 2012, 17:59

Re: Nýtt áhugamál

Pósturaf hugrunosk » 20 Feb 2012, 09:44

Það er einmitt bíllinn sem ég er að spá í en þarf bara einhvern með mér sem hefur vit á þessu.
Hvort það sé hægt að sjóða í götin á afturhleranum og bodyinu eða hvort það þurfi að skipta um hlerann, og svona ýmislegt fleira
Nýtt áhugamál, að eignast Fiat 127 sem þarfnast ekki brjálæðislegs viðhalds ;)
hugrunosk
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 18 Feb 2012, 17:09


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur