Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf dindan » 14 Apr 2013, 20:19

Sælt veri fólkið, Tjörvi heiti ég og er 23 ára. Fyrir þremur árum erfði ég forláta Fiat af afa mínum heitnum og ég er kominn hingað bæði til að kynna ykkur örlítið fyrir honum og til þess að athuga hvort að það séu ekki einhverjir fiat spekúlantar hér sem geta gefið mér góð ráð.


Bíllinn er af gerðinni Fiat Ritmo 85 og er 1987 árgerð. Hann er búinn 1500 mótornum og þetta er facelift útgáfan. Þegar ég fékk bílinn stóð hann í 40 þús km á mæli og var í gjörsamlega óaðfinnanlegu ástandi. Hann hafði þá setið inní skúr í tæp 7 ár. (þetta var sunnudagsbíllinn hans afa). Núna er mælirinn í rétt rúmlega 70 þús km..rétt tilkeyrt.

Á þessum tíma hef ég dútlað mikið í honum og skipt m.a um : allt í kveikju, rafgeymi, spindilkúlur, allt í bremsum ofl ofl.

Málið er að núna um daginn var að fara pakkningin undir blöndungnum í honum og ég er alveg ráðalaus hvar ég á að fá þetta helvíti..þetta er uþb 6mm púði sem er boltaður ofan á greinina og síðan í blöndunginn, án þessara pakkningar er bíllinn óökufær. Ég er búinn að reyna alla bílapartasala hérlendis en ekkert gengur. Þetta er frekar svekkjandi því að fyrir utan þennan hlut þá er bíllinn í virkilega góðu ástandi. Nú er spurningin, eru einhverjir fiat menn eða sérfræðingar sem kannast við þessa bíla og eru með hugmyndir hvar ég ætti að leita??

(þess má geta að bíllinn er falur fyrir fólk sem hefur áhuga)


Ein góð mynd hérna í lokin :)


Mynd
dindan
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 14 Apr 2013, 20:05

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf Helgi » 14 Apr 2013, 22:33

Sæll Tjörvi.

Gaman að sjá fleirri FIAT eigendur hér á spjallinu. :D
Gæti það verið þessi pakning hér? Mynd
Ef svo er þá er hún til hjá http://www.eurosport-uk.net/shop/ og hún er ekki dýr.
Ég hef verslað við þá og þeir eru í fínu lagi nema ég þurfti að biðja þá um að senda reikning á paypal vegna þess að breska bankakerfið samnþykkti ekki íslensk greiðalukort eftir að bretarnir settu á okkur hriðjuverkalög. [1
það er sami 1500 mótorinn í Rithmo og X1/9 svo að þetta ætti að ganga upp.

Annars er þetta ansi snotur bíll sem þú ert með. 8)
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf dindan » 14 Apr 2013, 23:11

Helgi skrifaði:Sæll Tjörvi.

Gaman að sjá fleirri FIAT eigendur hér á spjallinu. :D
Gæti það verið þessi pakning hér? Mynd
Ef svo er þá er hún til hjá http://www.eurosport-uk.net/shop/ og hún er ekki dýr.
Ég hef verslað við þá og þeir eru í fínu lagi nema ég þurfti að biðja þá um að senda reikning á paypal vegna þess að breska bankakerfið samnþykkti ekki íslensk greiðalukort eftir að bretarnir settu á okkur hriðjuverkalög. [1
það er sami 1500 mótorinn í Rithmo og X1/9 svo að þetta ætti að ganga upp.

Annars er þetta ansi snotur bíll sem þú ert með. 8)


Sæll helgi, já sömuleiðis alltaf gaman að vita af öðrum fiat mönnum :)

en nei þetta er ekki hluturinn sem er að tala um, það er þessi hérna....

Mynd
dindan
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 14 Apr 2013, 20:05

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf Jón Hermann » 15 Apr 2013, 20:23

Mig grunar að þetta séu tvær járnplötur með gúmi á milli og nú sé önnur platan laus frá gúmiinu, ég hef einusinn reddað svona sem ekki var til með því að koma fyrir skrúfum til þess að halda þessu saman.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf dindan » 15 Apr 2013, 20:34

Jón Hermann skrifaði:Mig grunar að þetta séu tvær járnplötur með gúmi á milli og nú sé önnur platan laus frá gúmiinu, ég hef einusinn reddað svona sem ekki var til með því að koma fyrir skrúfum til þess að halda þessu saman.


sæll já, virðist samt vera eins og þetta sé rifið, ég var búinn að reyna pressa þetta eitthvað saman með því að víra þetta niður en það gékk ekki...hann dró bara falskt loft inn á fullu og kokaði.

Hefuru einhverja hugmynd hvar er hægt að fá þetta?
dindan
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 14 Apr 2013, 20:05

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf Derpy » 15 Apr 2013, 20:41

Búinn að tala við Fiat umboðið? :)

ég á svo Fiat Uno 45S '87 ;) en Ritmo eru flottir bílar og ÞÚ vinur ert með SÍÐASTA Ritmoinn á landinu (þá er ég að tala um yngri gerðina) og þann síðasta skráða! Nema það sé einhver númerslaus einhverstaðar en ég hef aldrei séð neinn neinstaðar.
Þó eitthvað bili í honum, þá verðuru að halda í hann, sama hvað! síðasta eintakið á landinu ;) sjaldgæft útí heimi líka.
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf dindan » 15 Apr 2013, 20:49

Derpy skrifaði:Búinn að tala við Fiat umboðið? :)

ég á svo Fiat Uno 45S '87 ;) en Ritmo eru flottir bílar og ÞÚ vinur ert með SÍÐASTA Ritmoinn á landinu (þá er ég að tala um yngri gerðina) og þann síðasta skráða! Nema það sé einhver númerslaus einhverstaðar en ég hef aldrei séð neinn neinstaðar.
Þó eitthvað bili í honum, þá verðuru að halda í hann, sama hvað! síðasta eintakið á landinu ;) sjaldgæft útí heimi líka.


Fiat umboðið er djók...ekkert hægt að fá frá þeim.

En já ég veit vel hversu sjaldgæfur hann er, það sjaldgæfur að það er vart hægt að fá varahluti í hann :( og þetta er farið að vera ógjörningur fyrir ungann mann sem er við það að hefja innbú að reka... því miður
dindan
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 14 Apr 2013, 20:05

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf Derpy » 15 Apr 2013, 20:54

dindan skrifaði:
Derpy skrifaði:Búinn að tala við Fiat umboðið? :)

ég á svo Fiat Uno 45S '87 ;) en Ritmo eru flottir bílar og ÞÚ vinur ert með SÍÐASTA Ritmoinn á landinu (þá er ég að tala um yngri gerðina) og þann síðasta skráða! Nema það sé einhver númerslaus einhverstaðar en ég hef aldrei séð neinn neinstaðar.
Þó eitthvað bili í honum, þá verðuru að halda í hann, sama hvað! síðasta eintakið á landinu ;) sjaldgæft útí heimi líka.


Fiat umboðið er djók...ekkert hægt að fá frá þeim.

En já ég veit vel hversu sjaldgæfur hann er, það sjaldgæfur að það er vart hægt að fá varahluti í hann :( og þetta er farið að vera ógjörningur fyrir ungann mann sem er við það að hefja innbú að reka... því miður


heh, ekki einn með þetta vandamál ;) ég fæ hveeergi bremsudælu liggur við en fann eina hjá Umboðinu auðvitað. 8)
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf dindan » 15 Apr 2013, 21:11

Er enginn hér á landi sem hefur verið að sérhæfa sig í að panta inn varahluti í svona sjaldgæfa bíla? :roll:
dindan
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 14 Apr 2013, 20:05

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf Helgi » 15 Apr 2013, 21:17

Þetta er þetta vandamálastykki. :shock: Hundleiðinlegt.

Einhvern tíman þá reddaði ég mér með svipað vandamál með því að sjóða flangsa á prófíl og setti svo pakkningu sitt hvors vegar við. það var til friðs en þá er að vísu farinn víbringspúðinn sem gúmmíið er.

Gætir að vísu prufað að fá þér kítti eins og quick seal frá Kent, notað til dæmis við að líma hliðarplötur á trukka, og draga það í samskeytin.
Ef þú ert í nágrenni við Keflavík þá gætir þú komið með stykkið og við reynt að laga þetta í sameiningu ef þú vilt prufa. :P þetta kítti er það öflugasta sem ég hef kynnst. :twisted:
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf dindan » 15 Apr 2013, 21:21

Helgi skrifaði:Þetta er þetta vandamálastykki. :shock: Hundleiðinlegt.

Einhvern tíman þá reddaði ég mér með svipað vandamál með því að sjóða flangsa á prófíl og setti svo pakkningu sitt hvors vegar við. það var til friðs en þá er að vísu farinn víbringspúðinn sem gúmmíið er.

Gætir að vísu prufað að fá þér kítti eins og quick seal frá Kent, notað til dæmis við að líma hliðarplötur á trukka, og draga það í samskeytin.
Ef þú ert í nágrenni við Keflavík þá gætir þú komið með stykkið og við reynt að laga þetta í sameiningu ef þú vilt prufa. :P þetta kítti er það öflugasta sem ég hef kynnst. :twisted:


Haha mikið er ég feginn að vera ekki sá eini sem græt mig nánast í svefn yfir þessu helvíti, en já það er fallega boðið helgi. Ég er staddur í hafnafirðinum sem er nú næsta nágreni við :)
dindan
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 14 Apr 2013, 20:05

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf dindan » 16 Apr 2013, 23:54

Jæja ég er búinn að þreyta mig í hausnum á internet leit, en ef það er einhver sem veit um eða getur leiðbeint mér á einhverjar síður til að panta varahluti í gamla ritmo-a þá á sá maður mikið lof skilið..þessi bíll verður að komast á götuna aftur :(
dindan
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 14 Apr 2013, 20:05

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf Jón Hermann » 17 Apr 2013, 00:34

Þetta er ekkert voða flókið þessi hlutur er hugsaður til þess að blöndungurinn og allir hans slitfletir fái minni hreifingu frá vélinni þetta var að vísu meingallaður og bilanagjarn búnaður. Það er einfalt mál að henda þessu úr bílnum og smíða millistykki í staðin.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf dindan » 17 Apr 2013, 16:14

Jón Hermann skrifaði:Þetta er ekkert voða flókið þessi hlutur er hugsaður til þess að blöndungurinn og allir hans slitfletir fái minni hreifingu frá vélinni þetta var að vísu meingallaður og bilanagjarn búnaður. Það er einfalt mál að henda þessu úr bílnum og smíða millistykki í staðin.


Okei, það eru allavega góðar fréttir. Gætiru bent mér á einhverja aðila sem gæti gert þetta fyrir mig? :roll:
dindan
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 14 Apr 2013, 20:05

Re: Góða kvöldið, mættur með nokkur vandamál.

Pósturaf Gaui » 18 Apr 2013, 01:24

http://www.gummisteypa.is/

Þú ættir að tala við þessa gaura.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Næstu

Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron