Nýbakaður Tercel eigandi

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Nýbakaður Tercel eigandi

Pósturaf Egill Halldór » 15 Apr 2013, 13:41

Sælt veri fólkið

Egill heiti ég og var mér komið hressilega á óvart á sunnudaginn. Félagar mínir höfðu mikið fyrir að koma mér í opna skjöldu með því að gefa mér nýskoðaðan 1986 Toyota Tercel í afmælisgjöf. Það hefur lengi staðið til að fá mér svona bíl til að gera upp og það lítur út fyrir að það verði ekki lengur beðið með það. Minn fyrsti bíll var einmitt Tercel og ástæðan fyrir þessari skrýtnu löngun náttúrulega nostalgía eins og hjá svo mörgum í þessu.

Hann er í ágætis standi, ekinn um 200 þúsund og lítið ryðgaður. Að sjálfsögðu er aðeins komið ryð í frambrettin og það væri vel þegið að heyra í þeim sem veit kannski um ný eða mjög góð bretti á svona bíl. Nú og jafnvel einhverja fleiri varahluti.

kv.
Egill
Egill Halldór
Byrjandi
 
Póstar: 1
Skráður: 15 Apr 2013, 12:46

Re: Nýbakaður Tercel eigandi

Pósturaf Derpy » 15 Apr 2013, 20:37

Sæll egill, velkominn á spjallið :)

Gaman að heyra með Tercelinn þinn, til hamingju! Mér langar sjálfum aðeins í Tercel en það er bara svo erfitt að finna ódýrt eintak. :)
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron