Nýr hér á spjallinu og stefni að skráningu í klúbbinn

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Nýr hér á spjallinu og stefni að skráningu í klúbbinn

Pósturaf pallisiggi » 12 Júl 2013, 23:07

Komið þið sælir og sælar.

Ég var rétt í þessu að skrá mig á spall Fornbílaklúbbsins og hlakka ég mikið til að eyða stundum hér á spjallinu.
Nú þegar hef ég fundið áhugaverð umræðuefni og skemmti mér við að lesa þau og fræðast af notendum síðunnar.

Föðurbróðir minn var nú svo almennilegur að GEFA, já ég sagði gefa mér bifreið af gerðinni Chevrolet Suburban Scottsdale 20 árgerð 1979.
Hann er á Þ númeri svo kannski kannast einhver hér við hann.
Kram er í ágætu lagi, hann keyrir sæmilega en bodý er orðið frekar lélegt. Það þarf að ráðast í viðgerð á því fljótlega.
Í honum er 350 mótor og trukkagírkassi (fjögurra gíra).
Ég hef notað þennan bíl dálítið en nú get ég farið að nota hann meira.

Hvernig er það hjá Fornbílaklúbbnum, er ekki alveg í lagi fyrir mig, ef ég væri í klúbbnum, að breyta bílnum eftir mínu höfði?
Þurfa bílarnir nokkuð að vera alveg original útlítandi?
Mig langar annars vegar mjög mikið til að hafa þennan bíl á ca 37-38" dekkjum.
Jafnvel að setja undir hann 4-link system og gorma en þá er ég kominn frekar langt út fyrir það sem framleiðandi lagði upp með.
En á hinn bóginn langar mig alveg að hafa hann á original dekkjastærðinni.
Þetta verður erfið ákvörðun :-)

Ég er ekki búinn að fá bílinn afhentann en fæ hann eftir rúma viku og set þá myndir af honum hingað inn :wink:
*EDIT*
Það er rétt að taka það fram að bíllinn á prófílmyndinni minni er EKKI bíllinn sem ég fékk gefins EN samt samskonar bíll. Bara mun betur farinn en minn :)
Kveðja frá Reyðarfirði
Páll Sigurður Björnsson :-)

Chevrolet Suburban 350 1979
Notandamynd
pallisiggi
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 12 Júl 2013, 22:28
Staðsetning: Reyðarfjörður

Re: Nýr hér á spjallinu og stefni að skráningu í klúbbinn

Pósturaf Bjarni567 » 13 Júl 2013, 12:50

Til hamingju með trukkinn. Í sambandi við breytigar þá er þetta þinn bíll og þu breytir honum bara eins og þú villt. Ég persónulega mundi halda honum meira stock en þetta er ekki minn bíll gangi þér vel með þetta.
Bjarni Halfdanarson
1971 Opel GT
1969 Opel GT
1984 Corvette
Bjarni567
Mikið hér
 
Póstar: 52
Skráður: 04 Jan 2009, 01:53
Staðsetning: Ofan í húddi

Re: Nýr hér á spjallinu og stefni að skráningu í klúbbinn

Pósturaf Gaui » 14 Júl 2013, 21:49

Ég hef nú þá skoðun að það sé pláss í klúbbnum fyrir alla sem langar til.
Við erum allir jafn réttháir, bílana eigum við sjálfir og erum sjálfráða með hvað við gerum við þá.
Þetta er félagsskapur ekki rétttrúnaðarfélag (þó svo að auðvitað höfum við allir rétt fyrir okkur, hver og einn þegar kemur að spjallinu).
Vertu velkominn í hópinn okkar, hérna eu félagar sem hafa unnið alveg ótrúlegt starf í þágu allra fornbílaeigenda.
Vertu bara sem virkastur, bæði hérna á spjallinu og víðar, það styrkir félagsskapinn og, endilega leyfðu okkur að fylgjast með verkefninu.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Nýr hér á spjallinu og stefni að skráningu í klúbbinn

Pósturaf pallisiggi » 16 Júl 2013, 21:47

Bjarni567 skrifaði:Til hamingju með trukkinn. Í sambandi við breytigar þá er þetta þinn bíll og þu breytir honum bara eins og þú villt. Ég persónulega mundi halda honum meira stock en þetta er ekki minn bíll gangi þér vel með þetta.


Gaui skrifaði:Ég hef nú þá skoðun að það sé pláss í klúbbnum fyrir alla sem langar til.
Við erum allir jafn réttháir, bílana eigum við sjálfir og erum sjálfráða með hvað við gerum við þá.
Þetta er félagsskapur ekki rétttrúnaðarfélag (þó svo að auðvitað höfum við allir rétt fyrir okkur, hver og einn þegar kemur að spjallinu).
Vertu velkominn í hópinn okkar, hérna eu félagar sem hafa unnið alveg ótrúlegt starf í þágu allra fornbílaeigenda.
Vertu bara sem virkastur, bæði hérna á spjallinu og víðar, það styrkir félagsskapinn og, endilega leyfðu okkur að fylgjast með verkefninu.


Ég þakka ykkur fyrir, drengir. Þessi orð ykkar eru hvetjandi.
Já ég set inn myndir þegar verkefnið fer í gang :)

Kveðja,
Palli.
Kveðja frá Reyðarfirði
Páll Sigurður Björnsson :-)

Chevrolet Suburban 350 1979
Notandamynd
pallisiggi
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 12 Júl 2013, 22:28
Staðsetning: Reyðarfjörður

Re: Nýr hér á spjallinu og stefni að skráningu í klúbbinn

Pósturaf Gunnar Örn » 16 Júl 2013, 23:00

Sæll og velkominn í hópinn.

Hver bíll er einstakur eins og við eigendurnir.

En gott er að hafa í huga að ef þú breytir svona bíl of mikið frá upprunalegri hönnun þá gætu skoðunarstöðvar farið að krefja þig um að bílinn fari í breytingaskoðun og þá geta tryggingar og annað breyst.
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur