Nýtt nafn.

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Nýtt nafn.

Pósturaf Starri » 31 Júl 2013, 13:10

Þar sem ég týndi lykilorði þurfti ég að nýskrá mig aftur.

Hét áður Offari en nota núna mitt eigið nafn.

Er þessa dagana að dunda við Saab 96 árgerð "72. en verkefnalistinn er tölvert langur hjá mér því þótt mér takist stundum að koma verkefnum í aðrar hendur virðist alltaf bætast við hjá mér. Eignaðist Cortinu "74 nú í sumar sem á bara eftir að raða saman. Er með Land Rover "65 sundurrifinn hjá mér en það á að vera komið allt í hann nema það sem hægt er að versla nýtt hér á landi. Á einn Ford Consul "63 sem lítið er eftir að gera annað en að mála. Einn Scout 800 "67 sem vantar vél og kassa í. Einn Cherokie "74 sem ég hefði helst viljað losna við þó helst vegna þess að hann er svo aftarlega á uppgerðardagskrá hjá mér að óvíst er hvort mér endist æfin í það verkefni. Eignig á ég Comet "63 sem þarfnast uppgerðar en ekkert verið byrjað á.

Kv
Starri Hjartarson
Breiðdalsvík.
Starri Hjartarson
Breiðdalsvík.
Starri
Byrjandi
 
Póstar: 6
Skráður: 31 Júl 2013, 12:50

Re: Nýtt nafn.

Pósturaf pallisiggi » 03 Ágú 2013, 15:23

Starri skrifaði:Er með Land Rover "65 sundurrifinn hjá mér en það á að vera komið allt í hann nema það sem hægt er að versla nýtt hér á landi.


Getur verið að þessi Land Rover sé hvítur, á gormum og með Range Rover krami?
Ég sá einn svoleiðis fyrir tæðu ári síðan, hann stóð neðan við Kaupfélagið þá.
Kveðja frá Reyðarfirði
Páll Sigurður Björnsson :-)

Chevrolet Suburban 350 1979
Notandamynd
pallisiggi
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 12 Júl 2013, 22:28
Staðsetning: Reyðarfjörður

Re: Nýtt nafn.

Pósturaf Starri » 03 Ágú 2013, 19:57

Land Roverinn sem var fyrir neðan kaupfjelagið er gulur og hvítur sá er kominn í geymslu. minn er mjólkurkaffibrúnn (reyndar var lakkið upplitað og orðið bleikt)
Starri Hjartarson
Breiðdalsvík.
Starri
Byrjandi
 
Póstar: 6
Skráður: 31 Júl 2013, 12:50

Re: Nýtt nafn.

Pósturaf Z-414 » 05 Ágú 2013, 09:47

Starri skrifaði:Þar sem ég týndi lykilorði þurfti ég að nýskrá mig aftur.

Hét áður Offari en nota núna mitt eigið nafn.


Það ætti að vera óþarfi að skrá sig á nýjum aðgangi vegna týnds lykilorðs, hann Jón (jsl , fornbill@fornbill.is ) ætti að vera fljótur að redda því ef þú setur þig í samband við hann.

PS.
Hvernig Cortina er þetta sem þú átt? (fjöldi hurða, vél og typa)
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Nýtt nafn.

Pósturaf Starri » 05 Ágú 2013, 16:57

Ég gat ekki beðið um nýtt lykilorð þar sem ég var líka búinn að týna netfanginu sem ég skráði mig inná í upphafi. Cortinan er 2 hurða mk3 1600.
Starri Hjartarson
Breiðdalsvík.
Starri
Byrjandi
 
Póstar: 6
Skráður: 31 Júl 2013, 12:50


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron