Nýr hér. 73 Eldorado 500cub

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Nýr hér. 73 Eldorado 500cub

Pósturaf ívarm » 30 Ágú 2013, 19:37

sælir fornbílakallar, og konur

ívar heiti ég og keypti nýlega gamlann fullvaxta kádilják,

þetta er 73 árgerð af Eldorado Coupe, með 500cid
Dynasty rauður með hvítann vínyll. eldrauður að innan líka.

þetta er "vesturstrandar" bíll var í san diego californiu frá 73-06.
bíllinn er að mér best vitandi allur upprunalegur og óuppgerður, hann hefur verið málaður fyrir mörgum árum. en annað virðist það nú ekki vera. vakti athygli mína að það eru ennþá í honum miðarnir inn í hurðinni með kóðunum og flr, miðarnir undir skottlokinu með leiðbeiningar fyrir varadekksfestinguna og flr

ástand bílsins er afar gott, hann gengur eins og klukka og keyrir og virkar allur mun betur en ég hélt, ég yrði ekki hissa þótt hann væri ennþá á fyrsta hringnum mílumælirinn, það er algjör "unun" aka honum, kom mér skemmtilega óvart hvað hann er hljóðlátur, bæði kram og fjöðrun og innréttingin líka, ekki til vindgnauð frá gluggum.
verandi upprunalegur er hann þó ekkki eins og uppgerður bíll,hann hefur greinilega sólbakast töluvert í gegnum tíðina, en m.v 40 ára upprunalegan bíl er þetta nú ansi gott

bíllinn er með "interior by fleetwood" með aðskyldum stólum fram í. þeir eru svo rafstýrðir og leðraðir, hann er með cruise control,rafmagnsloftneti,samlæsingum, 3punkta beltum, stýrið er adjustable upp/niður, fram/aftur. farþegaspegill stillanlegur frá bílstjóra. afturrúðuhitari. auto miðstöð og loftkæling. stýrið í honum þyngir sig og léttir og flr,



ég stefni á að taka leðrið í honum í gegn í vetur, það er alveg heilt, en smá saumsprettur og má orðið fríska upp á litinn, einnig stefni ég á að taka hurðaspjöldin í gegn, annað þeirra er orðið sprungið v/sólbaksturs, sömuleiðis toppurinn á mælaborðinu, en hann fæst nýr og kostar lítið
panelana aftan í tók ég í gegn um daginn og er afar ánægður með. einnig vantar plöst á bakvið framstuðarann eins og sést á myndunum og 3 felgumiðjur,

mbk
ívar

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
ívarm
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 30 Ágú 2013, 17:56

Re: Nýr hér. 73 Eldorado 500cub

Pósturaf JBV » 30 Ágú 2013, 19:50

Bara geggjaður hjá þér Ívar [4
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: Nýr hér. 73 Eldorado 500cub

Pósturaf svennibmw » 30 Ágú 2013, 20:03

Glæsilegur bíll, það getur ekki annað verið en draumur í dollu að líða um í þessum. Er þetta ekki framdrifinn kaggi svipaður og var í True Romance?.........kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Re: Nýr hér. 73 Eldorado 500cub

Pósturaf ívarm » 31 Ágú 2013, 00:36

takk fyrir það kærlega :)

heyrðu jú þetta er framdrifsprammi,
ég eins og eflaust margir aðrir var ansi skeptískur á þessar framdrifspælingar, þó ég væri ekkert að setja það fyrir mig, en sem benz/bmw maður mikill er ég ansi afturdrifssinnaður

en fyrir vikið verð ég að viðurkenna fannst mér samt lúmskt spennandi að prufa þetta. og eftir að hafa keyrt bílinn orðið töluvert þá er ég orðið ansi fylgjandi því að hann sé útfærður eins og hann er,
eins og þetta flykki keyrir og hegðar sér. og þetta er alveg sannkallað ferlíki, 5.7m langur, tæpir 2.1m á breidd og 2313kg og mjúkt fyrir allann peninginn að þá er alveg að virka fyrir hann að vera "dreginn áfram" í stað þesss að vera ýtt áfram, en það er svo annað mál að maður finnur varla fyrir því að það sé hjól undir honum hvað þá á hverjum þeirra drifið er,

varðandi það að líða um í honum þá er það afar ljúft, ég hef oft heyrt menn tala um bíla sem sófa eða sófasett, en ég hef sjaldan setið í bílsæti sem líkist því jafn mikið að sitja í stofustól frekar en bílsæti :) og þá meina ég þetta ekki til að mikla þægindi sætisins, heldur eingöngu útfrá því hvorum hlutnum það líkist meira hehe

konan tók video á símann sinn um daginn, vorum á reykjanesbrautinni í hávaðaroki, lelegt sound í símanum, en það heyrist vel hvað hann er hljóðlátur, slökt á útvarpinu, miðstöðin á lægsta
https://www.facebook.com/photo.php?v=10 ... =3&theater
ívarm
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 30 Ágú 2013, 17:56

Re: Nýr hér. 73 Eldorado 500cub

Pósturaf Sigurbjörn » 04 Sep 2013, 20:46

Flottur hjá þér,til hamingju
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Re: Nýr hér. 73 Eldorado 500cub

Pósturaf gmg » 04 Sep 2013, 22:42

Glæsilegur hjá þér Ívar
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg ´72 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg. 1989 GMG
BMW 735i árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson
Notandamynd
gmg
Alltaf hér
 
Póstar: 199
Skráður: 01 Apr 2004, 15:43
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýr hér. 73 Eldorado 500cub

Pósturaf ívarm » 16 Sep 2013, 01:29

takk fyrir það strákar.

nú fer að líða að lokum þetta sumarið. eknar voru rúmar 1þús mílur og stóð pramminn sig bara ansi vel. eða gott betur en það og klikkaði ekki einu sinni.

Mynd

ég verð nú að segja að ég man varla eftir öðru sumri þar sem maður hefur verið með "hjartað í brókunum" yfir því að bíllinn sé úti. í staðinn hef ég bónað hann og autosolað stuðarana í gríð og erg í hvert skiti sem þornar, og er bónhúðin á bílnum orðinn svo flott að ég hef veitt því athygli að á ferð í grenjandi rigningu er bíllinn þurr :D

Mynd
ívarm
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 30 Ágú 2013, 17:56


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron