Nýr í hópinn

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Nýr í hópinn

Pósturaf Eddi » 30 Okt 2013, 22:18

Sælir,

Eddi heiti ég og er nýr hér. Ég er með Bronco Custom 1979 sem að er í mjög rólegri yfirhalningu, og svo sé ég um viðhald á W123 280CE Benz sem að er í eigu bróðir míns.

Eins og er þá er smá pjatt vinna í gangi á Benzanum, mótor og skipting eru komin úr og verið að komast fyrir olíuleka og skipta út mótorpúðum og eitt og annað. Stefnan er að Bronco fari inn þegar Benz er klár. Það er hellings vinna eftir í Bronco og næsta skref þar er að kippa boddy af og gera grind og undirvagn góðan áður en ég fer í boddy vinnu.

Ég hendi inn myndum af verkefninu fyrir þá sem hafa áhuga.
Eðvald Sveinbjörnsson
Ford Bronco Custom 1979
Jeep Grand Cherokee Limited 1993 (Bíður eftir að verða gamall)
Eddi
Byrjandi
 
Póstar: 3
Skráður: 30 Okt 2013, 21:10

Re: Nýr í hópinn

Pósturaf Eddi » 30 Okt 2013, 22:56

Og svona stendur Bronco í dag......

Mynd
Eðvald Sveinbjörnsson
Ford Bronco Custom 1979
Jeep Grand Cherokee Limited 1993 (Bíður eftir að verða gamall)
Eddi
Byrjandi
 
Póstar: 3
Skráður: 30 Okt 2013, 21:10

Re: Nýr í hópinn

Pósturaf skidoo » 12 Nóv 2013, 20:39

Vonandi verður hann orginal í útliti hjá þér. Þeir eru orðnir svo fáir eftir.
Gangi þér vel með hann
Kv. Reynir.
skidoo
Byrjandi
 
Póstar: 1
Skráður: 29 Maí 2012, 20:44

Re: Nýr í hópinn

Pósturaf Eddi » 17 Nóv 2013, 13:10

Sæll Reynir,

Já panið er að halda honum sem næst orginal. Hann er settur upp fyrir 44" dekk með lift á undirvagni og boddí. Boddí hækkunin fer úr, en ég reikna með að halda undirvagninum eins og hann er með 4-link loftpúða kerfinu að aftan. Stefni á að fá hjólboga rétta aftur og velja svo dekkja stærð sem passar miðað við það.
Eðvald Sveinbjörnsson
Ford Bronco Custom 1979
Jeep Grand Cherokee Limited 1993 (Bíður eftir að verða gamall)
Eddi
Byrjandi
 
Póstar: 3
Skráður: 30 Okt 2013, 21:10


Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron