Hver ert þú ?

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Pósturaf Bens » 04 Okt 2006, 13:13

Ég heiti Benedikt Hans Rúnarsson, er fæddur 1970 og bý í Garðabæ.
Ég hef frá því að ég lauk skóla starfað í upplýsingatæknigeiranum við sölumennsku, ráðgjöf og stjórnun.

Þar sem ég "kann ekki að skrifa stuttar sögur" :shock: þá er hér mitt (langa) framlag í þennan þráð:

Þegar ég var krakki fór ég á bílasýningu í Sýningarhöllinni (Húsgagnahöllin í dag). Held að eftir það þá hafi ég fengið varanlega bíladellu 8) . Faðir minn var ökukennari og hafði sjálfur smá bíladellu sem ég hef e.t.v. einnig smitast af. Hann var þó aldrei með neina Benz dellu og hefur aldrei átt Benz svo að ég viti um.
Ég er alinn upp í Breiðholtinu og átti nágranni minn Mercedes Benz Heckflosse sedan sem mér fannst ákaflega laglegur bíll (veit þó ekki hvað varð um þann bíl, líklega endað á haugunum :cry: ).

Þegar ég komst á bílprófsaldur fór ég í ökutíma og tók prófið á Benz 190D. Fékk sumarvinnu á framhaldskólaárunum hjá bílainnflytjanda sem átti fullt af skemmtilegum bílum, þ.m.t. Benz 300GE og Benz 500SEC og Cadillac Eldorado blæjubíl. Ég "neyddist" til að keyra þessa bíla nokkrum sinnum, þó stutt væri farið og varð algjörlega "hooked" :lol:

"Til að gera langa sögu stutta" :? þá hef ég lengi haft áhuga á fornbílum, sérstaklega þýskum eðalvögnum og bandarískum frá gullaldarárunum 50-60. Annar nágranni minn í æsku, sem var með verkstæði í bílskúrnum sínum, átti gamlan amerískan kagga með vængjum og bensínlokinu undir öðru afturljósinu. Sem krakka fannst mér þetta vera svalasti bíll í heimi 8)
Aðrir framleiðendur sem ég hef verið sérstaklega hrifinn af (fyrir utan Benz) eru Tucker, Jaguar, Cord og Tatra.
Ég hafði þó ekki sérstaklega hugsað mér að fá mér fornbíl fyrr en ég sá MB Heckflosse Coupé til sölu á bílasölu hérna heima. Hafði ekki tekið eftir 2ja dyra útgáfunni áður og var viss um að fáir slíkir bílar væru til á landinum. Mér fannst þetta boddý ótrúlega fallegt þrátt fyrir slæmt ásigkomulag bílsins. Verðið á þeim bíl var alveg út í hött að mínu mati m.v. það ástand sem hann var í (og er að ég held því miður enn, stendur úti alla daga, allt árið í kring :cry: ) og gleymdi ég þessu. Eftir að ég var loksins kominn í eigið húsnæði með bílskúr þá fann ég fyrir tilviljun svona bíla til sölu á eBay fyrir fínan pening (og gengið gott 8) ). Ég spurði frúnna hvað henni fyndist og hún sagði að hana hefði alltaf langað til þess að eiga "sparibíl" í bílskúrnum. Einhvern gamlan flottann, s.s. vængjaðann amerískan eða t.d. Jagúar. Ég sýndi henni Coupé bílinn og henni fannst hann mjög flottur. Í framhaldi hófst leit á netinu, setti mér markmið um að verðið mætti ekki fara yfir ákveðna upphæð kominn til landsins og byrjaði svo að bjóða í bíla á netinu. Að lokum náði ég einum sem var gangfær á viðráðanlegu verði.

Þegar ég var búinn að fjárfesta í gripnum þá kíkti ég inn á fornbílaspjallið í fyrsta skipti og viti menn... sá að það væri Benz klúbbur starfandi á Íslandi. Skráði mig í klúbbinn og komst svo að því að það væru 3 svona bílar til á landinu, einn í uppgerð hjá Rúnari Sigurjóns, einn stendur úti og grotnar (sá sem ég sá til sölu á sínum tíma) og svo sá sem ég flutti inn.

Hér eru myndir af bílnum sem ég flutti inn. Vonandi verður hann aftur álíka flottur og hann var daginn sem hann kom af færibandinu :wink:

Mynd
Mynd

Þetta er Mercedes Benz 220SEb Coupé (W-111 - Heckflosse/Fintail) með 2.2 lítra, 120 hestafla, 6 cyl. vél með beinni innspýtingu og 4ra þrepa sjálfskiptingu.
Bíllinn kom þó víst ekki á götuna fyrr en 1967 skv. upplýsingum frá Ræsi úr gagnabanka Daimler-Chrysler. Þetta er Evrópumódel sem hefur verið flutt inn til Bandaríkjana en því miður fékkst engin saga með bílnum. Mælirinn segir aðeins 36 þús. km. svo hversu mörg hundruð þús. km. er búið að aka honum er mér ekki ljóst.

Við heimkomuna kom í ljós að það þurfti að gera heilann helling fyrir þennan bíl til þess að koma honum í fullkomið lag. Var ekki skoðunarhæfur þó svo að kramið virðist vera að mestu leyti í lagi. Mjög svo þægilegt að keyra hann, skipti sér eðlilega og bremsur virkuðu eins og þær áttu að gera 8)
Gera þarf allt upp að innan, sætin og innrétting illa farin, hefur verið of lengi í sólbaði í Kaliforníu :(
Þá finnst mér liturinn ekkert spes...

Viðbót maí 2010

Ég er búinn að selja Benzann. Hafði ekki tíma né almennilega kunnáttu til þess að gera hann uppp eins og metnaðurinn sagði til um.
Maður getur komist langt á metnaðinum en hann dugar ekki þegar kunnáttan er ekki almennilega fyrir hendi :roll:
Þar sem bíllinn hentar ekki sem fyrsta verkefni ákvað ég að láta hann frá mér og er ég mjög ánægður með að hann lenti í góðum höndum hérna á klakanum. Þurfti ekki að selja hann úr landi :D
Ný eigandi er Gunnar Örnm "a.k.a." Gunni rafvirki, og veit ég að hann hefur metnað, getu og áhuga á verkefninu. Verður þessi bíll því örugglega kominn á göturnar fyrr en síðar 8)

Viðbót maí 2010
Tók Daihatsu Charade XTE Coupé 1982 upp í Benzann af Gunnari Erni.

Daihatsu Charade XTE
Akstur : um 42.000km (rétt innan við það meir að segja þegar ég fékk hann)

Fyrri eigandi, Gunnar Örn, eignaðist bílinn 2005 og tók hann hressilega í gegn. Hægt er að skoða nokkrar myndir um uppgerðina á þessari Cardomain síðu.
Kramlega var allt í bremsum endurnýjað, ný rör, dælur teknar upp, nýjar dælur að aftan, nýir diskar að framan og nýjir klossar og borðar. Nýir gormar og demparar að aftan, nýir demparar að framan.

Þessi bíll er svo lítill og nettur að hann er "álíka stór" og krumpusvæðið á gamla Benzanum :lol:
Enda virkar "geymslan" eins og bílskúr í dag og með Charade-inn inni þá fær maður nánast víðáttubrjálæði :wink:

Hér eru nokkrar lélegar myndir sem ég tók á nýja Gemsann minn (þarf klárlega að læra betur á hann :?)
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Kýraugað er auðvitað bara "trade mark" fyrir þessa bíla 8)
Mynd
Bíllinn er rétt tilkeyrður :tumbsup:
Mynd
Síðast breytt af Bens þann 07 Jún 2010, 11:07, breytt samtals 5 sinnum.
Benedikt H. Rúnarsson - GSM 858 6313
Daihatsu Charade XTE Coupé (G10) - 1982 - Seldur
Mercedes-Benz 220SEb Coupé (W111) - 1965 - Seldur
Notandamynd
Bens
Alltaf hér
 
Póstar: 165
Skráður: 07 Mar 2006, 20:37
Staðsetning: Garðabær

Pósturaf Chevrolet » 18 Nóv 2006, 10:57

Mynd

Hæhæ. Er nýorðinn félagi í klúbbnum. Hef reyndar í mörg ár ætlað að vera með, býst við að tryggingatilboðið hjá TM hafi gert útslagið.

Ég hef áhuga á öllum tækjum en einna helst amerískum ofurhestafla bílum. Búinn eiga Corvettu ´84 í ein 8 eða 9 ár og læt hana aldrei en langar að bæta við mig Chevellu ´70-71.

Daily driverinn er svo Suburban 5.7ltr á 35" BfGoodrich.
Walter Ehrat
Notandamynd
Chevrolet
Mikið hér
 
Póstar: 68
Skráður: 18 Nóv 2006, 10:47
Staðsetning: Hafnarfjörður

Hallmar

Pósturaf Hallmar » 17 Jan 2007, 00:02

Líður varla sá dagur að ég líti ekki við..


Ég er 26 ára landsbyggðarbarn búsettur í kópavogi. Hef bardúsað eitt og annað gegnum árin, komið að ferðaþjónustu í öllum sínum myndum. Vinn í varahlutaverslun og Guida aðeins um helgar.

Bílaeignin já..
1965 Ford Falcon 170 six strait/3spd Bíður allsherjaruppgerðar
1973 Chrysler Newport 400/727 Bíður vorsins
195* á leið til landsins (kemur í ljós)

Já og svo lítill "BaraMeiraWesen" í vinnuna
Hallmar
Byrjandi
 
Póstar: 2
Skráður: 15 Jan 2007, 00:30

Pósturaf Hinrik_WD » 05 Apr 2007, 23:46

Sælir,

Ég heiti Hinrik Steinsson, 35 ára. Starfa sem Flugvirki erlendis, en kem oft heim til að dunda í að gera upp gömul mótorhjól og flugvélar ofl. Ég hef mikin áhuga á Seinni Heimstyjöldinni og þá sérstaklega því sem tengist Íslandi og á stórt safn af Íslands tengdum minjum, allt frá bindisnælum upp í ljósavélar.

Hjólið á þessari mynd er BSA WM20 (W sendur fyrir War Department) smíða ca. feb 1942. 500 cc "síðuventla" Eftir sem ég best veit, þá kom þetta hjól til Íslands með Breska hernum. Þetta er samskonar hjól og hann Hlynur Tómasson á, nema að hans er 1940 árgerð.

Mynd

Ég kem til með að setja mynda seríu í "Fornhjól" hlutan seinna.

Kveðja
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Siggi Royal » 04 Apr 2008, 00:28

Ég heiti Sigurður Rúnar Magnússon, verkstjóri, hjá borginni, 56 ára, tveggja barna faðir, Búinn að eiga sömu konuna síðan 1972 og er mjög ánægður með þann ráðahag. En sá er ljóður á ráði mínu að ég skuli ekki eiga ennþá bílinn, sem ég átti, þegar við kynntumst, en það var Buick Roadmaster 1955. Hræið af honum mun víst vera á "geymslusvæðinu".1981 eignustum við hjónin Ford Fairmont Ghia 1979 Við áttum hann í átta ár við mikla lukku. En Fordinn eyðlagðist í árekstri. Haustið 2006 var nákvæmlega eins bíll auglýstur í "skilaboðunum", og við stóðumst ekki freistinguna. Talandi um fortíðarhyggju.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf ADLERINN® » 05 Júl 2010, 14:26

Bætti facebook síðu inná mitt innlegg sem er fyrsta innleggið í þræðinum
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Fyrri

Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur