Hver ert þú ?

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Hver ert þú ?

Pósturaf ADLERINN® » 30 Mar 2006, 20:40

Ég var að spá hvað það væru margir sem eru að kíkja á spjallið.
Það væri gamann að menn myndu kynna sig,segja hvar þeir eru staðsettir og eins hvað menn starfa við.

Mynd

Mynd


http://www.facebook.com/home.php?#!/pro ... 086&v=wall
Síðast breytt af ADLERINN® þann 05 Júl 2010, 14:27, breytt samtals 8 sinnum.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Sigurbjörng » 30 Mar 2006, 21:38

Sigurbjörn Gunnarsson heiti ég og er 28 Akureyringur búsettur borginni. Á engan fornbíl en er alltaf að leita. Hef mestan áhuga á að eignast jeppa en annar eru það nú helst evrópskir bílar sem heilla mig, t.d. Lada 1500 :D

Búin að vera búsettur í Reykjavík í 4 ár

Er að læra tæknifræði í tækniháskólanum (Háskólinn í Reykjavík)

Þetta er besta myndin og sú eina sem fann af mér og núverandi trilli tæki.
Mynd
ISUZU GEMINI LT 1.5 árgerð 1989
Sjaldséðir gæða gripir og ef einhver veit um hræ eða varahluti má hann endileg láta mig vita.

En þetta er sambærilegur bíll
Mynd
Síðast breytt af Sigurbjörng þann 01 Apr 2006, 23:24, breytt samtals 9 sinnum.
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Imperialist » 30 Mar 2006, 21:49

Jájá, alveg óþarfi að pukrast...ég hef verið svo mikið á spjallinu hér undanfarið að ég get alveg sagt einhver deili á mér.
Ég heiti Gunnar og ég er fornbílafíkill. Ég hrífst mest af stærri gerðum amerískra bifreiða, einkum frá Chrysler og undirgerðum þess framleiðanda, forðum tíð átti ég einn slíkan sem er eflaust kominn fyrir löngu á stóra bílaplanið á himnum. En allir fornbílar heilla mig, flottur Skódi eða Escort getur alveg eins komið mér úr jafnvægi eins og einhver drekinn. Ætli þetta sé ekki allt tengt minningum úr barnæsku.

Gunnar S. Valdimarsson
Reykjavík
Orkuveita Reykjavíkur, eftirlit
Imperialist
Alltaf hér
 
Póstar: 110
Skráður: 14 Okt 2005, 15:50

Pósturaf firebird400 » 30 Mar 2006, 22:03

Agnar Áskelsson

28 ára

Húsasmiður

Keflavík

1968 Pontiac Firebird 400

Ég og litla frænka mín á afmælisdaginn okkar :D

Mynd

Og svo sá gamli.

Mynd
firebird400
Mikið hér
 
Póstar: 72
Skráður: 05 Nóv 2005, 19:22
Staðsetning: Keflavík auðvitað

Pósturaf Sigurbjörn » 31 Mar 2006, 00:01

Sigurbjörn Helgason

Póstbílstjóri

Bý í Reykjavík og er 42 ára.
Hef haft fornbílaáhuga frá barnsaldri og var farinn að spá í þá löngu áður en klúbburinn var stofnaður
Búinn að eiga þennan frá því ég var 17 ára.

Mynd
Síðast breytt af Sigurbjörn þann 13 Jan 2007, 00:36, breytt samtals 9 sinnum.
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Eldorado » 31 Mar 2006, 08:52

Atli Jarl Martin heiti ég og erfði óstöðvandi Cadillac dellu frá föður mínum sem hefur átt eina 10-11 Cadda árgerðir '55 - 98.
Ég var að eignast minn fyrsta Cadillac sem er Eldorado '67.

Ég er 33 ára og er Gámavallarstjóri hjá Samskipum.
Atli Jarl Martin
Cadillac Fleetwood Eldorado 1967
Kruser #13
Notandamynd
Eldorado
Þátttakandi
 
Póstar: 17
Skráður: 31 Jan 2006, 11:53
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf HafthorR » 31 Mar 2006, 11:22

Ég heiti Hafþór R. Sigurðsson ég starfa sem sölumaður Hjá bílanaust. Mynd
Notandamynd
HafthorR
Alltaf hér
 
Póstar: 161
Skráður: 19 Jan 2005, 03:12
Staðsetning: Kópavogur

Pósturaf Ásgrímur » 31 Mar 2006, 14:29

Ásgrímur Þórhallsson "84
Er með delluna í blóðinu, og hef gaman af öllum gömlu mekkónísku drasli.
er nemi í myndlist og er búsettur á Akureyri þessa stundina.
Hef einstaklega gaman að bílum sem vekja blendnar tilfinningar náungans :lol:

Núverandi verkefni er "77 amc gremlin
Mynd


svo á ég einhverstaðar plymouth "66 sem ég átt síðan ég var 16 ára, og bíður hann þess bara að ég vitji hans með almenna reynslu í pokahorninu.






Mynd



Mynd
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

hver er þú

Pósturaf Þorkell » 31 Mar 2006, 18:20

Þorkell Hjaltason bifvélavirki og bý í Reykjavík.Hef mikinn áhuga á gömlum bílum og traktorum og fleiru. Á nokkra gamla jeppa og slatta af traktorum uppgerða og óuppgerða
Þorkell Hjaltason
---------------------
Þorkell
Alltaf hér
 
Póstar: 268
Skráður: 17 Des 2005, 22:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf gmg » 31 Mar 2006, 22:23

Gunnar Már Gunnarsson húsasmiður og málari 36 ára forfallinn Benz-sjúklingur !

Mynd

Mynd

Mynd
Síðast breytt af gmg þann 01 Apr 2006, 21:58, breytt samtals 1 sinni.
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg ´72 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg. 1989 GMG
BMW 735i árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson
Notandamynd
gmg
Alltaf hér
 
Póstar: 199
Skráður: 01 Apr 2004, 15:43
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Ingi Hrólfs » 31 Mar 2006, 22:57

Þetta líst mér vel á og ég hef aldrei skilið hvers vegna menn eru að skrifa undir dulnefni.
Ég heiti Ingvar Hrólfsson og er víst 41 árs vélsmiðjukall og bý í Grundarfirði.
Konan mín segir að ég sé ekki einungis með bíladellu eða mótorhjóladellu heldur farartækjadellu og ég reyni ekki að þræta við hana um þetta. Töpuð orusta er töpuð orusta. :?
Mynd
K.v.
Ingi Hrólfs.
Síðast breytt af Ingi Hrólfs þann 02 Apr 2006, 11:31, breytt samtals 3 sinnum.
Notandamynd
Ingi Hrólfs
Mikið hér
 
Póstar: 53
Skráður: 02 Jan 2006, 21:49
Staðsetning: Egilsstaðir

Pósturaf Frank » 01 Apr 2006, 05:55

Frank Höybye heiti ég og er 27 ára og bý í Hafnarfyrði, og hef mikinn áhuga á flestu sem að mótor er í, enn sérstaklega þó gömlum bílum. Ég starfa í bílabransanum, og aðalega þá við að selja bíla.
Mynd
Ég og Adam sonur minn
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Mercedes-Benz » 01 Apr 2006, 13:25

Rúnar Sigurjónsson heiti ég og er 33 ára vélvirki og er fæddur og uppalinn Reykvíkingur.
Ég starfa í varahlutadeild Bílaumboðsins Öskju.
Ég hef það frá föður mínum að vera mikill Mercedes-Benz áhugamaður,
en þegar ég var smástrákur átti hann alltaf svoleiðis bíla.

Mynd
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Gizmo » 01 Apr 2006, 18:33

Ég heiti Bjarni Þorgilsson og er fæddur og uppalinn í Reykjavík en bý nú í Hafnarfirði

Ég er á 38. ári, og á son og dóttur.

Ég starfa hjá Örmum við viðgerðir og annað sem til fellur þar og hef starfað hjá þeim í nokkur ár.

Bíla og tækjadella hefur alltaf verið til staðar og hef ég það ekki frá neinum ættmennum. Sonur minn er kominn með delluna og dóttirin er alveg að detta í gírinn...
Síðast breytt af Gizmo þann 12 Sep 2010, 09:59, breytt samtals 1 sinni.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Moli » 01 Apr 2006, 20:06

Ég heiti Magnús Sigurðsson, er að detta í 25 ára aldurinn. Fæddur og uppalin í Reykjavík.

Starfa sem utanbæjarbílstjóri hjá Ölgerðinni Agli Skallagríssyni og færi gosþyrstum landsmönnum úrvals mjöð og gos.

Hef haft fornbíladelluna í mér frá unga aldri og mun hún vonandi aldrei hverfa. Ég á einn 2 1/2 gamlan strák sem hefur meiri dellu en ég og kalla ég það bara nokkuð gott! :wink:

Mynd
Kv. Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Mustang Sportsroof / Mach-1
Notandamynd
Moli
Alltaf hér
 
Póstar: 341
Skráður: 30 Mar 2004, 18:31

Næstu

Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron