Hver ert þú ?

Hver ert þú og hvernig bíl ertu með.
Ath. EKKI fyrir almennt spjall.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Pósturaf Gunnar Örn » 01 Apr 2006, 20:07

Ég heiti Gunnar Örn er 38 ára, á fjögur börn og er sjálfstætt starfandi Rafvirkjameistari hér í Reykjavík þar sem ég er uppalinn.

Pabbi var nú alveg laus við bíladellu, og reyndi meir að segja að hjálpa mér að losna við hana( bíddu bara með að kaupa þennan, þetta jafnar sig allt saman)?.

En ég er nú samt töluvert ílla haldin af henni, þó sérstaklega smábílum.
Síðast breytt af Gunnar Örn þann 17 Sep 2015, 21:37, breytt samtals 2 sinnum.
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Arnar Kr » 01 Apr 2006, 21:07

Arnar Kristjánsson heiti ég 32 ára Akureyringur og hef mikinn áhuga á gömlum amerískum bílum og hef haft það frá fæðingu.
Pabbi átti 55 letta fyrstu 6 ár ævi minnar og sá bíll kveiti bílaáhugann hjá mér.
Ég á chevrolet bel air 56 sem ég eignaðist 14 ára gamall sem ég gerði upp og kom á götuna 2003. Nú er ég að gera upp 2 dyra chevy novu 73.
Einnig hef ég áhuga á motorhjólum.
Arnar Kr
Þátttakandi
 
Póstar: 10
Skráður: 28 Jún 2005, 23:18

Pósturaf ztebbsterinn » 03 Apr 2006, 00:05

Stefán Örn Stefánsson heiti ég, er bifreiðasmiður að mennt og vinn við það.

Er fæddur og uppalinn í Kópavoginum en flutti vestur á firði vorði 2004 til tilbreytingar.

Hef verið alinn upp í bílskúrum nágrana minna frá 3 ára aldri, er nú á því 26.

Nýir bílar heilla mig ekki mikið, er dálítill nostalgíu kall.

Mynd
Flotinn:
Mynd
Delorean 1981 ekinn 8.000 mílur
Mynd
M.Benz 300GD 1986 Ekinn 130.000 km.
Mynd
M.Benz 230C 1980 ekinn 170.000 km.
Mynd
M.Benz 230E 1984 ekinn 376.900 km.
Síðast breytt af ztebbsterinn þann 22 Apr 2006, 00:26, breytt samtals 4 sinnum.
DeLorean "81
MB 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~~~~
Stefán Örn
Notandamynd
ztebbsterinn
Veit mikið
 
Póstar: 776
Skráður: 19 Jan 2006, 22:58
Staðsetning: Ísafjörður

Pósturaf Blái Trabbinn » 03 Apr 2006, 00:13

Jón Baldur heiti ég víst og er 19 ára reykvíkingur og er wannabe bílamálari en vinn sem símadama hjá domino's pizza 8)
og ég er með bíladellu á háu stigi og my ultimate dream car er 59 caddilac með blæju og hvítu og rauðu leðri eða appelsínugulur trabbi með blæju og svörtu leðri
en annrars heilla allir bílar mig og ég reyni ekki að festa mig við einhverja eina tegund eða einn stíl

og svo er þetta stóra ástin í lífi mínu
Mynd
Mynd

og þetta dollan sem að ég neyðist til að keyra á hverjum degi

Mynd

og svona lít ég víst út

Mynd
Jón Baldur Bogason
Trabant P601 De Lux '87
MG midget '79
Notandamynd
Blái Trabbinn
Alltaf hér
 
Póstar: 259
Skráður: 08 Maí 2004, 10:54
Staðsetning: Þar sem Trabantar eru

Pósturaf sveinn » 03 Apr 2006, 15:08

Sveinn Þorsteinsson heiti ég, 45 ára og starfa við hugbúnaðargerð. Bílar frá sjötta og sjöunda áratuginum hafa alltaf heillað mig, sem líklega er það vegna þess að á þeim árum var ég lítill gutti og flottustu bílana á þessum tíma langaði náttúrulega öllum í. Ekki síst stráklingum eins og mér.

Ég man eftir sjálfum mér sem 10 ára polla, sitjandi aftur í þeim bíl sem ég á í dag, horfandi í kringum mig segjandi við sjálfan mig; “þennan bíl ætla ég einhvern tíman að eiga!”. Eitt það skemmtilegast við að finna bílinn svo aftur var að opna öskubakkann afturí og finna þar knallettur eftir sjálfan mig! Gamlir bílar eru fortíðarrómantík!

Hér eru undirritaður og þráhyggjan. Mercedes-Benz 300SEL 6.3, á ferð:

Mynd

Þetta er líka áhugamálið:
Gamlir íslenskir Benzar
Notandamynd
sveinn
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 07 Apr 2004, 10:57
Staðsetning: 105 Reykjavík

Pósturaf Óli Kol » 06 Apr 2006, 18:12

Ólafur Kolbeinsson heiti ég og er bílstjóri fæddur árið 1964 og er því 42 ára.
Áhugi minn á bílum er í genunum eins og hjá mörgum körlum og byrjaði hann kannski fyrir alvöru þegar ég var 16 ára og gerði upp minn fyrsta bíl (VW bjalla árg,1968) og síðan hef ég verið að dúttla eitthvað inní bílskúr með hléum náttúrulega, mitt síðasta afrek var að gera upp M-Benz 280 SE árg.´71(M-51)Mynd: Tekin við Perluna í mars 2006.
Óli Kol
Þátttakandi
 
Póstar: 25
Skráður: 06 Apr 2006, 17:50
Staðsetning: Kópavogur

Pósturaf Þröstur » 12 Apr 2006, 21:38

Sælir verið þið drengir og sælar stúlkur.

Ég heiti Þröstur Harðarson og er matsveinn í Hagaskóla, gítarleikari og spila í hljómsveit í Oddfellowhúsinu um helgar, furðufugl og bý í Hafnarfirði. Ég er giftur og á tvö börn með sömu konunni. Bíllin sem ég á
er frá árinu 1930 og heitir Lincoln 7pass Sedan Model L

Kveðja
Þröstur







Mynd
Þröstur
Þátttakandi
 
Póstar: 16
Skráður: 13 Okt 2004, 17:58

Pósturaf goggith » 14 Apr 2006, 21:24

Heil og sæl forbílakarlar og - konur.

Ég heiti Georg Theodórsson árgerð 1955 (árið sem allt það besta var framleitt í heiminum)
Mynd
Er sjálfstætt starfandi húsasmíðameistari og hef áhuga á fornbílum og ljósmyndun. Sérstakan áhuga hef ég öllu því sem tengist sögu bílsins s.s. fyrstu akfæru vegina og gömlu brýrnar.

Hef verið félagi í klúbbnum frá fyrstu dögum hans og telst vera stofnfélagi nr. 57. Hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, sat í stjórn félagsins í nokkur ár og var um tíma í allflestum nefndum (nefndarfíkill).

Ég á Standard Eight 1946 sem ég byrjaði að gera upp 1989 og hef hug á því að fara að klára gera hann upp áður en hann gerir mig upp.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Kveðja
Georg Theodórsson (Goggi)
Notandamynd
goggith
Alltaf hér
 
Póstar: 332
Skráður: 24 Maí 2004, 21:03
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Mercedes-Benz » 15 Apr 2006, 02:59

Georg Theodórsson skrifaði:Ég á Standard Eight 1946 sem ég byrjaði að gera upp 1989 og hef hug á því að fara að klára gera hann upp áður en hann gerir mig upp.


Já mér finnst að þú ættir að fara að bretta upp ermarnar og drífa í þessu. Það er mörgum manninum farið að langa til að sjá þennan bíl. :wink:
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Sigurbjörn » 15 Apr 2006, 11:18

Já,það eru allnokkrir sem vilja sjá þennan bíl aftur í ferðum klúbbsins
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf bjoggi_ford » 29 Maí 2006, 19:18

Góðann daginn Björgvin helgi heiti ég og er valdimarsson og er fæddur á því herrans ári 1987. ég er með bullandi áhuga á bílum en sérstaklega fornbílum og þar er ford í mestu uppá haldi en ég á eiinn nuna FORD LTD 1978 og á lika einn mitsubishi Galant árgerð 1980 og ég er fæddur og búsettur á akureyri og minn heitasti draumur frá barns aldri er að eignast annað hvort Ford Mustang árgerð 1969 mach-1 eða ford a árgerð 1929 eins og ingólfur kristjánsson (afi) heitinn átti en er staddur á safni nuna
Notandamynd
bjoggi_ford
Þátttakandi
 
Póstar: 10
Skráður: 28 Maí 2006, 20:44
Staðsetning: akureyri

Pósturaf goggith » 30 Maí 2006, 23:32

minn heitasti draumur frá barns aldri er að eignast annað hvort Ford Mustang árgerð 1969 mach-1 eða ford a árgerð 1929 eins og ingólfur kristjánsson (afi) heitinn átti en er staddur á safni nuna


Þetta hef ég alltaf sagt að fornbílaáhuginn er í genunum. Það þarf ekki erfðargreiningarbatterýið hans Kára til að segja okkur það.
Georg Theodórsson

STANDARD EIGHT 1946
Notandamynd
goggith
Alltaf hér
 
Póstar: 332
Skráður: 24 Maí 2004, 21:03
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf burgundy » 25 Sep 2006, 19:33

ztebbsterinn skrifaði:Stefán Örn Stefánsson heiti ég, er bifreiðasmiður að mennt og vinn við það.

Er fæddur og uppalinn í Kópavoginum en flutti vestur á firði vorði 2004 til tilbreytingar.

Hef verið alinn upp í bílskúrum nágrana minna frá 3 ára aldri, er nú á því 26.

Nýir bílar heilla mig ekki mikið, er dálítill nostalgíu kall.

Mynd
Flotinn:
Mynd
Delorean 1981 ekinn 8.000 mílur
Mynd
M.Benz 300GD 1986 Ekinn 130.000 km.
Mynd
M.Benz 230C 1980 ekinn 170.000 km.
Mynd
M.Benz 230E 1984 ekinn 376.900 km.




hvar náðirðu í DMC de lorean bílinn?
burgundy
Þátttakandi
 
Póstar: 27
Skráður: 14 Jún 2006, 14:04

Pósturaf ztebbsterinn » 26 Sep 2006, 21:24

burgundy skrifaði:hvar náðirðu í DMC de lorean bílinn?

Af Sindra Stáli, þetta er sá eini á landinu.
DeLorean "81
MB 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~~~~
Stefán Örn
Notandamynd
ztebbsterinn
Veit mikið
 
Póstar: 776
Skráður: 19 Jan 2006, 22:58
Staðsetning: Ísafjörður

Pósturaf landi » 02 Okt 2006, 00:17

halló ég heiti Jónas Davíð og er 17 og á heima á út í sveit rétt hjá Akureyri og á 1966 Ford Bronco með vini mínum sem við eruma að gera upp sem gengur bara ágætlega.
bíladelluna fekk ég að mestu frá pabba mínum sem er lærður vélvirki og nú er ég að læra bifvélavirkjann í Verkmentaskólanum á Akureyri.
þar er bísna brösuleg aðstaða en svo það á kannski að fara kenna verklega partin í brimborg hef ég heirt.
pabbi minn átti 1966 ford mustang en mig dreymir um 1969 mustang boss 429.
ég er allgjör mustang aðdáandi en er líka mikið í öðrum bílum.
eg er ekki voðalega mikið fyrir nýju bílana sem eru á markaðinum, allt of tæknilegir.svo ég held mig við gömlu góðu bílana.
1969 ford mustang rokkar
landi
Byrjandi
 
Póstar: 4
Skráður: 20 Sep 2006, 11:35
Staðsetning: rétt við Akureyri bý í sveit

FyrriNæstu

Fara aftur á Kynntu þig fyrir öðrum

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron